Hinrik áttundi og biblían
Hinrik áttundi og biblían
WINSTON CHURCHILL segir í bók sinni, History of the English-Speaking Peoples (2. bindi): „Siðaskiptin ollu straumhvörfum á vettvangi trúmálanna er Biblían öðlaðist nýtt og víðtækt áhrifavald. Eldri kynslóðin áleit bókina helgu hættulega í höndum leikmanna og taldi að engir nema prestar ættu að lesa hana.“
Hann heldur áfram: „Öll Biblían hafði fyrst komið út á prenti síðla hausts 1535 í enskri þýðingu Tyndales og Coverdales og var nú komin út í nokkrum útgáfum. Stjórnin brýndi fyrir prestastéttinni að hvetja til biblíulestrar.“ Englendingar áttu nú að kynnast Biblíunni eftir aldalanga vanþekkingu á henni, en það var ekki kirkjunni að þakka heldur stjórn Hinriks áttunda. *
„Það var síðan annað reiðarslag fyrir menn af gamla skólanum er stjórnin lét hefja stórfellda prentun á enskum biblíum í París. Þær voru íburðarmeiri en allar fyrri útgáfur, og árið 1538 fyrirskipaði stjórnin að allar kirkjusóknir í landinu skyldu kaupa enska biblíu í stærsta broti er komið skyldi fyrir í hverri kirkju þannig að sóknarbörnin hefðu sem greiðastan aðgang að henni til lestrar. Sex eintök voru sett fram í Sankti Páls dómkirkjunni í Lundúnum og þangað þyrptist fólk alla daga til að lesa, ekki síst, er okkur sagt, ef einhver var tiltækur sem hafði frambærilega rödd til upplestrar.“
Allt of fáir gefa sér því miður tíma núorðið til að lesa að staðaldri í Biblíunni. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni því að Biblían ein er „innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:16.
[Neðanmáls]
^ gr. 3 Hinriki áttundi réði ríkum á Englandi frá 1509 til 1547.
[Mynd credit line á blaðsíðu 32]
Hinrik áttundi: Málverk í Royal Gallery í Kensington, úr bókinni The History of Protestantism (1. bindi).