‚Hann mun nálgast þig‘
‚Hann mun nálgast þig‘
„Eigi er hann langt frá neinum af oss.“ — POSTULASAGAN 17:27.
1, 2. (a) Hvaða spurning gæti vaknað um skaparann þegar við horfum á stjörnum prýddan himininn? (b) Hvernig fullvissar Biblían okkur um að mennirnir séu síður en svo ómerkilegir í augum Guðs?
HEFURÐU einhvern tíma horft með aðdáun á stjörnurnar á heiðskírri nóttu? Fjöldinn er slíkur og víðátta himingeimsins svo mögnuð að við getum ekki annað en fyllst lotningu. Jörðin er eins og agnarlítið rykkorn í ómælivíddum alheimsins. Merkir það að skaparinn, „Hinn hæsti yfir allri jörðunni,“ sé of hátt upp hafinn til að sinna mönnunum eða of fjarlægur og órannsakanlegur til að þeir fái þekkt hann? — Sálmur 83:19.
2 Biblían fullvissar okkur um að mennirnir séu síður en svo ómerkilegir í augum Jehóva. Orð Guðs hvetur okkur jafnvel til að leita hans Postulasagan 17:27; 1. Kroníkubók 28:9) Hann bregst meira að segja vel við ef við leggjum okkur fram um að nálgast hann. Hvernig? Árstextinn 2003 svarar því mjög svo hlýlega: „Þá mun hann nálgast yður.“ (Jakobsbréfið 4:8) Við skulum nú ræða um þá blessun sem Jehóva úthellir yfir þá sem eru nálægir honum.
og segir: „Eigi er hann langt frá neinum af oss.“ (Gjöf frá Jehóva sjálfum
3. Hvaða gjöf gefur Jehóva þeim sem nálægja sig honum?
3 Í fyrsta lagi hafa þjónar Jehóva fengið dýrmæta gjöf frá honum. Þessi gjöf fæst ekki keypt fyrir allan heimsins auð og engin völd eða menntun í þessu heimskerfi geta veitt manni hana. Þetta er gjöf sem Jehóva gefur engum nema þeim sem halda nánu sambandi við hann. Hvaða gjöf er þetta? Orð Guðs svarar: „Ef þú . . . hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði. Því að Drottinn veitir speki.“ (Orðskviðirnir 2:3-6) Hugsa sér að ófullkomnir menn skuli geta fengið ‚þekkingu á Guði‘! Þessari gjöf — þekkingunni sem er að finna í orði Guðs — er líkt við ‚fólgna fjársjóði.‘ Af hverju?
4, 5. Hvers vegna er hægt að líkja ‚þekkingunni á Guði‘ við ‚fólgna fjársjóði‘? Lýstu með dæmi.
4 Ein ástæðan er sú að þekkingin á Guði er afar verðmæt. Vonin um eilíft líf er einhver dýrmætasta blessunin sem fylgir henni. (Jóhannes 17:3) En þessi þekking auðgar líf okkar nú þegar. Til dæmis höfum við með rækilegu biblíunámi fengið svör við mikilvægum spurningum svo sem: Hvað heitir Guð? (Sálmur 83:18, NW ) Hvað verður um manninn þegar hann deyr? (Prédikarinn 9:5, 10) Hvað ætlast Guð fyrir með jörðina og mannkynið? (Jesaja 45:18) Við höfum einnig gert okkur grein fyrir að besta leiðin til að lifa lífinu er sú að fara eftir viturlegum ráðum Biblíunnar. (Jesaja 30:20, 21; 48:17, 18) Við höfum þar af leiðandi örugga leiðsögn sem auðveldar okkur að takast á við áhyggjur lífsins og lifa þannig að við njótum hamingju og lífsfyllingar. Síðast en ekki síst höfum við kynnst einstökum eiginleikum Jehóva af biblíunámi okkar og nálægt okkur honum. Hvað getur verið verðmætara en náið samband við Jehóva byggt á þekkingu á honum?
