Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Spurningar frá lesendum

Spurningar frá lesendum

Spurningar frá lesendum

Hvenær var Satan varpað niður af himni? — Opinb. 12:1-9.

Í Opinberunarbókinni er ekki nákvæmlega tilgreint hvenær Satan var varpað niður af himni. En þar er minnst á atburðarás sem getur hjálpað okkur að áætla hvenær það hafi átt sér stað. Fyrst er getið um að Messíasarríkið hafi verið stofnað. Eftir það „hófst stríð á himni“ sem leiddi til ósigurs Satans og þess að honum var að lokum varpað niður af himni.

Í Biblíunni kemur greinilega fram að ‚tímum heiðingjanna‘ lauk árið 1914 og ríki Guðs var þá stofnsett. * (Lúk. 21:24) Hversu fljótt á eftir braust út stríðið á himni með þeim afleiðingum að Satan var úthýst?

Í Opinberunarbókinni 12:4 stendur: „Drekinn [Satan] stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt.“ Þetta sýnir að Satan vildi gera fljótt út af við hið nýstofnaða Guðsríki ef mögulegt væri. Þó að íhlutun Jehóva kæmi í veg fyrir að Satan ynni þetta illskuverk var Satan staðráðinn í að skaða hið nýstofnaða ríki Guðs og sveifst einskis. „Mikael og englar hans“ brugðust þess vegna skjótt við og vörpuðu ‚drekanum og englum hans‘ af himni svo að Guðsríki yrði ekki fyrir neinum skaða. Það er rökrétt að álykta að stríðið og brottrekstur Satans hafi átt sér stað skömmu eftir að ríki Guðs var stofnað 1914.

Annað sem ber að hafa í huga er upprisa andasmurðra kristinna manna en hún hófst fljótlega eftir stofnun Guðsríkis samkvæmt því sem bent er á í Biblíunni. * (Opinb. 20:6) Þess er ekki getið að nokkur af andasmurðum bræðrum Krists hafi verið með honum í stríðinu við drekann og engla hans. Því hefur stríðinu á himni og brottrekstri Satans og illu andanna verið lokið þegar upprisa bræðra Jesú Krists hófst.

Biblían opinberar því ekki nákvæmlega hvenær Satan og illu öndunum var varpað niður af himni. Samt sem áður er augljóst að sá atburður fylgdi fljótt í kjölfar þess að Jesús Kristur var krýndur á himni 1914.

[Neðanmáls]