Bíðum þolgóð eftir degi Jehóva
Bíðum þolgóð eftir degi Jehóva
„Leggið . . . alla stund á að auðsýna í trú yðar . . . þolgæði.“ — 2. PÉTURSBRÉF 1:5, 6.
1, 2. Hvað er þolgæði og af hverju þurfum við að vera þolgóð?
HINN mikli dagur Jehóva er mjög nálægur. (Jóel 1:15; Sefanía 1:14) Við sem erum vottar Jehóva erum staðráðin í að vera ráðvönd Guði og bíðum þess með óþreyju að hann upphefji drottinvald sitt yfir alheimi. En þangað til þurfum við að horfast í augu við hatur, háðung, ofsóknir og dauða vegna trúar okkar. (Matteus 5:10-12; 10:22; Opinberunarbókin 2:10) Við þurfum að vera þolgóð, það er að segja fær um að standast mótlæti. Pétur postuli hvetur: „Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar . . . þolgæði.“ (2. Pétursbréf 1:5, 6) Við þurfum að vera þolgóð því að Jesús sagði: „Sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.“ — Matteus 24:13.
2 Ýmsar aðrar raunir verða á vegi okkar, svo sem veikindi og ástvinamissir. Satan myndi fagna því ef við misstum trúna. (Lúkas 22:31, 32) En með stuðningi Jehóva getum við staðist alls konar prófraunir. (1. Pétursbréf 5:6-11) Við skulum líta á nokkur raunsönn dæmi sem sanna að við getum beðið þolgóð eftir degi Jehóva og varðveitt sterka trú.
Þau hafa ekki látið veikindi stöðva sig
3, 4. Nefndu dæmi sem sýnir að það er hægt að þjóna Jehóva dyggilega þrátt fyrir alvarleg veikindi.
3 Guð vinnur ekki kraftaverk nú á tímum til að lækna þjóna sína. Hins vegar veitir hann okkur styrk til að bera veikindi okkar. (Sálmur 41:2-4) „Ég hef verið í hjólastól frá því að ég man eftir mér,“ segir Sharon. „Meðfædd heilalömun kom í veg fyrir að ég gæti notið æskunnar.“ Hún eignaðist von þegar hún fræddist um Jehóva og fyrirheit hans um fullkomna heilsu. Hún hefur ánægju af boðunarstarfinu þó að hún eigi erfitt með að tala og ganga. Hún sagði fyrir hér um bil 15 árum: „Heilsunni getur hrakað áfram en ég held mér gangandi með því að treysta á Guð og eiga samband við hann. Mér finnst unaðslegt að fá að vera í hópi þjóna Jehóva og eiga óbrigðulan stuðning hans.“
4 Páll postuli hvatti kristna menn í Þessaloníku til að hughreysta niðurdregna. 1. Þessaloníkubréf 5:14) Við getum orðið niðurdregin ef við verðum fyrir miklum vonbrigðum. Sharon skrifaði árið 1993: „Mér fannst ég algerlega misheppnuð og . . . sökk niður í þunglyndi sem stóð í þrjú ár. . . . Öldungarnir hughreystu mig og gáfu mér góð ráð. . . . Með hjálp Varðturnsins veitti Jehóva okkur innsýn í það hvað þunglyndi er. Honum er mjög annt um þjóna sín og hann skilur hvernig okkur líður.“ (1. Pétursbréf 5:6, 7) Sharon er enn þá dyggur þjónn Jehóva og bíður þess að hinn mikli dagur hans renni upp.
(5. Hvað sýnir að kristinn maður getur þolað talsverða streitu?
5 Sumir þjónar Guðs líða fyrir erfiða lífsreynslu fyrr á ævinni. Harley varð vitni að hörðum bardögum í síðari heimsstyrjöldinni og fékk martraðir um stríðið. Hann hrópaði gjarnan upp úr svefni: „Gættu þín! Varaðu þig!“ Síðan vaknaði hann í svitabaði. Smám saman dró úr martröðunum og Harley var fær um að lifa í samræmi við leiðbeiningar Guðs.