5 Það er önnur ástæða fyrir því að það má líkja þekkingunni á Guði við ‚fólgna fjársjóði.‘ Eins og margir fjársjóðir er hún frekar sjaldgæf í þessum heimi. Af þeim sex milljörðum manna, sem búa á jörðinni, hafa um sex milljónir, eða hér um bil 1 af hverjum 1000, fundið ‚þekkingu á Guði‘ og lært að tilbiðja hann. Við skulum skoða eina biblíuspurningu til að sýna fram á hve fágætt það er að þekkja sannleikann í orði Guðs: Hvað verður um manninn við dauðann? Við vitum að Biblían segir að sálin deyi og að hinir dánu séu án meðvitundar. (Esekíel 18:4) Flest af trúarbrögðum heims aðhyllast hins vegar þá falstrú að innra með manninum sé eitthvað sem haldi áfram að lifa eftir að líkaminn deyr. Hún er ein af máttarstoðum þeirra trúarbragða sem kölluð eru kristin. Hún er einnig ríkjandi í búddhatrú, gyðingdómi, hindúatrú, íslam, jainatrú, síkatrú, sjintótrú og taóisma. Hugsaðu þér — milljarðar manna láta blekkjast af einni falskenningu!
6, 7. (a) Hverjir eru þeir einu sem finna ‚þekkingu á Guði‘? (b) Hvaða dæmi sýnir að Jehóva hefur veitt okkur skilning sem gengur úr greipum margra ‚spekinga og hyggindamanna‘?
6 Hvers vegna hafa ekki fleiri en raun ber 1. Korintubréf 1:26) Margir meðal þeirra myndu eflaust vera kallaðir „ólærðir leikmenn“ samkvæmt mælikvarða heimsins. (Postulasagan 4:13) En það skiptir ekki máli. Jehóva launar okkur fyrir eiginleika, sem hann finnur í hjörtum okkar, með því að veita okkur þekkingu á sér.
vitni fundið ‚þekkinguna á Guði‘? Vegna þess að enginn getur skilið merkinguna í orði Guðs til hlítar án hjálpar hans. Mundu að þessi þekking er gjöf og Jehóva gefur hana þeim einum sem eru fúsir til að leita heiðarlega og með auðmýkt í orði hans. Þeir eru kannski ekki „vitrir að manna dómi.“ (7 Lítum á dæmi. Margir fræðimenn kristna heimsins hafa samið viðamikil skýringarrit við Biblíuna. Í þessum ritum er gjarnan að finna sögulegar upplýsingar, skýringar á hebreskum og grískum orðum og margt fleira. Hafa þessir fræðimenn, með öllum sínum lærdómi, fundið ‚þekkinguna á Guði‘? Skilja þeir greinilega hvert er höfuðatriðið í Biblíunni — að himneskt ríki Jehóva réttlætir drottinvald hans? Vita þeir að Jehóva Guð er ekki hluti af þrenningu? Við skiljum þessi mál mjög greinilega. Af hverju? Af því að Jehóva hefur veitt okkur skilning á andlegum sannindum sem gengur úr greipum margra ‚spekinga og hyggindamanna.‘ (Matteus 11:25) Jehóva blessar vissulega þá sem eiga náið samband við hann.
„Drottinn varðveitir alla þá er elska hann“
8, 9. (a) Hvernig lýsir Davíð annarri blessun þeirra sem eiga náið samband við Jehóva? (b) Af hverju þarfnast sannkristnir menn verndar Guðs?
8 Þeir sem eiga náið samband við Jehóva búa við vernd hans sem er önnur blessun. Sálmaritarinn Davíð þekkti erfiðleika af eigin raun og hann skrifaði: „Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni. Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann, og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim. Drottinn varðveitir alla þá er elska hann.“ (Sálmur 145:18-20) Já, Jehóva er nálægur þeim sem elska hann og getur því brugðist skjótt við þegar þeir kalla á hjálp hans.
