Von um eilíft líf á jörð — gjöf frá Guði
Von um eilíft líf á jörð — gjöf frá Guði
„Sköpunin er hneppt í ánauð hverfulleikans . . . [í] von.“ — RÓMV. 8:20, 21.
1, 2. (a) Af hverju skiptir vonin um eilíft líf á jörð miklu máli fyrir okkur? (b) Af hverju eru margir vantrúaðir á að hægt sé að lifa að eilífu á jörðinni?
EF TIL VILL er þér minnisstæð gleðin sem þú upplifðir þegar þú fékkst að heyra að í náinni framtíð muni fólk ekki lengur eldast og deyja heldur lifa að eilífu á jörðinni. (Jóh. 17:3; Opinb. 21:3, 4) Þú hefur sennilega haft ánægju af því að segja öðrum frá þessari biblíulegu von. Vonin um eilíft líf er mikilvægur þáttur í fagnaðarerindinu sem við boðum. Hún mótar viðhorft okkar til lífsins.
2 Trúfélög kristna heimsins hafa að mestu leyti hunsað vonina um eilíft líf á jörð. Biblían kennir að sálin deyi en flestar kirkjur halda á lofti þeirri óbiblíulegu kenningu að maðurinn hafi ódauðlega sál sem lifi áfram á andasviðinu eftir líkamsdauðann. (Préd. 9:5) Þess vegna eru margir vantrúaðir á að hægt sé að lifa að eilífu á jörðinni. Við gætum því spurt okkur: Er þessi von raunverulega byggð á Biblíunni? Ef svo er, hvenær gaf Guð mönnum fyrst þessa von?
‚Í ánauð hverfulleikans — í von‘
3. Hvernig var fyrirætlun Guðs með mennina gerð augljós frá upphafi mannkynssögunar?
3 Fyrirætlun Jehóva með mennina var opinberuð í upphafi mannkynssögunnar. Hann sagði skýrt að Adam myndi lifa að eilífu ef hann væri hlýðinn. (1. Mós. 2:9, 17; 3:22) Fyrstu afkomendur Adams heyrðu örugglega af syndafalli mannsins og sáu afleiðingar þess. Búið var að loka aðganginum að Edengarðinum og fólk varð gamalt og dó. (1. Mós. 3:23, 24) Eftir því sem árin liðu styttist æviskeið manna. Adam lifði í 930 ár. Sem lifði af flóðið og varð aðeins 600 ára. Sonur hans Arpaksad varð 438 ára. Tera, faðir Abrahams, lifði í 205 ár og æviskeið Abrahams var 175 ár. Ísak, sonur Abrahams, varð 180 ára og Jakob 147 ára. (1. Mós. 5:5; 11:10-13, 32; 25:7; 35:28; 47:28) Margir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því hvað þessi hnignun þýddi — menn höfðu glatað eilífa lífinu. Höfðu þeir von um að hægt væri að endurheimta það?
4. Hvaða ástæðu höfðu trúfastir menn fortíðar til að trúa að Guð myndi veita mönnum aftur þá blessun sem Adam glataði?
4 Í orði Guðs segir: „Sköpunin [það er mannkynið] er hneppt í ánauð hverfulleikans . . . [í] von.“ (Rómv. 8:20, 21) Hvaða von? Fyrsti spádómurinn í Biblíunni fjallaði um niðja sem myndi merja höfuð höggormsins. (Lestu 1. Mósebók 3:1-5, 15.) Loforðið um niðjann veitti trúföstum mönnum von um að Guð myndi ekki falla frá fyrirætlun sinni með mannkynið. Það gaf mönnum eins og Abel og Nóa ástæðu til að trúa að Guð myndi veita mönnum aftur þá blessun sem Adam glataði. Þessir menn gerðu sér ef til vill grein fyrir því að þegar niðjinn yrði ‚höggvinn í hælinn‘ yrði blóði úthellt. — 1. Mós. 4:4; 8:20; Hebr. 11:4.