6. Hvernig hefur bróðir nokkur tekist á við geðröskun?
6 Bróðir nokkur þjáðist af tvískautaröskun og honum fannst afar erfitt að fara í boðunarstarfið. Hann gafst þó ekki upp vegna þess að hann gerði sér grein fyrir að boðunarstarfið væri honum sjálfum til lífs og sömuleiðis þeim sem tækju við fagnaðarerindinu. (1. Tímóteusarbréf 4:16) Hann segir: „Það gat tekið mig smástund að ná tökum á sjálfum mér, ganga að næstu dyrum og reyna aftur. Með því að halda áfram að taka þátt í boðunarstarfinu tókst mér að halda mér þokkalega heilbrigðum í trúnni.“ Það var líka mikið átak fyrir þennan bróður að sækja samkomur en hann var sannfærður um gildi þess að umgangast trúsystkini sín. Hann lagði því á sig það sem þurfti til að sækja samkomur. — Hebreabréfið 10:24, 25.
7. Sumum finnst erfitt að sækja samkomur eða láta í sér heyra þar. Hvernig sýna þeir þolgæði?
7 Sumir eru haldnir fælni af einhverju tagi en þar er átt við óeðlilegan ótta við ákveðna hluti eða aðstæður. Þeir geta til dæmis fyllst ótta við það að sækja samkomur eða láta heyra í sér þar. Hugsaðu þér hve erfitt það hlýtur að vera fyrir þá að svara á safnaðarsamkomu eða flytja nemendaræðu í Boðunarskólanum. En þeir þrauka og við metum mikils nærveru þeirra og þátttöku.
8. Í hverju er alltaf mikil hjálp þegar við sálræna erfiðleika er að glíma?
8 Góð hvíld og nægur svefn getur hjálpað þeim sem eiga við sálræna erfiðleika að stríða. Það getur verið ráðlegt að leita læknishjálpar. En það er alltaf mikil hjálp í því að reiða sig á Guð og eiga gott bænasamband við hann. „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.“ (Sálmur 55:23) Þú skalt því treysta Jehóva af öllu hjarta eins og hvatt er til í Orðskviðunum 3:5, 6.
Ástvinamissir
9-11. (a) Hvað getur hjálpað okkur að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ástvin? (b) Hvernig getur fordæmi Önnu hjálpað okkur í baráttunni við sorgina?
9 Þegar dauðinn aðskilur ástvini er viðbúið að hinir eftirlifandi finni til djúprar sorgar. Abraham grét Söru, eiginkonu sína, þegar hún dó. (1. Mósebók 23:2) Jesús, sem var fullkominn, grét meira að segja þegar Lasarus, vinur hans, dó. (Jóhannes 11:35) Það er því eðlilegt að vera hryggur og dapur þegar við missum ástvin. Kristnir menn vita hins vegar að dánir eiga eftir að rísa upp. (Postulasagan 24:15) Þess vegna eru þeir „ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von“. — 1. Þessaloníkubréf 4:13.
10 Hvernig er hægt að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ástvin? Lítum á dæmi: Við erum yfirleitt ekki döpur í langan tíma þegar vinur fer í ferðalag vegna þess að við væntum þess að sjá hann aftur þegar hann kemur heim. Með því að minna okkur á að ástvinur, sem var trúfastur Guði, á upprisu í Prédikarinn 7:1.
vændum getum við linað sorgina að einhverju marki. —11 Við getum gert okkur ástvinamissi léttbærari með því að reiða okkur algerlega á „Guð allrar huggunar“. (2. Korintubréf 1:3, 4) Það getur líka hjálpað okkur að rifja upp hvernig ekkjan Anna fór að en hún var uppi á fyrstu öld. Þegar hún kemur við sögu er hún orðin 84 ára. Hún hafði missti eiginmann sinn eftir aðeins sjö ára hjónaband og þjónaði dyggilega í musteri Jehóva fram á gamals aldur. (Lúkas 2:36-38) Guðræknin hefur eflaust hjálpað henni að takast á við sorgina og einmanaleikann. Við getum gert ástvinamissi léttbærari með því að vera virk í starfsemi safnaðarins, þar á meðal boðunarstarfinu.
Að glíma við prófraunir
12. Hvers konar prófraunir þurfa sumir þjónar Guðs að ganga í gegnum?
12 Þjónn Guðs getur þurft að þola prófraunir sem tengjast fjölskyldunni. Ef maki hans fremur hjúskaparbrot getur það til dæmis haft skelfileg áhrif. Áfallið og sorgin getur verið slík að sá sem brotið var gegn geti ekki sofið og gráti stjórnlaust. Einföldustu verk geta reynt svo á hann að hann geri mistök eða valdi slysi. Hann getur misst matarlystina, horast og þurft að glíma við sálræna erfiðleika. Honum getur fundist erfitt að taka þátt í starfsemi safnaðarins. Og svo má ekki gleyma þeim áhrifum sem þetta getur haft á börnin.
