Verið viðbúin degi Jehóva
Verið viðbúin degi Jehóva
„Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ — MATTEUS 24:44.
1. Hvers vegna ætti okkur að vera umhugað um dag Jehóva?
DAGUR JEHÓVA verður dagur átaka og reiði, angistar og neyðar, myrkurs og eyðingar. Það er jafnöruggt að „hinn mikli og ógurlegi dagur“ Jehóva komi yfir þetta óguðlega heimskerfi eins og flóðið drekkti óguðlegum heimi á dögum Nóa. Hann er óumflýjanlegur. En „hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast“. (Jóel 3:3-5; Amos 5:18-20) Guð mun tortíma óvinum sínum en bjarga fólki sínu. Spámaðurinn Sefanía segir af mikilli ákefð: „Hinn mikli dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög.“ (Sefanía 1:14) En hvenær verður dómi Guðs fullnægt?
2, 3. Hvers vegna verðum við að búa okkur undir dag Jehóva?
2 „Þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn,“ sagði Jesús. (Matteus 24:36) Þar sem við vitum ekki nákvæma tímasetningu er mikilvægt að fara eftir orðum árstextans fyrir 2004: ‚Vakið, verið viðbúnir.‘ — Matteus 24:42, 44.
3 Jesús gaf til kynna hversu skyndilega mönnum verður safnað í öruggt skjól meðan aðrir verða skildir eftir er hann sagði: „Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.“ (Matteus 24:40, 41) Hver verður staða okkar á þessari úrslitastundu? Verðum við viðbúin eða kemur dagurinn okkur í opna skjöldu? Það veltur að miklu leyti á því sem við gerum núna. Að vera viðbúin útheimtir að forðast ákveðið viðhorf sem er ríkjandi nú á dögum, varast ákveðið andlegt ástand og sneiða hjá vissu líferni.
Varastu andvaraleysi
4. Hvaða viðhorf var ríkjandi meðal samtíðarmanna Nóa?
4 Veltu dögum Nóa fyrir þér. Biblían segir: „Fyrir trú fékk Nói bendingu um það, sem enn þá var ekki auðið að sjá. Hann óttaðist Guð og smíðaði örk til björgunar heimilisfólki sínu.“ (Hebreabréfið 11:7) Örkin yrði óvenjuleg og gat ekki dulist neinum. Og Nói var líka ,prédikari réttlætisins‘. (2. Pétursbréf 2:5) Hvorki smíðaverkefni Nóa né prédikun fékk samtíðarmenn hans til að breyta sér. Hvers vegna? Vegna þess að þeir ,átu og drukku, kvæntust og giftust‘. Þeir sem Nói prédikaði fyrir voru svo niðursokknir í eigin mál og nautnir að „þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt“. — Matteus 24:38, 39.
5. Hvernig hugsuðu íbúar Sódómu á dögum Lots?
5 Eins var á dögum Lots. Ritningin segir: „Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum.“ (Lúkas 17:28, 29) Eftir að englar höfðu varað Lot við komandi eyðingu sagði hann tengdasonum sínum frá því sem átti að gerast. En þeir álitu „að hann væri að gjöra að gamni sínu“. — 1. Mósebók 19:14.
6. Hvað verðum við að forðast?
6 Líkt og var á dögum Nóa og Lots, „eins verður við komu Mannssonarins“, sagði Jesús. (Matteus 24:39; Lúkas 17:30) Andvaraleysi er útbreitt nú á tímum. Við verðum að gæta þess að smitast ekki af því. Það er ekki rangt að borða góðan mat og drekka vín í hófi. Og hjónabandið er frá Guði komið. En erum við viðbúin hinum ógurlega degi Jehóva ef þess konar hlutir hafa orðið það mikilvægasta í lífinu og andlegum málum er ýtt til hliðar?