5. Hvað sýnir að Abraham trúði á upprisuna?
Hebr. 11:17) Af hverju var hann fús til þess? (Lestu Hebreabréfið 11:19.) Hann trúði á upprisuna. Abraham hafði góða ástæðu til að trúa á upprisuna því að Jehóva hafði endurlífgað getnaðarmátt hans og gert honum og Söru, eiginkonu hans, kleift að eignast son í hárri elli. (1. Mós. 18:10-14; 21:1-3; Rómv. 4:19-21) Abraham var líka búinn að fá loforð frá Jehóva sem hljóðaði þannig: „Afkomendur þínir munu kenndir verða við Ísak.“ (1. Mós. 21:12) Abraham hafði því góða ástæðu til að vænta þess að Guð myndi reisa Ísak upp frá dauðum.
5 Tökum Abraham sem dæmi. Þegar hann var reyndur var hann „reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum“. (6, 7. (a) Hvaða sáttmála gerði Jehóva við Abraham? (b) Hvernig veitti loforðið, sem Jehóva gaf Abraham, mannkyninu von?
6 Vegna einstakrar trúar Abrahams gerði Jehóva sáttmála við hann um afkomendur hans eða ‚niðja‘. (Lestu 1. Mósebók 22:18.) Aðalniðjinn reyndist vera Jesús Kristur. (Gal. 3:16) Jehóva hafði sagt Abraham að hann myndi margfalda ‚niðja‘ hans „eins og stjörnur á himni, eins og sand á sjávarströnd“.Abraham vissi ekki töluna. (1. Mós. 22:17) Seinna var þessi tala hins vegar opinberuð. Jesús Kristur og þær 144.000, sem munu ríkja með honum á himnum, mynda ‚niðjann‘. (Gal. 3:29; Opinb. 7:4; 14:1) Það er fyrir milligöngu Messíasarríkisins sem „allar þjóðir heims munu blessun hljóta“.
7 Abraham getur ekki hafa skilið til fulls þýðingu sáttmálans sem Jehóva gerði við hann. Engu að síður segir í Biblíunni að „hann vænti þeirrar borgar sem hefur traustan grunn“. (Hebr. 11:10) Sú borg er Guðsríki. Til að hljóta þá blessun, sem Guðsríki veitir, verður Abraham að fá lífið á ný. Upprisan veitir honum von um eilíft líf á jörð. Þeir sem lifa af Harmagedón eða verða reistir upp frá dauðum geta einnig hlotið eilíft líf. — Opinb. 7:9, 14; 20:12-14.
„Andinn í brjósti mér knýr mig“
8, 9. Af hverju má segja að Jobsbók sé ekki aðeins frásaga af raunum eins manns?
8 Job var uppi einhvern tíma á milli Jósefs, langafabarns Abrahams, og spámannsins Móse. Jobsbók var líklega rituð af Móse. Í henni er útskýrt hvers vegna Jehóva leyfði að Job þjáðist og hvernig málum hans lyktaði. En Jobsbók er ekki aðeins frásaga af raunum eins manns. Hún fjallar um mál sem tengjast öllum vitibornum sköpunarverum Guðs. Bókin sýnir að Jehóva stjórnar á réttlátan hátt og að deilumálið, sem vaknaði í Eden, tengist ráðvendni allra jarðneskra þjóna Jehóva og hefur áhrif á lífsmöguleika þeirra. Job skildi ekki deilumálið. Samt sem áður lét hann félaga sína þrjá ekki telja sér trú um að honum hefði mistekist að sýna ráðvendni. (Job. 27:5, NW) Þessi frásaga ætti að styrkja trú okkar og gera okkur ljóst að við getum verið ráðvönd og varið drottinvald Jehóva.
