Ráð við streitu — raunhæf lausn
Ráð við streitu — raunhæf lausn
„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ — MATTEUS 11:28.
1, 2. (a) Hvað hefur Biblían að geyma sem getur dregið úr óhóflegri streitu? (b) Hve áhrifaríkar voru kenningar Jesú?
FLESTIR fallast á það að of mikil streita sé skaðleg og þjakandi. Biblían bendir á að allt mannkynið sé að sligast undan þungum byrðum og að margir bíði þess óþreyjufullir að losna undan streitu nútímans. (Rómverjabréfið 8:20-22) En Ritningin bendir einnig á hvernig hægt sé að losna við talsverða streitu nú þegar. Það er hægt með því að fylgja leiðbeiningum ungs manns sem var uppi fyrir 20 öldum. Hann var trésmiður en unni fólki meira en iðninni. Hann hafði mikil áhrif á fólk, tók á þörfum þess, hjálpaði hinum veikburða og hughreysti niðurdregna. Hann hjálpaði líka mörgum að gera það sem þeir voru færir um andlega og losna þannig undan óhóflegri streitu eins og þú getur einnig gert. — Lúkas 4:16-21; 19:47, 48; Jóhannes 7:46.
2 Þessi maður, Jesús frá Nasaret, hafði ekki að leiðarljósi veraldlega menntun sem menn sóttust eftir í hinum fornu borgum Róm, Aþenu og Alexandríu. Samt sem áður eru kenningar hans víðkunnar. Stef þeirra var: Stjórn Guðs sem mun ríkja giftusamlega yfir jörðinni. Jesús útskýrði líka helstu lífsreglurnar — meginreglur sem eru mjög gagnlegar núna. Þeir sem kynna sér kenningar hans og fara eftir þeim hafa strax gagn af því og losna til dæmis undan óhóflegri streitu. Líst þér ekki vel á það?
3. Hvað bauð Jesús fólki að gera?
3 Dregur þú ef til vill í efa að maður, sem var uppi fyrir þetta löngu, geti haft áhrif á líf þitt núna? Hlustaðu þá á hjartnæmt boð Jesú: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ (Matteus 11:28-30) Hvað átti hann við? Við skulum skoða þessi orð vel og kanna hvernig þau benda á leið til að losna undan þjakandi streitu.
4. Til hverra beindi Jesús orðum sínum og hvers vegna kann áheyrendum hans að hafa fundist erfitt að gera það sem hann fór fram á?
4 Margir þeirra, sem Jesús talaði við, reyndu eftir fremsta megni að vera löghlýðnir en voru að sligast undan ‚þungum byrðum‘ því að leiðtogar Gyðinga höfðu gert trúna að byrði. (Matteus 23:4) Þeir einblíndu á reglur sem snertu næstum öll svið lífsins. Þætti þér ekki íþyngjandi að heyra sífellt: „Þú skalt eigi“ gera þetta eða hitt? Jesús bauð áheyrendum sínum hins vegar sannleika, réttlæti og betra líf. Til að kynnast hinum sanna Guði þurfum við að gefa gaum að Jesú Kristi því að hann birti mönnum, og birtir enn, hvernig Jehóva er. Hann sagði: „Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn.“ — Jóhannes 14:9.
Ert þú undir of miklu álagi?
5, 6. Hvernig voru vinnuaðstæður og laun á dögum Jesú í samanburði við nútímann?
5 Vera má að þetta mál sé þér hugleikið ef atvinna þín eða fjölskylduaðstæður valda þér áhyggjum eða aðrar skyldur virðast vera að bera þig ofurliði. Sé svo svipar þér til einlægs fólks sem Jesús hitti og hjálpaði. Það getur til dæmis verið erfitt að afla sér lífsviðurværis. Margir berjast í bökkum líkt og fólk gerði á dögum Jesú.