9 Hvers vegna þörfnumst við verndar Guðs? Sannkristnir menn finna vissulega fyrir því að lifa á erfiðum tímum en auk þess eru þeir helsti skotspónn Satans, erkióvinar Jehóva. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Þessi slóttugi óvinur er staðráðinn í að ‚gleypa‘ okkur. (1. Pétursbréf 5:8) Satan ofsækir okkur, þvingar og freistar. Hann leitar að viðhorfum eða hjartalagi til að notfæra sér. Það er markmið hans að veikja trú okkar og tortíma okkur andlega. (Opinberunarbókin 12:12, 17) Þar sem við eigum í höggi við svona öflugan óvin er hughreystandi að vita að Jehóva „varðveitir alla þá er elska hann.“
10. (a) Hvernig verndar Jehóva fólk sitt? (b) Í hverju er þýðingarmesta verndin fólgin og hvers vegna?
10 En hvernig varðveitir Jehóva þjóna sína? Loforð hans um vernd er ekki trygging fyrir því að við sleppum við öll vandamál í þessu heimskerfi, og það skuldbindur hann ekki til að vinna kraftaverk fyrir okkur. Hins vegar verndar Jehóva þjóna sína sem heild. Hann myndi aldrei leyfa djöflinum að útrýma 2. Pétursbréf 2:9) Vernd Jehóva er þó fyrst og fremst andlegs eðlis. Hann lætur okkur í té allt sem við þurfum til að standast prófraunir og varðveita samband okkar við sig. Til langs tíma litið er andlega verndin sú mikilvægasta. Hvers vegna? Vegna þess að svo lengi sem við eigum samband við Jehóva getur ekkert — ekki einu sinni dauðinn — unnið okkur varanlegt tjón. — Matteus 10:28.
sönnum guðsdýrkendum af jörðinni. (11. Hvað hefur Jehóva gert til að vernda fólk sitt andlega?
11 Jehóva gerir margt til að vernda þá sem eiga náið samband við hann. Í orði sínu, Biblíunni, miðlar hann okkur visku til að takast á við ýmiss konar prófraunir. (Jakobsbréfið 1:2-5) Það er töluverð vernd fólgin í því að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar. Og Jehóva gefur þeim „heilagan anda, sem biðja hann.“ (Lúkas 11:13) Andi hans er sterkasta aflið í alheiminum, þannig að hann getur vissulega gert okkur fær um að standast allar prófraunir eða freistingar sem verða á vegi okkar. Fyrir atbeina Krists gefur Jehóva okkur „gjafir í mönnum.“ (Efesusbréfið 4:8, NW ) Þessir hæfu menn leggja sig fram um að endurspegla djúpa umhyggju Jehóva þegar þeir aðstoða trúsystkini sín. — Jakobsbréfið 5:14, 15.
12, 13. (a) Hvernig sér Jehóva okkur fyrir andlegri fæðu á réttum tíma? (b) Hvað finnst þér um það sem Jehóva gerir til að tryggja andlega velferð okkar?
12 Jehóva lætur okkur einnig í té andlega fæðu á réttum tíma til að vernda okkur. (Matteus 24:45) Hann sér okkur fyrir því sem við þurfum þegar við þurfum á því að halda, og miðlar því til okkar í prentuðu máli, svo sem í tímaritunum Varðturninum og Vaknið!, en einnig á samkomum og mótum. Manstu eftir einhverju sem þú heyrðir á safnaðarsamkomu, svæðismóti eða umdæmismóti sem snerti hjarta þitt, hughreysti þig eða styrkti þig? Hefurðu einhvern tíma lesið grein í öðru hvoru tímaritinu og fundist efnið vera skrifað handa þér?
13 Sterkustu vopn Satans eru kjarkleysi og vanmáttarkennd og við erum ekki ónæm fyrir þeim. Hann veit mætavel að langvarandi vonleysi getur dregið svo úr okkur kraft að við verðum jafnvel berskjalda. (Orðskviðirnir 24:10) Við erum hjálparþurfi vegna þess að Satan reynir að notfæra sér letjandi tilfinningar. Af og til hafa birst greinar í tímaritunum Varðturninum og Vaknið! til að hjálpa okkur að berjast gegn kjarkleysi og vanmáttarkennd. Systir nokkur skrifaði um eina slíka grein: „Ég les greinina næstum daglega og ég tárast enn þá. Ég hef hana við rúmstokkinn þannig að hún sé alltaf tiltæk þegar ég verð niðurdregin. Þegar ég les greinar eins og þessa finnst mér Jehóva halda utan um mig og vernda mig.“ * Erum við ekki þakklát Jehóva fyrir að gefa okkur tímabæra, andlega fæðu? Munum að það sem hann gerir til að tryggja andlega velferð okkar er merki þess að hann sé okkur nálægur og hafi tekið okkur undir verndarvæng sinn.