13, 14. (a) Af hverju er bæn Salómons við vígslu musterisins uppörvandi? (b) Hvers vegna ættum við að biðja um heilagan anda?
13 Jehóva veitir okkur þá hjálp sem við þurfum þegar við lendum í slíkum prófraunum. (Sálmur 94:19) Bæn Salómons konungs við vígslu musterisins ber vitni um að Guð heyrir bænir þjóna sinna. Salómon bað til Guðs: „Ef einhver maður af lýð þínum Ísrael ber fram bæn eða grátbeiðni, af því að hann kennir angurs í hjarta sínu, og fórnar höndum til þessa húss — þá heyr þú það á himnum, aðseturstað þínum, og fyrirgef og lát til þín taka og gef sérhverjum eins og hann hefir til unnið og svo sem þú þekkir hjarta hans — því að þú einn þekkir hjörtu allra manna — til þess að þeir óttist þig alla þá stund, er þeir lifa í landinu, er þú gafst feðrum vorum.“ — 1. Konungabók 8:38-40.
Matteus 7:7-11) Ávöxtur andans er meðal annars gleði og friður. (Galatabréfið 5:22, 23) Það fylgir því mikill léttir þegar faðirinn á himnum bænheyrir okkur — þegar gleði kemur í stað hryggðar og friður í stað angistar.
14 Það getur verið ákaflega gagnlegt að biðja um heilagan anda. (15. Hvaða ritningarstaðir geta dregið úr áhyggjum og kvíða?
15 Miklu álagi fylgja oft einhverjar áhyggjur. En það er að minnsta kosti hægt að draga úr þeim með því að hafa í huga orð Jesú þegar hann sagði: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. . . . En leitið fyrst ríkis [Guðs] og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matteus 6:25, 33, 34) Pétur postuli hvetur okkur til að ‚varpa allri áhyggju okkar á Guð því að hann ber umhyggju fyrir okkur‘. (1. Pétursbréf 5:6, 7) Það er rétt að reyna sitt besta til að leysa vandamál sem við eigum við að glíma. En eftir að við höfum gert það er lítið gagn í því að hafa áhyggjur. Hins vegar er mikil hjálp að biðja. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá,“ söng sálmaskáldið. — Sálmur 37:5.
16, 17. (a) Af hverju getum við ekki verið algerlega laus við áhyggjur? (b) Hvað fáum við ef við förum eftir Filippíbréfinu 4:6, 7?
16 Páll skrifaði: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ (Filippíbréfið 4:6, 7) Ófullkomnir afkomendur Adams geta auðvitað ekki losnað við áhyggjur með öllu. (Rómverjabréfið 5:12) Guðræknum foreldrum Esaús, þeim Ísak og Rebekku, var „sár skapraun“ að eiginkonum hans en þær voru Hetítar. (1. Mósebók 26:34, 35) Veikindi Tímóteusar og Trófímusar hljóta að hafa valdið þeim áhyggjum. (1. Tímóteusarbréf 5:23; 2. Tímóteusarbréf 4:20) Páll hafði áhyggjur af trúsystkinum sínum. (2. Korintubréf 11:28) En Jehóva „heyrir bænir“ og er alltaf nálægur þeim sem elska hann. — Sálmur 65:3.
17 „Guð friðarins“ styður okkur og hughreystir meðan við bíðum þess að dagur hans renni upp. (Filippíbréfið 4:9) Jehóva er „miskunnsamur og líknsamur“, hann er „góður og fús til að fyrirgefa“ og hann „minnist þess að vér erum mold“. (2. Mósebók 34:6; Sálmur 86:5; 103:13, 14) Við skulum því ‚gera óskir okkar kunnar honum‘ því að þá fáum við ‚frið Guðs‘ — innri ró sem er ofar mannlegum skilningi.
18. Hvernig er hægt að ‚líta‘ Guð, samanber Jobsbók 42:5?
18 Þegar við hljótum bænheyrslu vitum við að Guð er með okkur. Job sagði eftir að prófraunir hans voru afstaðnar: „Ég þekkti þig [Jehóva] af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!“ (Jobsbók 42:5) Við getum ‚séð‘ Jehóva enn skýrar með augum skilnings, trúar og þakklætis þegar við hugleiðum hvernig hann hefur breytt við okkur. Þessi nánu tengsl við hann veita okkur sannan frið í huga og hjarta.