7. Hvaða áríðandi spurningu ættum við að spyrja okkur áður en við hefjumst handa við eitthvað og hvers vegna?
7 „Tíminn er orðinn stuttur,“ segir Páll postuli. „Hér eftir skulu jafnvel þeir, sem kvæntir eru, vera eins og þeir væru það ekki.“ (1. Korintubréf 7:29-31) Við höfum aðeins takmarkaðan tíma til að ljúka verkefninu, sem Guð fékk okkur, að boða ríki hans. (Matteus 24:14) Páll hvetur jafnvel gift fólk til að vera ekki svo upptekið af maka sínum að hagsmunir Guðsríkis lendi í öðru sæti. Hugarfarið, sem Páll mælir með, er því augljóslega andstæða andvaraleysis. Jesús sagði: „Leitið fyrst ríkis [Guðs] og réttlætis.“ (Matteus 6:33) Þegar við tökum ákvörðun eða áður en við hefjumst handa við eitthvað er áríðandi að spyrja sig: ,Hvaða áhrif hefur það á ásetning minn að hafa hagsmuni Guðsríkis í fyrsta sæti?‘
8. Hvað ættum við að gera ef daglegt amstur er orðið veigamesti þáttur lífsins?
8 En hvað ef við gerum okkur grein fyrir að við erum nú þegar svo niðursokkin í hið daglega líf að andlegu málin sitja á hakanum? Er lítill munur á líferni okkar og nágranna okkar sem hafa ekki nákvæma þekkingu á Ritningunni og eru ekki boðberar Guðsríkis? Ef sú er raunin þurfum við að leggja málið fyrir Jehóva í bæn. Jehóva getur gert okkur fært að hafa rétt hugarfar. (Rómverjabréfið 15:5, NW; Filippíbréfið 3:15) Hann getur hjálpað okkur að gera rétt, láta hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir og að rækja skyldur okkar gagnvart honum. — Rómverjabréfið 12:2; 2. Korintubréf 13:7.
Gættu þess að verða ekki andlega syfjaður
9. Hvers vegna er áríðandi að varast andlega syfju samkvæmt Opinberunarbókinni 16:14-16?
9 Í spádóminum um ,stríðið á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘ við Harmagedón er varað við því að sumir haldi ekki vöku sinni. „Sjá, ég kem eins og þjófur,“ segir Drottinn Jesús Kristur. „Sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að hann gangi ekki nakinn um og menn sjái blygðun hans.“ (Opinberunarbókin 16:14-16) Þessi klæði eru það sem einkennir okkur sem kristna votta Jehóva. Þetta felur í sér boðunarstarf okkar og kristna hegðun. Ef við gerumst syfjuð og aðgerðarlaus gætum við verið flett kristnum einkennisklæðum okkar. Því fylgir bæði skömm og hætta. Við verðum að varast andlega syfju eða sinnuleysi. Hvernig getum við staðið gegn slíkri tilhneigingu?
10. Hvers vegna hjálpar daglegur biblíulestur okkur að vera á verði?
10 Biblían leggur æ ofan í æ áherslu á mikilvægi þess að við höldum vöku okkar og séum algáð. Guðspjöllin koma með eftirfarandi áminningar: „Vakið“ (Matteus 24:42; 25:13; Markús 13:35, 37), „verið þér og viðbúnir“ (Matteus 24:44), „verið varir um yður, vakið“ (Markús 13:33), ,verið viðbúnir‘ (Lúkas 12:40). Þegar Páll postuli hefur rætt um hve óvænt dagur Jehóva kemur yfir heiminn hvetur hann trúsystkini sín: „Vér skulum þess vegna ekki sofa eins og aðrir, heldur vökum og verum algáðir.“ (1. Þessaloníkubréf 5:6) Hinn dýrlegi Jesús Kristur leggur áherslu á það í síðustu bók Biblíunnar hversu skyndilega hann kemur er hann segir: „Ég kem skjótt.“ (Opinberunarbókin 3:11; 22:7, 12, 20) Margir hinna hebresku spámanna minntust einnig á mikilfenglegan dómsdag Jehóva og vöruðu við honum. (Jesaja 2:12, 17; Jeremía 30:7; Jóel 2:11; Sefanía 3:8) Með því að lesa daglega í orði Guðs, Biblíunni, og íhuga það sem við lesum eigum við auðveldara með að vera á verði.