Aðgangur að Guði sem „heyrir bænir“
14, 15. (a) Hvaða blessun veitir Jehóva þeim sem eru nátengdir honum? (b) Af hverju er það ómetanleg gjöf að eiga ótakmarkaðan aðgang að Jehóva í bæn?
14 Hefurðu veitt því eftirtekt að menn fjarlægjast oft undirmenn sína þegar þeim vex vald og virðing? Hvað um Jehóva Guð? Er hann of fjarlægur til að hafa áhuga á orðum sem smáir menn beina til hans? Nei, þvert á móti. Bænin er enn ein af gjöfum Jehóva til þeirra sem eiga náið samband við hann. Það er ómetanleg gjöf að hafa ótakmarkaðan aðgang að Guði sem „heyrir bænir.“ (Sálmur 65:3) Af hverju?
15 Tökum dæmi til glöggvunar. Forstjóri stórfyrirtækis hefur í mörg horn að líta. Hann ákveður hvaða mál hann annast persónulega og hver hann felur öðrum. Alvaldur alheimsins getur á svipaðan hátt ákveðið hvað hann annast sjálfur og hvað hann felur öðrum að sjá um. Jehóva hefur til dæmis falið Jesú, ástkærum syni sínum, býsna margt. Jesús hefur meðal annars fengið „vald til að halda dóm.“ (Jóhannes 5:27) Englarnir eru settir undir umsjón hans. (1. Pétursbréf 3:22) Jesús hefur hinn máttuga heilaga anda Jehóva til ráðstöfunar sem hann getur notað til að leiða lærisveina sína á jörð. (Jóhannes 15:26; 16:7) Þess vegna gat Jesús sagt: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ (Matteus 28:18) Jehóva hefur hins vegar valið að hlusta sjálfur á bænir okkar. Þess vegna segir Biblían að við eigum einungis að ávarpa Jehóva í bænum okkar og gera það í nafni Jesú. — Sálmur 69:14; Jóhannes 14:6, 13.
16. Hvers vegna getum við treyst að Jehóva hlusti í raun og veru á bænir okkar?
16 Hlustar Jehóva í raun og veru á bænir okkar? Ef honum stæði á sama um okkur myndi Rómverjabréfið 12:12; Sálmur 55:23; 1. Pétursbréf 5:7) Trúfastir þjónar Guðs á biblíutímanum treystu fullkomlega að hann hlustaði á bænir. (1. Jóhannesarbréf 5:14) Þess vegna sagði sálmaritarinn Davíð: „[Jehóva] heyrir raust mína.“ (Sálmur 55:18) Við höfum líka fulla ástæðu til að treysta að Jehóva sé okkur nálægur, reiðubúinn að hlusta þegar við tjáum honum hugsanir okkar og áhyggjur.
hann aldrei hvetja okkur til að vera ‚staðfastir í bæninni‘ eða að varpa byrðum okkar og áhyggjum á sig. (Jehóva umbunar þjónum sínum
17, 18. (a) Hvað finnst Jehóva um trúfasta þjónustu vitiborinna sköpunarvera sinna? (b) Hvernig sýna Orðskviðirnir 19:17 að Jehóva gefur gaum að miskunnarverkum okkar?
17 Jehóva er alheimsdrottinn þannig að það hefur engin áhrif á stöðu hans hvað smáir menn kjósa að gera eða gera ekki. En Jehóva er þakklátur Guð. Hann metur það mikils þegar vitibornar sköpunarverur hans þjóna honum dyggilega og hann umbunar þjónum sínum. (Sálmur 147:11) Það er enn ein blessunin sem fylgir nánu sambandi við hann. — Hebreabréfið 11:6.
