Talarðu hið hreina tungumál reiprennandi?
Talarðu hið hreina tungumál reiprennandi?
„Þá mun ég gefa þjóðunum nýjar varir og hreinar [„nýtt, hreint tungumál“, NW] svo að þær geti ákallað nafn Drottins.“ — SEF. 3:9.
1. Hvaða dásamlegu gjöf hefur Jehóva gefið okkur?
TUNGUMÁLIÐ átti ekki upptök sín hjá manninum heldur var það gjöf frá skapara mannsins, Jehóva Guði. (2. Mós. 4:11, 12) Hann gaf fyrsta manninum Adam ekki aðeins hæfileikann til að tala heldur gat Adam líka myndað ný orð og aukið þannig við orðaforða sinn. (1. Mós. 2:19, 20, 23) Þetta var dásamleg gjöf. Hún hefur meira að segja gert mönnunum kleift að eiga tjáskipti við föður sinn á himnum og lofa dýrlegt nafn hans.
2. Af hverju tala mennirnir ekki lengur eitt sameiginlegt tungumál?
2 Fyrstu 17 aldirnar í sögu manna töluðu allir aðeins eitt tungumál og „notuðu sömu orð“. (1. Mós. 11:1) En á dögum Nimrods gerðu óhlýðnir menn uppreisn. Gagnstætt fyrirmælum Jehóva söfnuðust þeir saman þar sem síðar var kallað Babel af því að þeir vildu allir vera á sama stað. Þeir tóku að byggja mikinn turn, ekki til að heiðra Jehóva heldur til að verða „frægir“. Þess vegna ruglaði Jehóva sameiginlegu tungumáli þessara uppreisnarseggja svo að þeir fóru að tala ólík mál. Í framhaldi af því dreifðust þeir um alla jörðina. — Lestu 1. Mósebók 11:4-8.
3. Hvað gerðist þegar Jehóva ruglaði tungumáli uppreisnarseggjanna í Babel?
3 Nú á dögum eru talaðar þúsundir tungumála í heiminum — sumir segja rúmlega 6.800. Á hverju þessara tungumála er hugsað eftir ólíkum brautum. Þegar Jehóva Guð ruglaði tungumáli uppreisnarseggjanna virðist hann hafa þurrkað út alla minningu um hið 1. Mós. 11:9, neðanmáls) Það er athyglisvert að aðeins Biblían skuli gefa viðunandi skýringu á uppruna hinna fjölbreytilegu tungumála sem nú eru.
sameiginlega tungumál sem þeir höfðu haft. Hann kom ekki aðeins fyrir í huga þeirra nýjum orðaforða heldur breytti líka hugsunarferli þeirra og bjó til nýja málfræði. Það er ekki að furða að staðurinn þar sem turninn var byggður skyldi hafa verið kallaður „ruglingur“ eða Babel. (Nýtt, hreint tungumál
4. Hvað spáði Jehóva að myndi gerast á okkar tímum?
4 Þótt frásaga Biblíunnar af íhlutun Guðs í Babel sé ákaflega athyglisverð hafa enn mikilvægari atburðir átt sér stað á okkar tímum. Jehóva boðaði fyrir milligöngu Sefanía spámanns: „Þá mun ég gefa þjóðunum nýjar varir og hreinar [„nýtt, hreint tungumál“, NW] svo að þær geti ákallað nafn Drottins og þjónað honum einhuga.“ (Sef. 3:9) Hvert er hið hreina tungumál og hvernig getum við lært að tala það reiprennandi?
5. Hvert er hið nýja, hreina tungumál og hvaða áhrif hefur það haft?
5 Hið hreina tungumál er sannleikurinn um Jehóva Guð og fyrirætlun hans samkvæmt orði hans Biblíunni. Þetta „tungumál“ felur í sér réttan skilning á sannleikanum um ríki Guðs og hvernig það mun helga nafn hans, verja drottinvald hans og færa hlýðnum mönnum eilífa blessun. Hvaða áhrif hefur það að menn læra þetta nýja tungumál? Okkur er sagt að fólk muni ákalla nafn Jehóva og þjóna honum einhuga. Ólíkt atburðunum í Babel hefur þetta nýja, hreina tungumál orðið nafni Jehóva til lofs og sameinað þjóna hans.
Að læra hið hreina tungumál
6, 7. (a) Hvað er fólgið í því að læra nýtt tungumál og hvernig á það við um tungumál sannleikans? (b) Hvað skoðum við í framhaldinu?
