Að vera sér meðvita um andlega þörf sína
Að vera sér meðvita um andlega þörf sína
ÞEGAR fuglar vakna á morgnana kvaka þeir oft smástund og fljúga síðan af stað í leit að fæðu. Á kvöldin koma þeir til baka á hvíldarstaðinn, kvaka lítið eitt meira og fara svo að sofa. Á vissum árstíma para þeir sig, verpa eggjum og koma upp ungum. Önnur dýr fylgja álíka fyrirsjáanlegu mynstri.
Það gegnir öðru máli með okkur mennina. Að vísu borðum við, sofum og eignumst börn en flestir láta sér það ekki nægja. Okkur langar að vita hvers vegna við erum til. Við leitum að tilgangi í lífinu. Við óskum einnig eftir að eiga von um framtíðina. Þessar djúpstæðu þarfir benda til þess að mennirnir hafi einstakan eiginleika — vitund um andleg mál, það er að segja þörf og hæfileika til að skilja það sem er andlegt.
Sköpuð í Guðs mynd
Biblían útskýrir hvers vegna mönnum er eðlislægt að hugsa um andleg mál en þar segir: „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ (1. Mósebók 1:27) Þegar sagt er að við séum gerð eftir „Guðs mynd“ er átt við að við höfum hæfileika til að endurspegla vissa eiginleika Guðs þótt við séum syndug og ófullkomin. (Rómverjabréfið 5:12) Við getum til dæmis verið skapandi. Við búum að vissu marki yfir visku, réttlætiskennd og hæfileika til að sýna hvert öðru fórnfúsan kærleika. Enn fremur getum við litið til fortíðar og gert áætlanir fram í tímann. — Orðskviðirnir 4:7; Prédikarinn 3:1, 11; Míka 6:8; Jóhannes 13:34; 1. Jóhannesarbréf 4:8.
Hæfileikinn til að skilja andleg mál kemur hvað greinilegast í ljós í áskapaðri löngun til að tilbiðja Guð. Við getum aðeins fundið sanna og varanlega hamingju með því að svala þörfinni fyrir að eiga samband við skapara okkar. „Eigi lifir maðurinn á einu saman Matteus 4:4) Við verðum samt að gæta þess að fullnægja þessari þörf með andlegum sannindum, það er að segja staðreyndum um Guð, mælikvarða hans og fyrirætlanir með mannkynið. Hvar getum við fundið sannleikann? Í Biblíunni.
brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni,“ sagði Jesús. („Þitt orð er sannleikur“
Páll postuli skrifaði: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Orð Páls eru samhljóma orðum Jesú sem sagði í bæn til Guðs: „Þitt orð er sannleikur.“ Orð Guðs er Biblían og það er skynsamlegt að ganga úr skugga um hvort trú okkar og siðferðisgildi séu í samræmi við hana. — Jóhannes 17:17.
Með því að bera trúarsannfæringu okkar saman við orð Guðs líkjum við eftir fólkinu í Beroju til forna sem fullvissaði sig um að kenningar Páls væru í samræmi við Ritningarnar. Lúkas gagnrýndi ekki Berojumenn heldur hrósaði þeim þvert á móti fyrir afstöðu þeirra. Hann skrifaði: „Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig farið.“ (Postulasagan 17:11) Með tilliti til hinna mótsagnakenndu trúar- og siðferðiskenninga, sem flæða yfir nú á tímum, er mikilvægt að við förum að fordæmi hinna göfuglyndu Berojumanna.
Önnur leið til að bera kennsl á andleg sannindi er að taka eftir hvernig þau hafa áhrif á líf fólks. (Matteus 7:17) Að lifa samkvæmt sannleikanum í Biblíunni ætti til dæmis að gera fólk að betri eiginmönnum, betri feðrum, betri eiginkonum eða betri mæðrum og hafa þannig bætandi áhrif á fjölskyldulífið og auka ánægju manns. „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það,“ sagði Jesús. — Lúkas 11:28.
Orð Jesú minna okkur á orðin sem himneskur faðir hans sagði við Ísraelsmenn til forna: „Ég, Drottinn Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga. Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.“ (Jesaja 48:17, 18) Slík bón hlýtur að snerta alla sem elska gæsku og réttlæti.
Sumir vilja heldur heyra það sem „kitlar eyrun“
Guð bar fram þessa innilegu bón til Ísraelsmanna af því að trúarleg ósannindi höfðu leitt þá afvega. (Sálmur 106:35-40) Við verðum einnig að vera á verði gagnvart ósannindum. Páll skrifaði um þá sem kölluðu sig kristna: „Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ — 2. Tímóteusarbréf 4:3, 4
Trúarleiðtogar kitla eyru fólks með því að láta sér í léttu rúmi liggja ýmislegt sem höfðar til rangra fýsna, svo sem kynlíf utan hjónabands, 1. Korintubréf 6:9, 10; Rómverjabréfið 1:24-32.
samkynhneigð og ofdrykkju. Í Biblíunni er fullyrt að þeir sem líða þess háttar og iðka það „munu ekki Guðs ríki erfa“. —Vissulega krefst hugrekkis að lifa í samræmi við siðferðiskröfur Biblíunnar, sérstaklega þegar maður verður fyrir háði, en það er hægt að gera það. Margir meðal votta Jehóva voru áður fíkniefnaneytendur, ofdrykkjumenn, saurlífismenn, slagsmálahundar, þjófar og ósannindamenn. En þeir tóku orð Guðs til sín og breyttu lífi sínu með hjálp heilags anda svo að þeir fóru að ‚hegða sér eins og Drottni er samboðið‘. (Kólossubréfið 1:9, 10; 1.Korintubréf 6:11) Þegar þeir höfðu öðlast frið við Guð fengu þeir einnig innri frið og einlæga framtíðarvon eins og við munum sjá.