6 Í þá daga strituðu verkamenn 12 tíma á dag sex daga vikunnar og daglaunin voru yfirleitt ekki nema einn denar. (Matteus 20:2-10) Er það sambærilegt við það sem þú og vinir þínir hafa í laun? Það er hægara sagt en gert að bera saman vinnulaun að fornu og nýju en þó má bera saman kaupmáttinn. Fræðimaður telur að á dögum Jesú hafi brauðhleifur úr fjórum bollum af hveiti kostað um það bil klukkustundar laun. Annar fræðimaður segir að bikar af góðu víni hafi kostað um tveggja stunda laun. Það sýnir að fólk stritaði mikið og lengi á þeim tíma til að draga fram lífið. Það þarfnaðist endurnæringar og hvíldar eins og við. Oft er þrýst á starfsfólk að auka afköst sín. Og oft hefur fólk ekki nægan tíma til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Þráir þú ekki lausn?
7. Hvernig tók fólk boðskap Jesú?
7 Boð Jesú til allra sem ‚erfiði höfðu og þungar byrðar‘ á sínum tíma hefur augljóslega verið mjög freistandi fyrir marga áheyrendur hans. (Matteus 4:25; Markús 3:7, 8) Og gleymum ekki loforðinu sem Jesús bætti við: „Ég mun veita yður hvíld.“ Þetta loforð er enn í gildi. Því er beint til okkar ef við ‚erfiðum og höfum þungar byrðar.‘ Það getur einnig átt við ástvini okkar sem svipað er ástatt hjá.
8. Hvernig geta barnauppeldi og elli stuðlað að streitu?
8 Það er margt fleira sem hvílir þungt á fólki. Barnauppeldi er mjög krefjandi. Meira að segja getur verið erfitt að vera barn. Æ fleira fólk á öllum aldri á við andlega og líkamlega vanheilsu að stríða og enda þótt fólk lifi almennt lengur en áður þarf gamalt fólk að glíma við viss vandamál þrátt fyrir framfarir á sviði læknisfræðinnar. — Prédikarinn 12:1.
Undir okinu
9, 10. Hvað táknaði ok til forna og hvers vegna bauð Jesús fólki að taka sitt ok?
9 Veitum athygli tilvitnuninni í Matteus 11:28, 29 þar sem Jesús segir: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér.“ Almenningi á þeim tíma hefur sennilega liðið eins og hann stritaði með ok á herðum. Ok hefur frá örófi alda táknað þrælkun og ánauð. (1. Mósebók 27:40; 3. Mósebók 26:13; 5. Mósebók 28:48) Margir daglaunamannanna, sem Jesús hitti, unnu með bókstaflegt ok á herðum og báru þungar byrðar. Það fór eftir lögun oksins hvort það særði eða fór vel með axlirnar og hálsinn. Jesús var smiður og hefur hugsanlega smíðað ok. Þess vegna vissi hann eflaust hvernig hægt var að gera ok „ljúft.“ Vera má að hann hafi fóðrað snertifletina með leðri eða klæði til að gera okið eins þægilegt og kostur var.
10 Þegar Jesús sagði „takið á yður mitt ok“ hefur hann hugsanlega verið að líkja sjálfum sér við mann sem hefur í boði vel smíðuð ok er voru ‚ljúf‘ fyrir bæði herðar og háls verkamanna. Þess vegna bætti hann við: ‚Byrði mín er létt.‘ Það gefur til kynna að okið sjálft hafi ekki verið óþægilegt og vinnan ekki heldur þrælkun. Þegar Jesús bauð áheyrendum sínum ok sitt átti það ekki að vera skyndilausn undan öllum erfiðleikum þess tíma. Samt sem áður myndi viðhorfsbreytingin, sem hann boðaði, veita mikla hvíld. Breyting á lífsmáta fólks og vinnuaðferðum myndi líka endurnæra það. En mestu máli skipti ljóslifandi og traust von sem gerði fólki kleift að draga úr streitu.