6 Þegar einhver byrjar að læra nýtt tungumál er ekki nóg fyrir hann að læra ný orð. Hann verður að læra að hugsa öðruvísi og eftir nýjum brautum. Rökfræði og skopskyn getur verið mismunandi eftir tungumálum. Til að ná að bera fram ný hljóð þarf að nota talfærin á nýjan hátt, til dæmis tunguna. Hið sama á við þegar við förum að læra hið hreina tungumál sannleikans. Það er ekki nóg að læra fáeinar grundvallarkenningar Biblíunnar. Til að ná fullum tökum á þessu nýja tungumáli verðum við að breyta um hugsunarhátt og endurnýja hugarfar okkar. — Lestu Rómverjabréfið 12:2; Efesusbréfið 4:23.
7 Hvað getur auðveldað okkur bæði að skilja hið hreina tungumál og tala það reiprennandi? Til eru nokkrar grundvallaraðferðir til að læra nýtt tungumál og verða fær í því. Hið sama er að segja um tungumál sannleikans. Við skulum skoða nokkrar aðferðir sem fólk notar til að læra nýtt tungumál og athuga hvernig þær geta hjálpað okkur að læra þetta nýja táknræna tungumál.
Að tala hið hreina tungumál reiprennandi
8, 9. Hvað verðum við að gera ef við viljum læra hið hreina tungumál og hvers vegna er það mikilvægt?
8Hlustaðu vandlega. Í fyrstu gæti nýtt tungumál virst algerlega óskiljanlegt. (Jes. 33:19) En þegar fólk lærir að einbeita sér að því sem það heyrir fer það að bera kennsl á einstök orð og taka eftir orðasamböndum. Á svipaðan hátt eru okkur gefin þessi fyrirmæli: „Okkur [ber] að gefa því enn betur gaum er við höfum heyrt svo að við berumst eigi afleiðis.“ (Hebr. 2:1) Jesús hvatt fylgjendur sína margsinnis: „Hver sem eyru hefur hann heyri.“ (Matt. 11:15; 13:43; Mark. 4:23; Lúk. 14:35) Já, við verðum að ‚heyra og skilja‘ það sem sagt er til að læra tungumál sannleikans betur. — Matt. 15:10; Mark. 7:14.
Lúk. 8:18) Þegar við erum á safnaðarsamkomum einbeitum við okkur þá að kennslunni eða erum við annars hugar? Við verðum að leggja okkur öll fram um að einbeita okkur að því sem fram fer. Annars gæti athygli okkar orðið sljó. — Hebr. 5:11.
9 Til að hlusta verðum við að einbeita okkur en það er vel þess virði. (10, 11. (a) Hvað verðum við að gera auk þess að hlusta vandlega? (b) Hvað annað er fólgið í því að tala hið hreina tungumál?
10Líktu eftir þeim sem tala málið vel. Þeir sem læra nýtt tungumál eru ekki aðeins hvattir til að hlusta vandlega heldur líka til að reyna að líkja eða herma eftir framburði og málfari þeirra sem tala málið vel. Þetta getur komið í veg fyrir að nemandinn læri að tala með sterkum hreim en það gæti síðar orðið til þess að hann eigi erfitt með að gera sig skiljanlegan. Við ættum á sambærilegan hátt að læra af þeim sem eru duglegir að kenna hið nýja tungumál. (2. Tím. 4:2) Biddu um hjálp. Vertu fús til að þiggja leiðréttingu þegar þér verða á mistök. — Lestu Hebreabréfið 12:5, 6, 11.
11 Að tala hið hreina tungumál felur ekki aðeins í sér að trúa sannleikanum og kenna hann öðrum heldur líka að temja okkur að lifa í samræmi við lög Guðs og meginreglur. Til að þetta takist vel verðum við að líkja eftir öðrum. Það felur í sér að líkja eftir trú þeirra og kostgæfni. Það felur líka í sér að líkja eftir lífsstefnu Jesú í heild. (1. Kor. 11:1; Hebr. 12:2; 13:7) Ef við gerum þetta staðfastlega stuðlar það að einingu meðal þjóna Jehóva og gerir þeim kleift að tala með sama hreim, ef svo mætti að orði komast. — 1. Kor. 4:16, 17.
