Kvöldmáltíð Drottins hefur mikla þýðingu fyrir þig
Kvöldmáltíð Drottins hefur mikla þýðingu fyrir þig
HEFUR kvöldmáltíð Drottins verulega og varanlega þýðingu fyrir þig? Til að leita svars við því skulum við byrja á því að kanna hvaða merkingu Jesús Kristur lagði sjálfur í þennan sérstaka atburð.
Jesús og postular hans 12 komu saman í loftstofu í Jerúsalem kvöldið 14. nísan árið 33 til að halda hina árlegu páskahátíð. Júdas yfirgaf staðinn til að svíkja Jesú eftir að þeir höfðu borðað páskamáltíðina. (Jóhannes 13:21, 26-30) Jesús innleiddi þá ‚máltíð Drottins‘ með þeim 11 postulum sem eftir voru. (1. Korintubréf 11:20) Hún er líka kölluð minningarhátíðin því að Jesús sagði fylgjendum sínum að ‚gera þetta í sína minningu.‘ Þetta er eini atburðurinn sem kristnum mönnum er fyrirskipað að minnast með hátíðlegum hætti. — 1. Korintubréf 11:24.
Oft er reist minnismerki eða ákveðinn dagur valinn til að minnast einhvers stórmennis eða merkisatburðar. Jesús stofnaði til minningarmáltíðar til að hjálpa lærisveinum sínum að varðveita minninguna um hina mjög svo mikilvægu atburði þessa mikilvæga dags. Þessi hátíð myndi minna ókomnar kynslóðir á djúpstæða þýðingu þess sem Jesús gerði þetta kvöld, einkum á gildi brauðsins og vínsins. Hvað táknaði brauðið og vínið sem Jesús notaði? Lítum á frásögn Biblíunnar af því sem gerðist þetta kvöld árið 33.
Heilög tákn
„Hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: ‚Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu.‘“ — Lúkas 22:19.
Þegar Jesús tók brauðið og sagði: „Þetta er líkami minn,“ átti hann við það að ósýrða brauðið táknaði syndlausan líkama sinn sem hann gaf „heiminum til lífs.“ (Jóhannes 6:51) Orðabókin Greek-English Lexicon of the New Testament segir að gríska sagnorðið estin, sem er þýtt „er“ í sumum biblíum, merki oft „að tákna, merkja, fela í sér.“ Það felur í sér hugsunina að standa fyrir eða vera tákn um eitthvað annað. — Matteus 26:26.
Hið sama er að segja um vínbikarinn. Jesús sagði: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.“ — Lúkas 22:20.
Samkvæmt frásögn Matteusar sagði Jesús um bikarinn: „Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, Matteus 26:28) Jesús notaði vínið í bikarnum sem tákn um blóð sitt en úthellt blóð hans átti að vera grundvöllur ‚nýs sáttmála‘ við andasmurða lærisveina hans sem áttu að stjórna með honum á himnum sem konungar og prestar. — Jeremía 31:31-33; Jóhannes 14:2, 3; 2. Korintubréf 5:5; Opinberunarbókin 1:5, 6; 5:9, 10; 20:4, 6.
úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda.“ (Vínið í bikarnum minnir einnig á að úthellt blóð Jesú myndi vera grundvöllur að ‚fyrirgefningu synda‘ og opna þeim sem neyttu af því leiðina svo að hægt væri að kalla þá til himna sem samerfingja Krists. Engir eiga að neyta brauðsins og vínsins á minningarhátíðinni nema þeir sem fengið hafa himneska köllun, og þeir eru fáir að tölu. — Lúkas 12:32; Efesusbréfið 1:13, 14; Hebreabréfið 9:22; 1. Pétursbréf 1:3, 4.
En hvað um alla þá fylgjendur Krists sem eiga ekki aðild að nýja sáttmálanum? Þetta eru ‚aðrir sauðir‘ Drottins sem eiga ekki fyrir sér að ríkja með Kristi á himnum heldur hlakka til þess að lifa að eilífu í paradís á jörð. (Jóhannes 10:16; Lúkas 23:43; Opinberunarbókin 21:3, 4) „Mikill múgur“ trúfastra kristinna manna ‚þjónar Guði dag og nótt‘ og fagnar því að mega vera áhorfandi að kvöldmáltíð Drottins. Þeir segja efnislega með orðum sínum og verkum: „Hjálpræðið heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu.“ — Opinberunarbókin 7:9, 10, 14, 15.