Þú getur öðlast hvíld
11. Hvers vegna gaf Jesús ekki í skyn að fólk myndi einfaldlega skipta um ok?
11 Tökum eftir að Jesús sagði ekki að fólk ætti að taka á sig nýtt ok í skiptum fyrir annað. Rómaveldi stjórnaði landinu áfram líkt og ríkisstjórnir okkar tíma halda um stjórnartaumana þar sem kristnir menn búa. Skattheimta Rómverja á fyrstu öldinni hætti ekki. Veikindi og fjárhagserfiðleikar héldu áfram. Fólk var áfram undirorpið ófullkomleika og synd. Samt gat það hlotið hvíld með því að taka við kenningu Jesú. Við getum það líka.
12, 13. Á hvað lagði Jesús áherslu að myndi veita hvíld, og hvaða áhrif hafði það á suma?
12 Það kom í ljós að myndlíking Jesú um okið átti ekki síst við það að gera menn að lærisveinum. Það leikur enginn vafi á því að aðalstarf Jesú var að kenna öðrum og hann lagði mesta áherslu á ríki Guðs. (Matteus 4:23) Þegar hann sagði: „Takið á yður mitt ok,“ átti hann örugglega við það að fólk fetaði í fótspor hans og framkvæmdi þetta starf. Guðspjöllin sýna að Jesús hafði þau áhrif á einlægt fólk að það breytti um atvinnu, en lífsviðurværið var eitt helsta áhyggjuefni fólks. Höfum hugfast að hann sagði við Pétur, Andrés, Jakob og Jóhannes: „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ (Markús 1:16-21) Jesús sýndi þessum fiskimönnum fram á hve ánægjulegt það yrði fyrir þá að leggja stund á það sem var honum mikilvægast í lífinu. Og hann myndi leiðbeina þeim og aðstoða þá.
Lúkasi 5:1-11. Fjórir fiskimenn höfðu stritað alla nóttina en ekki veitt neitt. Allt í einu fyllast netin! En það var engin tilviljun, því að Jesús átti hlut að máli. Fjórmenningarnir litu til lands og sáu mikinn mannfjölda sem hafði einlægan áhuga á kenningum Jesú. Þetta varpaði ljósi á orð Jesú: ‚Héðan í frá skuluð þið menn veiða.‘ Hver urðu viðbrögðin? „Þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.“
13 Sumir áheyrendur og samlandar hans skildu hvað hann átti við og sýndu það í verki. Reyndu að sjá fyrir þér strönd Galíleuvatns sem við lesum um í14. (a) Hvernig er hægt að öðlast hvíld nú á tímum? (b) Hvaða endurnærandi fagnaðarerindi boðaði Jesús?
14 Þú getur brugðist við á svipaðan hátt. Það er enn verið að kenna fólki sannindi Biblíunnar. Um sex milljónir votta Jehóva um heim allan hafa ‚tekið á sig ok Jesú‘ og farið að ‚veiða menn.‘ (Matteus 4:19) Sumir hafa gert þetta að aðalstarfi sínu en aðrir gera eins mikið og þeir geta í hlutastarfi. Öllum finnst það hvíld og það hefur minnkað streituna í lífi þeirra. Þeir gera það sem þeir hafa gaman af, segja öðrum góðar fréttir — boða „fagnaðarerindið um ríkið.“ (Matteus 4:23) Það er alltaf ánægjulegt að flytja góðar fréttir og sérstaklega þetta fagnaðarerindi. Biblían lætur okkur í té það sem þarf til að sannfæra fólk um að það geti dregið úr álaginu í lífinu. — 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.
15. Hvernig geta kenningar Jesú um lífið orðið þér til góðs?
15 Kenningar Jesú um rétt líferni eru meira að segja gagnlegar fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að læra um ríki Guðs. Margir geta með sanni sagt að kenningar Jesú hafi veitt þeim hvíld og hjálpað þeim að gerbreyta lífi sínu. Þú getur líka sannreynt það með því að athuga nokkrar lífsreglur sem eru nefndar í
frásögunni af lífi og þjónustu Jesú, einkum í guðspjöllum Matteusar, Markúsar og Lúkasar.Að öðlast hvíld
16, 17. (a) Hvar má finna helstu kenningar Jesú? (b) Hvað er nauðsynlegt að gera til að kenningar Jesú veiti manni hvíld?