9 Þegar þrír svokallaðir huggarar Jobs höfðu lokið máli sínu „tók Elíhú Barakelsson Búsíti til máls“. Hvað fékk hann til að tjá sig? „Ég er fullur af orðum,“ sagði hann. „Andinn í brjósti mér knýr mig.“ (Job. 32:5, 6, 18) Þótt innblásin orð Elíhú hafi ræst þegar raunir Jobs tóku enda hafa orð hans einnig þýðingu fyrir aðra. Þau veita öllum ráðvöndum mönnum von.
10. Hvað sýnir að Jehóva veitir einstaklingum stundum boðskap sem má heimfæra í víðari skilningi á mannkynið almennt?
10 Jehóva færir stundum einstaklingum boðskap sem má heimfæra í víðari skilningi Dan. 4:10-27) Þótt þessi draumur hafi uppfyllst á Nebúkadnesari vísaði hann til einhvers mun meira. Hann benti á að drottinvald Guðs yfir jörðinni, sem birtist fyrir milligöngu ríkis í ætt Davíðs konungs, myndi birtast aftur eftir 2520 ár, talið frá 607 f.Kr. * Drottinvald Guðs yfir jörðinni birtist á ný þegar Jesús Kristur var krýndur konungur á himnum árið 1914. Hugsaðu þér. Innan tíðar mun stjórn Guðsríkis láta vonir hlýðinna manna verða að veruleika.
á mannkynið almennt. Dæmi um þetta er spádómur Daníels varðandi draum Nebúkadnesars konungs um geysistórt tré sem var höggvið niður. („Bjargaðu honum frá gröfinni“
11. Hvað segja orð Elíhú okkur um Guð?
11 Þegar Elíhú svarar Job talar hann um engil eða talsmann, „einn af þúsund sem boða mönnunum hið rétta“. Hvað ef þessi engill „biður til Guðs og hann miskunnar honum [manninum]“? Elíhú segir: „[Guð] miskunnar sig yfir hann og segir: ‚Bjargaðu honum frá gröfinni, ég hef fundið lausnargjald,‘ þá styrkist hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.“ (Job. 33:23-26) Þessi orð lýsa fúsleika Guðs til að þiggja „lausnargjald“ í þágu iðrandi manna. — Job. 33:24.
12. Hvaða von veita orð Elíhú mannkyninu?
12 Elíhú skildi sennilega ekki fulla þýðingu lausnargjaldsins, rétt eins og spámenn skildu ekki til fulls allt sem þeir skrifuðu. (Dan. 12:8; 1. Pét. 1:10-12) Samt sem áður endurspegla orð hans vonina um að þegar fram liðu stundir myndi Guð þiggja lausnargjald og frelsa manninn undan öldrun og dauða. Orð Elíhú veittu dásamlega von um eilíft líf. Jobsbók sýnir líka fram á að það verður upprisa. — Job. 14:14, 15.
13. Hvaða þýðingu hafa orð Elíhú fyrir kristna menn?
13 Núna hafa orð Elíhú þýðingu fyrir milljónir kristinna manna sem vonast til að lifa af eyðingu þessa heims. Hinir öldruðu, Opinb. 7:9, 10, 14-17) Vonin um að sjá hina dánu rísa upp með fullan æskuþrótt gleður trúfasta menn enn í dag. Til að andasmurðir kristnir menn hljóti ódauðleika á himnum og ‚aðrir sauðir‘ eilíft líf á jörð þurfa þeir að sjálfsögðu að trúa á lausnarfórn Krists. — Jóh. 10:16; Rómv. 6:23.
sem lifa af, snúa aftur til æskudaga sinna. (Dauðinn afmáður af jörðinni
14. Hvað sýnir að Ísraelsmenn þurftu eitthvað meira en Móselögin til að hljóta von um eilíft líf?
14 Niðjar Abrahams urðu sjálfstæð þjóð þegar þeir gengust undir sáttmálasamband við Guð. Þegar Jehóva gaf þjóðinni lögmálið sagði hann: „Þið eigið að halda lög mín og reglur. Hver sem það gerir mun halda lífi þeirra vegna.“ (3. Mós. 18:5) En þar sem þeir gátu ekki lifað í samræmi við fullkominn mælikvarða lögmálsins fordæmdi lögmálið þá og þeir þurftu lausn undan þessari fordæmingu. — Gal. 3:13.