Hve oft?
„Gjörið þetta í mína minningu.“ — Lúkas 22:19.
Hve oft á að halda þessa hátíð til að varðveita minninguna um dauða Krists? Jesús sagði það ekki beint. En þar sem hann innleiddi kvöldmáltíð Drottins hinn 14. nísan, að kvöldi páska sem Ísraelsmenn héldu einu sinni á ári, er ljóst að hann ætlaðist til þess að minningarhátíðin yrði haldin með sama hætti. Ísraelsmenn minntust þess einu sinni á ári að þeir höfðu verið frelsaðir úr ánauð í Egyptalandi, en kristnir menn minnast þess ár hvert að þeir eru frelsaðir úr fjötrum syndar og dauða. — 2. Mósebók 12:11, 17; Rómverjabréfið 5:20, 21.
Það er ekkert óvenjulegt að minnast merkisatburðar einu sinni á ári. Brúðkaupsafmælis eða merkisatburðar í sögu þjóðar er að jafnaði minnst einu sinni á ári á þeim degi sem atburðurinn gerðist. Það er reyndar athyglisvert að víða voru kristnir menn kallaðir Quartodecimans eða „fjórtándamenn“ um nokkurra alda skeið eftir dauða Krists, vegna þess að þeir minntust dauða Jesú einu sinni á ári, hinn 14. nísan.
Einföld en innihaldsrík athöfn
Páll postuli bendir á að lærisveinar Jesú gætu ‚boðað dauða Drottins‘ með því að halda kvöldmáltíðina hátíðlega. (1. Korintubréf 11:26) Þessi minningarhátíð myndi því beinast að hinu mikilvæga hlutverki sem dauði Jesú gegndi í ásetningi Guðs.
Með því að vera trúfastur allt til dauða réttlætti Jesús Kristur Jehóva Guð sem vitran og kærleiksríkan skapara og réttlátan alheimsdrottin. Jesús sannaði, gagnstætt því sem Satan fullyrti og ólíkt Adam, að maður getur verið Guði trúr, jafnvel undir næstum óbærilegu álagi. — Jobsbók 2:4, 5.
Matteus 20:28) Þar af leiðandi geta allir, sem trúa á Jesú, fengið fyrirgefningu synda og hlotið eilíft líf í samræmi við upprunalegan ásetning Jehóva með mannkynið. — Rómverjabréfið 5:6, 8, 12, 18, 19; 6:23; 1. Tímóteusarbréf 2:5, 6. *
Kvöldmáltíð Drottins varðveitir jafnframt minninguna um fórnfúsan kærleika Jesú. Jesús hlýddi föður sínum fullkomlega, þrátt fyrir miklar prófraunir. Þess vegna gat hann fórnað fullkomnu lífi sínu til að vega upp á móti hinu gríðarlega tjóni sem synd Adams olli. Eins og Jesús sagði sjálfur kom hann til að „gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“ (Allt ber þetta líka vott um þá miklu gæsku og góðvild Jehóva að koma mannkyninu til bjargar. Biblían segir: „Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.“ — 1. Jóhannesarbréf 4:9, 10.
Já, minningarhátíðin er mikilvæg. Hún er einföld í sniðum og hægt er að halda hana við ólíkustu aðstæður, en hún er líka nógu táknræn til að vera sterk áminning um langan aldur.
Gildi hennar fyrir þig
Fórnardauði Drottins Jesú Krists var bæði honum og Jehóva, föður hans, dýr. Maðurinn Jesús var fullkominn og það lá ekki fyrir honum að deyja vegna erfðasyndar eins og við eigum öll fyrir höndum. (Rómverjabréfið 5:12; Hebreabréfið 7:26) Hann hefði getað lifað að eilífu. Það hefði ekki verið hægt að taka hann af lífi nema af því að hann leyfði það. „Enginn tekur það [lífið] frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölurnar,“ sagði hann. — Jóhannes 10:18.