19. Hvað gerist ef við ‚vörpum öllum áhyggjum okkar á Jehóva‘?
19 Ef við ‚vörpum öllum áhyggjum okkar á Jehóva‘ getum við staðist prófraunir með innri ró sem varðveitir hjörtu okkar og hugsanir. Innst í hinu táknræna hjarta er þá enginn kvíði, ótti eða hræðsla. Við erum ekki ráðvillt eða áhyggjufull.
20, 21. (a) Hvernig er Stefán dæmi um þá innri ró sem ofsóttir þjónar Guðs finna fyrir? (b) Nefndu nútímadæmi um innri ró í prófraunum.
20 Lærisveinninn Stefán sýndi af sér innri ró þegar reyndi alvarlega á trú hans. Allir í æðstaráðinu „sáu, að ásjóna hans var sem engils ásjóna“ þegar hann var í þann mund að ávarpa þá í síðasta sinn. (Postulasagan 6:15) Það var slík ró yfir honum að hann var eins og engill ásýndar, sem sendiboði Guðs. Eftir að hann hafði afhjúpað að dómararnir í ráðinu væru sekir um dauða Jesú „trylltust þeir og gnístu tönnum gegn honum“. En Stefán „horfði til himins, fullur af heilögum anda og leit dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði“. Sýnin styrkti hann og hann var trúr allt til dauða. (Postulasagan 7:52-60) Guð getur gefið okkur innri ró þegar við erum ofsótt þó að við sjáum ekki sýnir.
21 Lítum á afstöðu tveggja votta sem voru dæmdir til dauða af nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Annar lýsir réttarhöldunum yfir sér og segir: „Ég var dæmdur til dauða. Ég hlustaði á og síðan, eftir að hafa mælt orðin ‚Vertu trúr allt til dauða‘ og fáein önnur orð Drottins, var allt afstaðið. En hafið ekki áhyggjur af því. Yfir mér er slíkur friður, slík ró að þið getið tæpast ímyndað ykkur.“ Ungur vottur, sem beið þess að verða hálshöggvinn, skrifaði foreldrum sínum: „Nú er komið fram yfir miðnætti. Ég hef enn tíma til að skipta um skoðun. En hvernig gæti ég orðið hamingjusamur aftur í þessum heimi eftir að hafa afneitað Drottni? Það gæti ég ekki! En nú hafið þið vissu fyrir að ég yfirgef þennan heim í hamingju og friði.“ Það leikur enginn vafi á því að Jehóva styður dygga þjóna sína.
Þú getur verið þolgóður
22, 23. Hverju geturðu treyst meðan þú bíður þolgóður eftir að dagur Jehóva renni upp?
22 Það er ekki víst að þú lendir í sömu prófraunum og fjallað er um í þessari grein. Hinn guðhræddi Job hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi.“ (Jobsbók 14:1) Ertu foreldri og leggur þú þig í líma við að leiðbeina börnum þínum með hjálp Biblíunnar? Þau lenda í ýmsum prófraunum í skólanum en það veitir þér mikla gleði þegar þau taka eindregna afstöðu með Jehóva og réttlátum meginreglum hans. Kannski þarftu að þola erfiðleika og freistingar á vinnustað. En þú getur staðist þessa erfiðleika og aðra fleiri vegna þess að Jehóva ber byrðar þínar dag eftir dag. — Sálmur 68:20.
23 Þér finnst þú kannski vera ósköp venjuleg manneskja en mundu að Jehóva gleymir aldrei verki þínu og kærleikanum sem þú sýnir heilögu nafni hans. (Hebreabréfið 6:10) Með hjálp hans geturðu staðist prófraunir sem trú þín verður fyrir. Hafðu því vilja Guðs að leiðarljósi í áformum þínum og bænum. Þá geturðu treyst að hann styðji þig og blessi meðan þú bíður þolgóður eftir að dagur Jehóva renni upp.
Hvert er svarið?
• Af hverju þurfa kristnir menn að vera þolgóðir?
• Hvað getur hjálpað okkur að bera veikindi og ástvinamissi?
• Hvernig getur bænin hjálpað okkur að standast prófraunir?
• Af hverju er hægt að bíða þolgóð eftir degi Jehóva?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 20]
Við getum tekist á við ástvinamissi með því að reiða okkur á Jehóva.
[Mynd á blaðsíðu 22]
Innilegar bænir hjálpa okkur að standast prófraunir.