16 Jesús hélt ræðu vorið 31 sem er þekkt um heim allan enn í dag og oftast kölluð fjallræðan. Hún er skráð í Matteusi kafla 5 til 7 og Lúkasi kafla 6 og er yfirlit yfir margar af kenningum hans. Fleiri kenningar Jesú má finna annars staðar í guðspjöllunum. Flest af því sem hann sagði skýrir sig sjálft, en það er oft hægara sagt en gert að fara eftir því. Væri ekki heillaráð að lesa þessa kafla vandlega, íhuga þá og láta kraftinn í hugmyndum hans móta hugsun sína og viðhorf?
17 Vitanlega má flokka kenningar Jesú á ýmsa vegu. Við skulum flokka þær helstu þannig að ein kenning sé fyrir hvern dag mánaðarins, og setja okkur það markmið að fara eftir þeim. Hvernig þá? Lesum þær ekki í flýti. Minnumst ríka höfðingjans sem sagði við Jesú Krist: „Hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús taldi upp mikilvægar kröfur lögmáls Guðs og maðurinn kvaðst uppfylla þær. En honum var ljóst að hann þurfti að gera meira. Jesús bað hann um að leggja meira á sig til að sýna í verki að hann færi eftir frumreglum Guðs og væri virkur lærisveinn. En maðurinn vildi greinilega ekki leggja svo mikið á sig. (Lúkas 18:18-23) Þeir sem vilja læra kenningar Jesú núna verða að muna að það er eitt að trúa þeim og annað að tileinka sér þær og draga þannig úr streitu.
18. Bentu á hvernig hafa megi gagn af meðfylgjandi rammagrein.
18 Til að íhuga kenningar Jesú og fara eftir þeim skulum við byrja á því að skoða 1. spurningalið Matteus 5:3-9. Vissulega væri hægt að íhuga vel og lengi þær frábæru leiðbeiningar sem fram koma í þessum versum. En hvaða viðhorf finnst þér þessi vers í heild boða? Hvað gæti gagnast þér ef þú þráir að draga úr streituáhrifum í lífi þínu? Hvernig getur það orðið þér til góðs að gefa andlegum málum meiri gaum en áður og fylla hugann slíkum hugsunum? Er eitthvað í lífi þínu sem þú þarft að leggja minna upp úr til þess að geta gefið andlegum málum meiri gaum? Það gæti orðið gæfuspor.
í meðfylgjandi rammagrein en hann fjallar um19. Hvað er hægt að gera til að auka innsæi sitt og skilning?
19 Næsta skref gæti verið að ræða um þessi vers við annan þjón Guðs, til dæmis maka þinn, náinn ættingja eða vin. (Orðskviðirnir 18:24; 20:5) Munum að ríki höfðinginn lagði þessi mál fyrir annan mann, Jesú. Hann hefði getað aukið horfur sínar á hamingju og varanlegu lífi með því að bregðast rétt við. Það jafnast enginn á við Jesú en engu að síður er gagnlegt fyrir alla að ræða við trúsystkini sín um kenningar hans. Reyndu að gera það fljótlega.
20, 21. Hvaða aðferð er hægt að nota til að tileinka sér kenningar Jesú og hvernig má meta framfarirnar?
20 Lítum aftur á rammagreinina „Gagnlegar kenningar.“ Kenningarnar eru flokkaðar þannig að hægt sé að íhuga að minnsta kosti eina á dag. Gott er að lesa fyrst orð Jesú, sem vísað er til, og hugleiða þau síðan. Íhugaðu hvernig þú getir farið eftir þeim. Ef þú gerir það nú þegar skaltu reyna að koma auga á eitthvað fleira sem þú gætir gert til að fara eftir þeirri kenningu. Reyndu að fara eftir henni samdægurs. Ef þú átt erfitt með að skilja kenninguna eða sjá hvernig hægt sé að fara eftir henni skaltu taka annan dag til viðbótar. En þú þarft ekki að vera búinn að ná fullum tökum á hverri einustu kenningu áður en sú næsta er tekin fyrir. Hugleiddu aðra kenningu næsta dag. Í lok vikunnar gætirðu skoðað hvernig þér hefur gengið að tileinka þér fjórar til fimm kenningar. Í annarri vikunni skaltu bæta meiru við á hverjum degi. Misstu ekki móðinn þótt þér mistakist að tileinka þér einhverja kenningu. Allir kristnir menn verða fyrir því. (2. Kroníkubók 6:36; Sálmur 130:3; Prédikarinn 7:20; Jakobsbréfið 3:8) Haltu áfram þriðju og fjórðu vikuna.
