Þér er boðið. . .
Þér er boðið. . .
DROTTINN Jesús Kristur stofnaði til síðustu kvöldmáltíðarinnar fyrir um 2000 árum. Þessi kvöldmáltíð er meira en aðeins sögulegur atburður og frá því að henni var komið á hefur hún haft mikil áhrif á fólk. Margir hafa orðið mjög snortnir og leitast við að minnast máltíðarinnar með ýmsu móti eftir að hafa lesið í guðspjöllunum um hvað gerðist þetta kvöld.
Þessi áhugi á kvöldmáltíð Drottins er mjög skiljanlegur þar sem Jesús Kristur bauð fylgjendum sínum að minnast þessa atburðar á reglulegum grundvelli. Hann sagði skýrt og skorinort: „Gjörið þetta í mína minningu.“ — Lúkas 22:19; 1. Korintubréf 11:23-25.
En við verðum auðvitað að hafa nákvæman skilning á hver þýðing kvöldmáltíðarinnar er til að njóta góðs af henni. Þennan skilning getum við fundið í orði Guðs, Biblíunni. Þar að auki er mikilvægt að vita hvenær og hvernig á að halda kvöldmáltíðina að sögn Biblíunnar.
Vottar Jehóva hafa boð Jesú í huga og safnast saman um heim allan miðvikudagskvöldið 16. apríl 2003 til að minnast dauða hans. Þá fá þeir tækifæri til að rannsaka Ritninguna og glæða trú sína og kærleika til Drottins Jesú Krists sem sagði: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16) Við bjóðum þér að vera viðstaddur kvöldmáltíðina svo að þú getir einnig styrkt kærleika þinn og trú á Jesú Krist og föðurinn á himnum, Jehóva Guð.