Leitin að innri friði
Leitin að innri friði
ALBERT var í hamingjusömu hjónabandi og átti tvö indæl börn. En honum fannst eitthvað vanta í lífi sínu. Um tíma átti hann erfitt með að fá atvinnu og fór þá að hafa afskipti af stjórnmálum og aðhylltist sósíalisma. Hann gekk í kommúnistaflokkinn og varð virkur kommúnisti.
Áður en langt um leið varð Albert samt vonsvikinn með kommúnismann. Hann sagði skilið við stjórnmál og helgaði sig fjölskyldunni. Tilgangur hans í lífinu var að gera hana hamingjusama. Albert fann samt enn þá fyrir nagandi tómleika innra með sér. Innri frið fann hann ekki.
Reynsla Alberts er langt frá því að vera einsdæmi. Milljónir manna hafa kannað ýmiss konar hugmyndafræði, heimspekikenningar og trúarbrögð í leit að innihaldsríkum tilgangi í lífinu. Á Vesturlöndum var hippahreyfingin á 7. áratug síðustu aldar uppreisn gegn hefðbundnu siðferði og félagslegum gildum. Einkum var það ungt fólk sem leitaði að hamingju og tilgangi í lífinu með því að neyta vímuefna og leita á náðir heimspekikenninga svokallaðra lærimeistara og andlegra leiðtoga. Hippahreyfingunni fylgdi samt ekki sönn hamingja. Í staðinn stuðlaði hún að fíkniefnanotkun og lauslæti meðal unglinga og flýtti fyrir því að þjóðfélaginu hnignaði svo að úr varð siðferðilegur glundroði.
Öldum saman hafa margir leitað að hamingjunni með því að safna auði, ná völdum og afla sér menntunar. En sú leit endar að Lúkas 12:15) Öllu heldur leiðir það venjulega til óhamingju að einsetja sér að verða ríkur. Í Biblíunni segir: „Þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun. Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir . . . valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“ — 1. Tím. 6:9, 10.
lokum með vonbrigðum. „Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé,“ sagði Jesús. (Hvernig er þá hægt að finna innri frið og tilgang í lífinu? Þarf maður að prófa sig áfram eins og maður væri að skjóta ör í skotskífu í myrkri? Sem betur fer ekki. Eins og við munum sjá í eftirfarandi grein er lausnin sú að svala þörf sem er mjög mikilvæg og reyndar einstæð fyrir mennina.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Geta völd, auður og menntun hjálpað þér að finna innri frið?