12. Hvernig kemur minnisgáfan að gagni þegar maður lærir nýtt tungumál?
12Notaðu minnisgáfuna. Þeir sem læra nýtt tungumál verða að leggja margt á minnið. Þeir þurfa meðal annars að læra ný orð og orðatiltæki. Til að ná tökum á hinu hreina tungumáli getur verið mjög gagnlegt fyrir kristna menn að leggja ýmislegt á minnið. Það er til dæmis gott að læra nöfn biblíubókanna og röð þeirra. Sumir hafa haft það að markmiði að læra ákveðinn fjölda ritningarstaða utan að eða vita hvar í Biblíunni þeir eru. Öðrum hefur fundist gagnlegt að leggja á minnið ríkissöngva, nöfn ættkvísla Ísraels og postulanna 12 og þá eiginleika sem mynda ávöxt andans. Ungur drengur kunni utanbókar meira en 80 biblíuvers þegar hann var aðeins sex ára. Og margir Ísraelsmenn til forna lögðu sálmana á minnið. Gætum við nýtt okkur betur þennan mikilvæga hæfileika?
13. Af hverju er endurtekning mikilvæg?
13Endurtekning er góð minnishjálp og endurteknar áminningar eru ómissandi þáttur í menntun kristinna manna. Pétur postuli sagði: „Ég [ætla] mér ávallt að minna ykkur á 2. Pét. 1:12) Af hverju þurfum við endurteknar áminningar? Af því að þær dýpka skilning okkar, víkka sjóndeildarhringinn og gera okkur einbeittari í því að hlýða Jehóva. (Fil. 3:1) Ef við erum dugleg að rifja upp leiðbeiningar og meginreglur Guðs hjálpar það okkur að líta í eigin barm og vinna gegn þeirri tilhneigingu að ‚gleyma því sem við heyrum‘. (Jak. 1:22-25) Ef við minnum okkur ekki jafnt og þétt á sannleikann mun eitthvað annað hafa áhrif á hjarta okkar og við gætum hætt að tala hið hreina tungumál reiprennandi.
þetta enda þótt þið vitið það og hvikið ekki frá sannleikanum sem þið nú hafið öðlast.“ (14. Hvað getur hjálpað okkur að læra hið hreina tungumál?
14Lestu upphátt. Sumir reyna að læra nýtt tungumál án þess að æfa sig upphátt. Þetta er ekki besta leiðin til að ná árangri. Þegar við lærum hið hreina tungumál gætum við þurft að lesa upphátt endrum og eins til að halda einbeitingunni. Í Sálmi 1:1, 2 segir: „Sæll er sá sem . . . hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir [„les lágum rómi“, NW] lögmál hans dag og nótt.“ Þetta festir í huga okkar efnið sem við erum að lesa. Hebreska orðatiltækið, sem þýtt er „les lágum rómi“, er nátengt því að hugleiða. Hugleiðing er nauðsynleg til að meðtaka það sem við lesum á sama hátt og við þurfum að melta mat til að hann næri okkur. Gefum við okkur nægan tíma til að hugleiða efnið? Þegar við höfum lesið í Biblíunni verðum við að hugsa vandlega um það sem við höfum lesið.
15. Hvernig getum við lært „málfræði“ hins hreina tungumáls?
15Lærðu málfræðina. Þegar fólk lærir nýtt tungumál kemur að því að það þarf að læra málfræðireglur og setningaskipan. Þetta gerir því kleift að skilja uppbyggingu tungumálsins svo að það geti talað rétt. Tungumál fylgja ákveðnum reglum eða mynstri og á sama hátt fylgir hið hreina tungumál sannleikans „mynstri heilnæmu orðanna“. (2. Tím. 1:13, NW) Við verðum að fylgja þessu „mynstri“.
16. Hvaða gryfju verðum við að forðast og hvernig getum við gert það?
16Haltu áfram að taka framförum. Sumir læra nóg í ákveðnu tungumáli til að bjarga Hebreabréfið 5:11-14.) Hvað getur hjálpað okkur að falla ekki í þessa gryfju? Vertu fús til að auka orðaforðann ef svo mætti að orði komast. „Við [skulum] sleppa byrjendafræðslunni um Krist og snúa okkur að fræðslunni fyrir lengra komna. Við förum ekki að byrja aftur á undirstöðuatriðum eins og að trúa á Guð og hverfa frá breytni sem leiðir til dauða, kenningunni um skírnir og handayfirlagningar, upprisu dauðra og eilífan dóm.“ — Hebr. 6:1, 2.
sér í venjulegum samræðum en hætta síðan að taka framförum. Hið sama getur átt sér stað hjá þeim sem tala hið hreina tungumál. (Lestu17. Af hverju er mikilvægt að hafa reglulegar námsstundir? Lýstu með dæmi.
