Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Það er í sannleika hið helga og mikla nafn Guðs“

„Það er í sannleika hið helga og mikla nafn Guðs“

„Það er í sannleika hið helga og mikla nafn Guðs“

Svo mælti Nikulás frá Kúsa í prédikun sem hann flutti árið 1430. * Hann lagði stund á margs konar fræði, meðal annars grísku, hebresku, heimspeki, guðfræði, stærðfræði og stjörnufræði. Tuttugu og tveggja ára að aldri varð hann doktor í rómversk-kaþólskum kirkjurétti og var skipaður kardínáli árið 1448.

Fyrir hér um bil 550 árum stofnsetti Nikulás hjúkrunarheimili fyrir aldraða í bænum Kues í Þýskalandi, einnig kallaður Bernkastel-Kues. Bærinn stendur við ána Mósel, um 120 kílómetra vestur af Frankfurt. Í byggingunni er nú til húsa bókasafn Nikulásar þar sem geymd eru rösklega 310 handrit. Eitt þeirra er Codex Cusanus 220 og í því er að finna prédikunina sem Nikulás flutti árið 1430. Prédikunin kallast á latínu In principio erat verbum (Í upphafi var orðið) og þar notar Nikulás nafnið Iehoua sem er latneskur ritháttur nafnsins Jehóva. * Á blaðsíðu 56 segir eftirfarandi um nafn Guðs: „Það er af Guði gefið. Það er fjórstafanafnið, þ.e. nafnið ritað með fjórum stöfum . . . Það er í sannleika hið helga og mikla nafn Guðs.“ Þessi orð Nikulásar koma heim og saman við þá staðreynd að nafn Guðs er að finna í frumtexta Hebresku ritninganna. — 2. Mós. 6:3, neðanmáls.

Þessi bók frá fyrri hluta 15. aldar hefur að geyma eitt elsta þekkta dæmið um að fjórstafanafnið sé umritað „Iehoua“. Hún styður það að algengast hafi verið um aldaraðir að umrita nafn Guðs eitthvað í líkingu við „Jehóva“.

[Neðanmáls]

^ gr. 2 Hann er einnig þekktur undir nöfnunum Nicolaus Cusanus, Nikolaus Cryfts (Krebs) og Nikolaus von Kues og er kenndur við bæinn Kúsa eða Kues þar sem hann fæddist.

^ gr. 3 Prédikunin, sem um ræðir, var flutt til að rökstyðja kenninguna um heilaga þrenningu.

[Mynd á blaðsíðu 16]

Bókasafn Nikulásar frá Kúsa.