11. Hvers vegna er einkabiblíunám ómissandi þáttur í því að halda vöku sinni?
11 Ítarlegt einkanám í Biblíunni með hjálp rita ,hins trúa og hyggna þjóns‘ er andlega örvandi og hjálpar okkur að vaka. (Matteus 24:45-47) En við verðum að vera framsækin og stefnuföst í einkanáminu til að það gagnist okkur. (Hebreabréfið 5:14–6:3) Það er nauðsynlegt að neyta andlegrar fæðu reglulega. Það getur reynst þrautin þyngri að finna tíma til þess nú á dögum. (Efesusbréfið 5:15, 16) En það er hins vegar ekki nóg að lesa í Biblíunni og biblíutengdum ritum aðeins þegar það hentar okkur. Reglulegt einkanám er ómissandi ef við ætlum að vera ,heilbrigð í trúnni‘ og halda vöku okkar. — Títusarbréfið 1:13.
12. Hvernig hjálpa kristnar samkomur og mót okkur að berjast gegn andlegri syfju?
12 Kennslan á kristnum samkomum og mótum hjálpar okkur einnig að berjast gegn andlegri syfju. Erum við ekki stöðugt minnt á hve nálægur dagur Jehóva er þegar við sækjum þessar samkomur? Vikulegar samkomur gefa okkur líka tækifæri til að ,hvetja hvert annað til kærleika og góðra verka‘. Slík hvatning eða örvun stuðlar að andlegri árvekni. Það er ekki að undra að okkur sé fyrirskipað að safnast reglulega saman er við ,sjáum að dagurinn færist nær‘. — Hebreabréfið 10:24, 25.
13. Hvernig er hin kristna þjónusta hjálp til að halda andlegri vöku okkar?
13 Heilshugar þátttaka í hinni kristnu þjónustu hjálpar okkur einnig að vaka. Er til einhver betri leið til að hafa tákn tímanna og merkingu þeirra ljóslifandi í huga en að segja öðrum frá þeim? Og kappsemi okkar og ákafi eykst þegar við sjáum biblíunemendur okkar taka framförum og fara eftir því sem þeir læra. Pétur postuli sagði: „Gjörið . . . hugi yðar viðbúna og vakið.“ (1. Pétursbréf 1:13) Gott ráð við andlegri deyfð er að vera ,síauðugur í verki Drottins‘. — 1. Korintubréf 15:58.
Forðastu andlega skemmandi lífsstíl
14. Hvers konar lífsstíl varaði Jesús við í Lúkasi 21:34-36?
14 Jesús gaf okkur enn aðra viðvörun í hinum mikla spádómi sínum um tákn nærveru sinnar. Hann sagði: „Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki Lúkas 21:34-36) Jesús lýsti líferni fólks mjög nákvæmlega er hann talaði um ofát, ofdrykkju og áhyggjur.
við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“ (15. Hvers vegna ættum við að forðast ofát og ofdrykkju?
15 Ofát og drykkjuskapur samræmast ekki meginreglum Biblíunnar og ber því að forðast. „Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt,“ segir Biblían. (Orðskviðirnir 23:20) En matar- og drykkjuvenjur þurfa ekki endilega að ná þessu marki til að hætta stafi af. Þær geta gert okkur syfjuð og löt löngu fyrir þann tíma. „Sál letingjans girnist og fær ekki,“ segir orðskviður í Biblíunni. (Orðskviðirnir 13:4) Slíkan mann langar kannski að gera vilja Guðs en vegna vanrækslu fær hann ósk sína ekki uppfyllta.
16. Hvernig getum við forðast að láta áhyggjur af fjölskyldunni íþyngja okkur?
16 Af hverju stafa áhyggjur lífsins sem Jesús varaði við? Meðal annars af því að sjá fyrir fjölskyldunni. Það er mjög óviturlegt að leyfa slíkum áhyggjum að íþyngja sér. „Hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?“ spurði Jesús. Hann hvatti lærisveina sína: „Segið því ekki áhyggjufullir: ‚Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?‘ Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.“ Þegar við setjum hagsmuni Guðsríkis í fyrsta sæti og treystum því að Jehóva sjái fyrir okkur eigum við auðveldara með að hafa stjórn á áhyggjunum og halda vöku okkar. — Matteus 6:25-34.