21 Eftir um það bil mánuð hefurðu líklega farið yfir alla spurningaliðina 31. Hvernig ætli þér líði þá? Ætli þú verðir ekki glaðari og afslappaðri? Þótt þú takir ekki miklum framförum muntu að öllum líkindum finna minna fyrir streitu eða ráða betur við hana og vera búinn að koma þér upp aðferð til að halda áfram. Það eru líka mörg önnur góð atriði í kenningum Jesú sem eru ekki á listanum. Væri ekki heillaráð að reyna að finna þau og fara eftir þeim? —22. Hvaða árangur getur það haft að fylgja kenningum Jesú og hvað annað verðskuldar nánari athugun?
22 Eins og sjá má er ok Jesú ljúft þótt það sé ekki alveg þyngdarlaust. Kenningar hans eru léttar og það er auðvelt að vera lærisveinn hans. „Í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung,“ sagði Jóhannes sem hafði rösklega 60 ára reynslu af því og var kær vinur Jesú. (1. Jóhannesarbréf 5:3) Þú getur haft sömu fullvissu. Þeim mun lengur sem maður fer eftir kenningum Jesú, því betur gerir maður sér grein fyrir því að margir algengir streituvaldar hafa ekki lengur sömu áhrif á mann. Þú átt eftir að komast að því að það er mikill léttir. (Sálmur 34:9) Hið ljúfa ok Jesú hefur annan flöt sem er líka nauðsynlegt að gefa gaum. Hann nefndi einnig að hann væri „hógvær og af hjarta lítillátur.“ Hvernig samræmist það því sem við lærum um hann og líkjum eftir í fari hans? Það er tekið fyrir í næstu grein. — Matteus 11:29.
Hvert er svar þitt?
• Hvers vegna ættum við að leita til Jesú til að fá ráð við of mikilli streitu?
• Hvað táknaði ok og hvers vegna?
• Hvers vegna bauð Jesús fólki að taka ok sitt?
• Hvernig er hægt að endurnærast andlega?
[Spurningar]
[Rammi á blaðsíðu 23]
Árstexti Votta Jehóva árið 2002 verður: „Komið til mín . . . og ég mun veita yður hvíld.“ — Matteus 11:28.
[Rammagrein/mynd á blaðsíðu 24, 25]
Gagnlegar kenningar
Hvaða hollráð er að finna í 5. til 7. kafla Matteusar? Kaflarnir innihalda kenningar sem meistarinn Jesús boðaði á fjallshlíð í Galíleu. Lestu versin, sem vísað er til hér á eftir, í biblíunni þinni og spyrðu sjálfan þig eftirfarandi spurninga.
1. 5:3-9 Hvað segir þetta mér um viðhorf mín almennt? Hvað get ég gert til að verða hamingusamari? Hvernig get ég gefið meiri gaum að andlegum þörfum mínum?
2. 5:25, 26 Hvað er betra en að vera ósáttfús og þrætugjarn? — Lúkas 12:58, 59.
3. 5:27-30 Hvað má álykta um rómantíska dagdrauma af orðum Jesú? Hvernig get ég stuðlað að hamingju og hugarró með því að forðast slíkt?
4. 5:38-42 Nútímaþjóðfélag hvetur fólk til að vera ákveðið og metnaðargjarnt, en hvers vegna ætti ég að varast það eftir fremsta megni?
5. 5:43-48 Hvers vegna ætti ég að kynnast betur samstarfsfólki sem ég kann að hafa álitið óvinveitt mér? Hvernig getur það komið í veg fyrir eða dregið úr spennu?