15. Um hvaða framtíðarvon var Davíð innblásið að skrifa?
15 Eftir daga Móse innblés Jehóva öðrum biblíuriturum að nefna vonina um eilíft líf. (Sálm. 21:5; 37:29) Til dæmis lauk Davíð sálmi um einingu sannra tilbiðjenda á Síonfjalli með orðunum: „Þar hefur Drottinn boðið út blessun, líf að eilífu.“ — Sálm. 133:3.
16. Hverju lofaði Jehóva um framtíð jarðarinnar fyrir milligöngu Jesaja?
16 Jehóva innblés Jesaja að spá um eilíft líf á jörð. (Lestu Jesaja 25:7, 8.) Synd og dauði hafa hvílt þungt á mannkyninu eins og kæfandi „hula“ eða teppi. Jehóva fullvissar þjóna sína um að hann muni afmá synd og dauða „af allri jörðinni“.
17. Hvaða spádómlega hlutverki gegndi Messías sem gerir eilíft líf mögulegt?
17 Skoðum einnig ákvæðið í Móselögunum um geithafurinn fyrir Asasel. Einu sinni á ári á friðþægingardeginum ‚lagði æðstipresturinn báðar hendur á höfuð lifandi geithafurs og játaði yfir honum öll afbrot Ísraelsmanna og lagði þau á höfuð 3. Mós. 16:7-10, 21, 22) Jesaja spáði um komu Messíasar sem myndi gegna svipuðu hlutverki. Hann myndi bera burt „þjáningar“, „harmkvæli“ og „synd margra“ og gera þannig eilíft líf mögulegt. — Lestu Jesaja 53:4-6, 12.
geithafursins. Og geithafurinn bar öll afbrot þeirra út í óbyggðina.‘ (18, 19. Hvaða von kemur skýrt fram í Jesaja 26:19 og Daníel 12:13?
18 Fyrir milligöngu Jesaja sagði Jehóva við þjóð sína Ísrael: „Menn þínir, sem dánir eru, munu lifna, lík þeirra rísa upp. Þeir sem í moldinni búa munu vakna og fagna. Þar sem dögg þín er dögg ljóssins mun jörðin fæða þá sem dánir eru.“ (Jes. 26:19) Hebresku ritningarnar sýna skýrt að til er von um upprisu og líf á jörð. Þegar Daníel var á tíræðisaldri sagði Jehóva við hann: „Gakk þú til hvíldar. Þú munt rísa upp og taka við hlut þínum við endalok daganna.“ — Dan. 12:13.
19 Vegna upprisuvonarinnar gat Marta sagt við Jesú um látinn bróður sinn: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“ (Jóh. 11:24) Breyttist þessi von með kennslu Jesú og innblásnum skrifum lærisveina hans? Veitir Jehóva mönnum enn þá von um eilíft líf á jörð? Við skoðum svörin við þessum spurningum í næstu grein.
[Neðanmáls]
^ gr. 10 Nánari upplýsingar er að finna í 6. kafla bókarinnar Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar.
Geturðu útskýrt?
• Hvaða von hafði mannkynið þegar það var „hneppt í ánauð hverfulleikans“?
• Hvað sýnir að Abraham trúði á upprisuna?
• Hvernig veitir það sem Elíhú sagði við Job mannkyninu von?
• Hvernig leggja Hebresku ritningarnar áherslu á vonina um upprisu og eilíft líf á jörð?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 5]
Það sem Elíhú sagði við Job veitir von um að mannkynið losni undan öldrun og dauða.
[Mynd á blaðsíðu 6]
Jehóva fullvissaði Daníel um að hann myndi ‚rísa upp og taka við hlut sínum við endalok daganna‘.