Vonin um Guðsríki
Vonin, sem Biblían gefur um varanlegan frið handa hlýðnu mannkyni, mun uppfyllast fyrir atbeina Guðsríkis. Jesús sagði í faðirvorinu: „Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ (Matteus 6:10) Eingöngu Guðsríki getur tryggt að vilji Guðs verði gerður á jörðu. Af hverju? Af því að þetta ríki Guðs, sem er stjórn í höndum Jesú Krists, er leið Guðs til að lýsa yfir réttmætu drottinvaldi sínu yfir jörðinni. — Sálmur 2:7-12; Daníel 7:13, 14.
Sem konungur þessa himneska ríkis mun Jesús Kristur frelsa hlýðið mannkyn undan hvers konar ánauð, þar á meðal heljartökum Adamssyndarinnar og arfleifð hennar, sjúkleika og dauða. Í Opinberunarbókinni 21:3, 4 segir: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna . . . Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
Varanlegur friður mun ríkja um alla jörð. Hvers vegna getum við treyst því? Því er svarað í Jesaja 11:9 þar sem segir: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn [þegnar Guðsríkis] illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ Allir á jörðinni munu hafa nákvæma þekkingu á Guði og vera honum hlýðnir. Hlýja þessar framtíðarhorfur þér ekki um hjartaræturnar? Sé svo þá er núna rétti tíminn til að hefjast handa og taka til sín hina dýrmætu „þekkingu á Drottni“.
Hlustar þú á fagnaðarerindið um Guðsríki?
Fyrir tilstuðlan ríkis síns ætlar Guð að gera að engu öll verk Satans og kenna fólki réttláta vegi sína. Það kemur því ekki á óvart að Guðsríki var rauði þráðurinn í kenningum Jesú. „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur,“ sagði hann. (Lúkas 4:43) Kristur gaf lærisveinum sínum fyrirmæli um að segja öðrum frá þessu sama fagnaðarerindi. (Matteus 28:19, 20) Hann sagði fyrir að ‚þetta fagnaðarerindi um ríkið yrði prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá myndi endirinn koma‘. (Matteus 24:14) Endirinn nálgast óðum. Það er þess vegna áríðandi að réttsinnað fólk hlusti á fagnaðarerindið sem getur bjargað mannslífum.
Albert, sem getið var í greininni á undan, heyrði boðskapinn um ríkið þegar eiginkona hans og sonur fóru að kynna sér efni Biblíunnar með aðstoð votta Jehóva. Í fyrstu var hann efins. Hann bað meira að segja prestinn á staðnum um að heimsækja konu sína og son til þess að fletta ofan af trúarkenningum vottanna. En presturinn vildi ekki blanda sér í málið. Albert ákvað því að sitja hjá og hlusta á biblíulegar umræður til þess að geta bent á ósannindi sem upp kæmu. Eftir aðeins eina námsstund tók hann þátt í náminu, áfjáður í að læra meira. Hann sagði seinna frá því hvers vegna afstaða hans hafi breyst. „Þetta var það sem ég hafði alltaf verið að leita að,“ sagði hann.
Svo fór að Albert byrjaði að svala andlegri þörf sinni og leit aldrei til baka. Sannleikurinn í Biblíunni veitti honum það sem hann hafði verið að leita að allt sitt líf, framtíðarvon og lausn undan óréttlætinu og spillingunni sem gegnsýrir þjóðfélagið. Biblíuleg sannindi veittu honum innri frið. Er andlegri þörf þinni svalað? Þú ættir að gefa þér smástund til að lesa yfir spurningarnar sem eru í rammagreininni á blaðsíðu 6. Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum aðstoða vottar Jehóva þig með ánægju.
[Rammi/myndir á blaðsíðu 6]
ER ANDLEGRI ÞÖRF ÞINNI SVALAÐ?
Ertu ánægður með þá andlegu fæðu sem þú færð? Við hvetjum þig til að lesa eftirfarandi spurningar og merkja við þær sem þú getur svarað rétt.
□ Hver er Guð og hvað heitir hann?
□ Hver er Jesús Kristur? Hvers vegna varð hann að láta lífið? Hvernig nýtur þú góðs af dauða hans?
□ Er djöfull til? Ef svo er hvaðan kom hann?
□ Hvað verður um okkur við dauðann?
□ Hver er fyrirætlun Guðs með jörðina og mennina?
□ Hvað er Guðsríki?
□ Hverjar eru siðferðiskröfur Guðs?
□ Hvaða hlutverk ætlar Guð eiginmanni og eiginkonu í fjölskyldunni? Hvaða meginreglur Biblíunnar stuðla að hamingjusamri fjölskyldu?
Ef þú ert ekki viss um svörin við einhverri spurningunni geturðu beðið um eintak af bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? Þessi bæklingur, sem gefinn er út af Vottum Jehóva á um 300 tungumálum, fjallar um 16 grundvallarkenningar í Biblíunni og gefur biblíuleg svör við öllum spurningunum hér að ofan.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Menn hafa andlegar þarfir ólíkt dýrum.
[Mynd á blaðsíðu 5]
‚Þeir hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun.‘ — 2. Tímóteusarbréf 4:3.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Varanlegum friði verður komið á fyrir atbeina Messíasarríkisins.