17Taktu frá ákveðinn tíma til náms. Það er betra að hafa stuttar námsstundir og reglulegar en langar og óreglulegar. Veldu stundir til náms þegar þú ert vel vakandi og truflanir eru litlar. Að læra nýtt tungumál er eins og að búa til slóð í frumskógi. Því oftar sem slóðin er gengin þeim mun auðveldara verður ferðalagið. Ef slóðin er ekki notuð um langan tíma nær frumskógurinn fljótlega yfirhöndinni. Það er því nauðsynlegt að vera reglufastur og einbeittur. (Dan. 6:17, 21) Við þurfum að vera bænrækin, „árvökul og stöðug“ til að tala hið hreina tungumál sannleikans. — Ef. 6:18.
18. Af hverju ættum við að tala hið hreina tungumál hvenær sem færi gefst?
18Talaðu, talaðu og talaðu! Sumir sem læra nýtt tungumál hika við að tala það vegna þess að þeir eru feimnir eða hræddir um að segja eitthvað vitlaust. Þetta kemur í veg fyrir að þeir taki framförum. Æfingin skapar meistarann, segir máltækið og það á sannarlega við um tungumálanám. Því meir sem nemandinn talar nýja tungumálið þeim mun auðveldara verður fyrir hann að nota það. Við þurfum líka að tala hið hreina tungumál hvenær sem færi gefst. „Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis.“ (Rómv. 10:10) Við játum ekki aðeins trú okkar þegar við skírumst heldur líka þegar við tölum um Jehóva við hvert tækifæri, til dæmis þegar við tökum þátt í boðunarstarfinu. (Matt. 28:19, 20; Hebr. 13:15) Á safnaðarsamkomum fáum við líka tækifæri til að tala hið hreina tungumál skýrum orðum. — Lestu Hebreabréfið 10:23-25.
Notum hið hreina tungumál til að lofa Jehóva
19, 20. (a) Hvað afreka vottar Jehóva nú á dögum? (b) Hvað ert þú staðráðinn í að gera?
19 Það hlýtur að hafa verið mjög spennandi að vera í Jerúsalem að morgni sunnudagsins 6. sívan árið 33. Hópur fólks var saman kominn í loftstofu snemma þennan morgun. Rétt fyrir klukkan níu gerðist það kraftaverk að viðstaddir „tóku að tala öðrum tungum“. (Post. 2:4) Núna er þjónum Guðs ekki lengur gefið að tala tungum. (1. Kor. 13:8) En þrátt fyrir það boða vottar Jehóva fagnaðarerindið um ríkið á meira en 430 tungumálum.
20 Við erum innilega þakklát fyrir að við skulum öll í sameiningu tala hið hreina tungumál sannleikans sama hvaða mál við tölum venjulega. Að vissu leyti er þetta andstæða þess sem gerðist í Babel. Þjónar Jehóva lofa nafn hans einum rómi rétt eins og þeir töluðu allir sama tungumálið. (1. Kor. 1:10) Við skulum vera staðráðin í því að halda áfram að þjóna „einhuga“ með trúsystkinum okkar um alla jörðina og læra að tala þetta tungumál æ betur, til lofs himneskum föður okkar, Jehóva. — Lestu Sálm 150:1-6.
Hvert er svarið?
• Hvert er hið hreina tungumál?
• Hvað er fólgið í því að tala hið hreina tungumál?
• Hvað auðveldar okkur að tala hið hreina tungumál reiprennandi?
[Spurningar]
[Rammi á blaðsíðu 23]
Lærðu að tala hið hreina tungumál enn betur með því að
◆ hlusta vandlega.
◆ líkja eftir þeim sem tala málið vel.
◆ nota minnisgáfuna og endurtaka.
◆ lesa upphátt.
Sálm. 1:1, 2, NW
◆ læra „málfræðina“.
2. Tím. 1:13, NW
◆ halda áfram að taka framförum.
◆ taka frá ákveðinn tíma til náms
◆ tala það.
[Myndir á blaðsíðu 24]
Þjónar Jehóva tala hið hreina tungumál einum rómi.