En Jesús fórnaði fullkomnu mannslífi sínu fúslega „til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.“ (Hebreabréfið 2:14, 15) Fórnfús kærleikur Krists sýnir sig einnig í því hvernig hann dó, því að honum var fullkunnugt um að hann myndi líða miklar þjáningar samfara dauða sínum. — Matteus 17:22; 20:17-19.
Minningarhátíðin minnir einnig á mesta kærleiksverkið sem faðirinn á himnum, Jehóva Guð, hefur unnið. Jehóva er „mjög miskunnsamur og líknsamur“ svo að það hlýtur að hafa verið kvalræði fyrir hann að heyra og sjá ‚sára kveinstafi og táraföll‘ Jesú í Getsemanegarðinum, horfa upp á hann húðstrýktan hrottalega, staurfestan grimmilega og sjá hann deyja hægt og kvalafullt. (Jakobsbréfið 5:11; Hebreabréfið 5:7; Jóhannes 3:16; 1. Jóhannesarbréf 4:7, 8) Enn þann dag í dag, næstum 2000 árum síðar, þykir mörgum sárt að hugsa til dauða Jesú.
Hugsaðu þér hvílíkt verð Jehóva Guð og Jesús Kristur hafa goldið fyrir okkur synduga menn. (Rómverjabréfið 3:23) Við finnum sárlega fyrir ófullkomleika okkar og syndugum tilhneigingum á hverjum degi. En vegna þess að við trúum á lausnarfórn Jesú getum við beðið Guð fyrirgefningar. (1. Jóhannesarbréf 2:1, 2) Þess vegna getum við haft hreina samvisku og djörfung til að ávarpa Guð. (Hebreabréfið 4:14-16; 9:13, 14) Og við getum yljað okkur við þá von að lifa að eilífu í paradís á jörð. (Jóhannes 17:3; Opinberunarbókin 21:3, 4) Hið fórnfúsa kærleiksverk Jesú er forsenda þessarar blessunar og annarra.
Sýndu að þú kunnir að meta kvöldmáltíð Drottins
Kvöldmáltíð Drottins vitnar sannarlega um ‚yfirgnæfanlega náð Guðs‘ og fórnfúsan kærleika Jesú. Og það var ‚óumræðileg gjöf‘ sem Jehóva Guð gaf er hann greiddi lausnargjaldið. (2. Korintubréf 9:14, 15) Gæska Guðs, sem birtist í fórn Jesú Krists, ætti að vekja með þér djúpstæða þakkarkennd.
Við treystum að hún geri það og við hvetjum þig til að sækja minningarhátíðina um dauða Jesú. Á þessu ári halda Vottar Jehóva hátíðina miðvikudaginn 16. apríl, eftir sólsetur. Þeir geta gefið þér nánari upplýsingar um stund og stað þessa mikilvæga atburðar.
[Neðanmáls]
^ gr. 19 Nánari umfjöllun um lausnargjaldið má finna í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.
[Rammagrein/myndir á blaðsíðu 6]
„ÞETTA ER LÍKAMI MINN“ EÐA „ÞETTA TÁKNAR LÍKAMA MINN“ HVORT HELDUR?
Þegar Jesús sagði: „Ég er dyr sauðanna“ og „ég er hinn sanni vínviður,“ datt engum í hug að hann væri bókstaflegar dyr eða bókstaflegur vínviður. (Jóhannes 10:7; 15:1) Þegar íslenska biblían hefur eftir Jesú: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli,“ dettur okkur ekki heldur í hug að sjálfur kaleikurinn hafi bókstaflega verið nýi sáttmálinn. Þegar Jesús sagði að brauðið ‚væri‘ líkami sinn er líka ljóst að brauðið táknaði líkama hans. Þess vegna segir þýðing Charles B. Williams: „Þetta táknar líkama minn.“ — Lúkas 22:19, 20.
[Mynd á blaðsíðu 5]
Ósýrða brauðið og vínið eru viðeigandi tákn um syndlausan líkama Jesú og úthellt blóð hans.