17. Hvernig getur efnishyggja stuðlað að áhyggjum?
17 Efnishyggja er einnig ávísun á áhyggjur. Sumir flækja lífið með því að lifa um efni fram svo dæmi sé tekið. Aðrir hafa látið tælast af áhættufjárfestingum eða reynt að verða snöggríkir með öðrum hætti. Menntun í þeim tilgangi að komast í góð efni hefur reynst mörgum snara. Vissulega getur verið gagnlegt að mennta sig að vissu marki til að fá vinnu. En sannleikurinn er sá að sumir 1. Tímóteusarbréf 6:9.
hafa skaðað andlegt hugarfar sitt með því að leggja út í tímafrekt framhaldsnám. Það er hættuleg staða er dagur Jehóva nálgast. Biblían aðvarar: „Þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.“ —18. Hvaða eiginleika verðum við að þroska til að sogast ekki inn í efnishyggjulífsstíl?
18 Til þess að láta ekki sogast inn í efnishyggjulífsstíl er mikilvægt að þroska með sér þann eiginleika að geta greint gott frá illu þegar við tökum ákvarðanir. Þennan eiginleika þroskum við með því að neyta reglulega ,fastrar andlegrar fæðu fyrir fullorðna‘ og með því að ,temja skilningarvitin‘. (Hebreabréfið 5:13, 14) Það er mikilvægt að ,meta þá hluti rétt, sem máli skipta‘, þegar við forgangsröðum og það hjálpar okkur líka að taka réttar ákvarðanir. — Filippíbréfið 1:10.
19. Hvað ættum við að gera ef við áttum okkur á að við höfum lítinn tíma fyrir trúna?
19 Efnishyggja getur blindað okkur þannig að lítill sem enginn tími verði eftir fyrir trúna. Hvernig getum við rannsakað okkur og forðast snöru efnishyggjunnar? Við þurfum að íhuga í bænarhug bæði hvernig og að hvaða marki við getum einfaldað lífið. Salómon, konungur Ísraels til forna, sagði: „Sætur er svefninn þeim sem erfiðar, hvort sem hann etur lítið eða mikið, en offylli hins auðuga lætur hann eigi hafa frið til að sofa.“ (Prédikarinn 5:11) Fer mikill tími og kraftar í að sjá um ónauðsynlegar eignir? Því meira sem við eigum þeim mun meiru þurfum við að halda við, tryggja og vernda. Gæti verið okkur til gagns að einfalda lífið með því að losa okkur við einhverjar eigur?
Verið fyrir alla muni viðbúin
20, 21. (a) Hvað fullvissaði Pétur postuli okkur um varðandi dag Jehóva? (b) Hvaða verk verðum við að halda áfram að vinna meðan við búum okkur undir dag Jehóva?
20 Tíminn, sem heimurinn á dögum Nóa hafði til umráða, rann út og eins mun fara fyrir þessu heimskerfi. Pétur postuli fullvissar okkur um að ,dagur Drottins muni koma sem þjófur, og þá muni himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna‘. Hvorki hinir táknrænu himnar, það er að segja óguðlegar stjórnir, né hin táknræna jörð, það er að segja mannkyn sem er fjarlægt Guði, munu lifa af brennandi reiði Guðs. Pétur gefur til kynna hvernig við getum verið viðbúin þessum degi er hann segir: „Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni, þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags.“ — 2. Pétursbréf 3:10-12.
21 Þessi heilaga breytni og guðrækni felur í sér að sækja samkomur reglulega og boða fagnaðarerindið. Vinnum þessi verk af innilegri hollustu við Jehóva er við bíðum eftir degi hans. ,Kappkostum að vera flekklaus og lýtalaus frammi fyrir Guði í friði.‘ — 2. Pétursbréf 3:14.
Manstu?
• Hvers vegna ættum við að vera viðbúin degi Jehóva?
• Hvað ættum við að gera ef hið daglega amstur tekur allan hug okkar?
• Hvað hjálpar okkur að varast andlega syfju?
• Hvaða skemmandi lífsstíl verðum við að forðast og hvernig gerum við það?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 28, 29]
Samtíðarmenn Nóa skeyttu ekki um komandi dóm — gerir þú það?
[Mynd á blaðsíðu 31]
Geturðu einfaldað lífið til að hafa meiri tíma fyrir trúna?