6. 6:14, 15 Á ég stundum bágt með að fyrirgefa? Gæti orsökin þá verið öfund og gremja? Hvernig er hægt að breyta því?
7. 6:16-18 Hef ég tilhneigingu til að hugsa meira um ytra útlit en minn innri mann? Fyrir hverju ætti ég að vera betur vakandi?
8. 6:19-32 Hvaða afleiðingar gæti það haft að hugsa of mikið um peninga og eignir? Hvað ætti ég að íhuga til að varðveita jafnvægi í þessum efnum?
9. 7:1-5 Hvernig líður mér í návist fólks sem er dómhart, gagnrýnið og með sífelldar aðfinnslur? Af hverju er þýðingarmikið fyrir mig að varast að vera þannig?
10. 7:7-11 Staðfesta í bæn til Guðs er lofsverð. En hvað um staðfestu mína á öðrum sviðum lífsins? — Lúkas 11:5-13.
11. 7:12 Ég þekki gullnu regluna vel, en fer ég yfirleitt eftir henni í samskiptum við aðra?
12. 7:24-27 Þar sem ég ber ábyrgð á eigin lífi, hvernig get ég undirbúið mig betur undir storma lífsins og flóðbylgjur erfiðleika? Hvers vegna ætti ég að velta þessu fyrir mér núna? — Lúkas 6:46-49.
Fleiri kenningar til íhugunar:
13. 8:2, 3 Hvernig get ég sýnt þeim verr settu umhyggju eins og Jesús gerði svo oft?
14. 9:9-38 Hvaða hlutverki gegnir miskunnsemi í lífi mínu og hvernig get ég látið hana meira í ljós?
15. 12:19 Reyni ég eftir fremsta megni að forðast illdeilur eins og spádómarnir um Jesú hafa kennt mér?
16. 12:20, 21 Hvernig get ég verið til blessunar með því að troða ekki á öðrum í orði eða verki?
17. 12:34-37 Um hvað tala ég almennt? Þegar ég kreisti appelsínu kemur út appelsínusafi. Hvers vegna ætti ég að hugleiða hvað býr hið innra með mér, í hjartanu? — Markús 7:20-23.
18. 15:4-6 Hvað get ég lært af orðum Jesú um ástúðlega umhyggju fyrir öldruðu fólki?
19. 19:13-15 Fyrir hvað þarf ég að taka mér tíma?
20. 20:25-28 Hvers vegna borgar sig ekki að beita valdi, valdsins vegna? Hvernig get ég líkt eftir Jesú á þessu sviði?
Viðbótarhugleiðingar sem Markús skráði:
21. 4:24, 25 Hvaða þýðingu hefur framkoma mín við aðra?
22. 9:50 Hver gæti árangurinn orðið ef ég sýni smekkvísi í orði og verki?
Að lokum má nefna fáeinar kenningar sem Lúkas skráði:
23. 8:11, 14 Hvaða afleiðingar gæti það haft ef ég léti áhyggjur, ríkidæmi, skemmtun og nautnir stjórna lífi mínu?
24. 9:1-6 Á hvað lagði Jesús megináherslu þótt hann hefði kraft til að lækna sjúka?
25. 9:52-56 Móðgast ég fljótt? Forðast ég hefnigirni?
26. 9:62 Hvaða augum ætti ég að líta þá ábyrgð mína að boða ríki Guðs?
27. 10:29-37 Hvernig get ég sýnt að ég sé góður granni en ekki skeytingarlaus?
28. 11:33-36 Hvaða breytingar gæti ég gert til að einfalda líf mitt?
29. 12:15 Hvaða samband er á milli lífs og eigna?
30. 14:28-30 Við hvað gæti ég sloppið ef ég tæki mér tíma til að vega og meta ákvarðanir mínar og hvernig gæti það orðið til blessunar?
31. 16:10-12 Hvaða hag hef ég af því að lifa ráðvöndu lífi?
[Myndir á blaðsíðu 26]
Endurnærandi björgunarstarf er framkvæmt undir oki Jesú.