18 Augljóst er af Biblíunni að Jehóva kann að meta það sem dýrkendur hans gera. Við lesum til dæmis: „Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans.“ (Orðskviðirnir 19:17) Móselögin endurspegla miskunn Jehóva og umhyggju fyrir bágstöddum. (3. Mósebók 14:21; 19:15) Hvað finnst Jehóva um það að við líkjum eftir miskunn hans gagnvart bágstöddum? Þegar við gefum bágstöddum og væntum einskis í staðinn lítur Jehóva á það sem lán til sín. Hann lofar að endurgreiða skuldina með velþóknun sinni og blessun. (Orðskviðirnir 10:22; Matteus 6:3, 4; Lúkas 14:12-14) Þegar við sýnum þurfandi trúsystkini umhyggju snertir það hjarta hans. Við megum vera innilega þakklát fyrir að faðir okkar á himnum gefur gaum að miskunnarverkum okkar. — Matteus 5:7.
19. (a) Hvers vegna getum við treyst að Jehóva kunni að meta boðunarstarf okkar og kennslu? (b) Hvernig launar Jehóva okkur fyrir þjónustu okkar í þágu ríkis síns?
19 Jehóva þykir sérstaklega vænt um það sem við gerum í þágu ríkis hans. Þegar við nálægjum okkur honum er eðlilegt að við viljum nota tíma okkar, krafta og fjármuni til að taka sem mestan þátt í að boða ríki hans og gera Matteus 28:19, 20) Kannski finnst okkur stundum að við áorkum litlu. Hið ófullkomna hjarta getur jafnvel gert okkur efins um að Jehóva sé ánægður með viðleitni okkar. (1. Jóhannesarbréf 3:19, 20) En Jehóva kann að meta allar gjafir, hversu smáar sem þær eru, svo framarlega sem þær eru gefnar af kærleika. (Markús 12:41-44) Biblían fullvissar okkur um að ‚Guð sé ekki ranglátur. Hann gleymir ekki verki okkar og kærleikanum sem við auðsýnum nafni hans.‘ (Hebreabréfið 6:10) Jehóva man jafnvel eftir því smæsta sem við gerum í þágu ríkis hans og launar okkur það. Við búum bæði við andlega blessun núna og getum hlakkað til gleðinnar í nýja heiminum sem er framundan, þegar Jehóva lýkur upp hendi sinni og svalar réttmætum löngunum allra sem halda nánu sambandi við hann. — Sálmur 145:16; 2. Pétursbréf 3:13.
menn að lærisveinum. (20. Hvernig getum við haft árstextann í huga árið 2003 og með hvaða árangri?
20 Árið 2003 skulum við spyrja okkur hvort við leggjum okkur stöðugt fram við að nálægja okkur föðurnum á himnum. Ef við gerum það getum við treyst að hann bregðist við eins og hann hefur lofað. ‚Guð lýgur ekki.‘ (Títusarbréfið 1:2) Ef þú nálægir þig honum nálgast hann þig með þeim árangri að þú hlýtur ríkulega blessun núna og átt í vændum að styrkja sambandið við Jehóva um alla eilífð. — Jakobsbréfið 4:8.
[Neðanmáls]
^ gr. 13 Umrædd grein heitir „Jehovah Is Greater Than Our Hearts“ og birtist í enskri útgáfu Varðturnsins 1. maí 2000, bls. 28-31.
Manstu?
• Hvaða gjöf gefur Jehóva þeim sem nálægja sig honum?
• Hvað gerir Jehóva til að vernda þjóna sína andlega?
• Af hverju eru það einstæð sérréttindi að eiga ótakmarkaðan aðgang að Jehóva í bæn?
• Hvernig sýnir Biblían að Jehóva kann að meta trúfasta þjónustu vitiborinna sköpunarvera sinna?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 25]
Jehóva hefur veitt okkur skilning á andlegum sannindum.
[Myndir á blaðsíðu 26, 27]
Jehóva verndar okkur andlega.
[Mynd á blaðsíðu 28]
Jehóva er nálægur og reiðubúinn að heyra sérhverja bæn okkar.