Geturðu komið yfir til Makedóníu?
Geturðu komið yfir til Makedóníu?
PÁLL POSTULI sá sýn í hafnarborginni Tróas í Litlu-Asíu. Makedónskur maður sagði við hann: „Kom yfir til Makedóníu og hjálpa okkur!“ Um leið og Páll sá sýnina skildu hann og ferðafélagar hans „að Guð hafði kallað [þá] til þess að flytja [Makedóníumönnum] fagnaðarerindið“. Hver var árangurinn? Lýdía og heimili hennar tóku trú en þau bjuggu í Filippí sem var ein af helstu borgunum í Makedóníu. Fleiri í rómverska skattlandinu Makedóníu fylgdu í kjölfarið. — Post. 16:9-15.
Við sjáum sama fúsleika meðal votta Jehóva nú á tímum. Margir hafa ákveðið að flytja á eigin kostnað á svæði þar sem er meiri þörf fyrir boðbera. Til dæmis mætti nefna Lisu en hún vildi einbeita sér betur að boðunarstarfinu. Hún flutti frá Kanada til Keníu. Trevor og Emily, sem eru einnig frá Kanada, fóru til Malaví með það fyrir augum að auka við starf sitt. Paul og Maggie frá Englandi litu á starfslok sín sem kjörið tækifæri til að gera meira í þjónustunni við Jehóva og fluttu til Austur-Afríku. Hefur þú þennan fórnfúsa anda? Geturðu hugsað þér að gera slíkar breytingar? Ef svo er, hvaða meginreglur Biblíunnar og gagnlegu ráðleggingar geta hjálpað þér að ná árangri?
Líttu í eigin barm
Eitt af því sem þú þarft að skoða eru hvatir þínar. Jesús lýsti æðsta boðorðinu og sagði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu Matt. 22:36-39; 28:19, 20) Það krefst mikillar vinnu og fórnfýsi að þjóna erlendis. Það er ekki bara ævintýri. Kærleikurinn verður að vera drifkrafturinn. Remco og Suzanne eru frá Hollandi og þjóna núna í Namibíu. Þau lýsa þessu svona: „Kærleikurinn er það sem heldur okkur hér.“
hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Þeir sem þjóna erlendis ættu að gera það af því að þeir elska Guð og þá langar til að gera menn að lærisveinum. Jesús sagði einnig: „Annað er hliðstætt þessu: ‚Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.‘“ Kærleikur til náungans kemur fram í einlægri löngun til að hjálpa öðrum. (Willie, sem er farandhirðir í Namibíu, segir: „Þeir sem hafa enst á erlenda starfssvæðinu komu ekki með þær væntingar að bræðurnir á staðnum myndu sjá um þá. Þeir komu með það í huga að þjóna með bræðrunum og hjálpa þeim í boðunarstarfinu.“
Eftir að þú hefur skoðað eigin hvatir skaltu spyrja þig: Hvaða reynslu hef ég sem gæti komið að gagni erlendis? Er ég skilvirkur boðberi? Hvaða tungumál tala ég? Er ég tilbúinn til að læra nýtt tungumál? Ræddu málið vel við fjölskyldu þína. Leitaðu ráða hjá öldungunum í söfnuði þínum og að sjálfsögðu ættirðu að leita til Jehóva í bæn. Svona heiðarleg sjálfsrannsókn ætti að hjálpa þér að sjá hvort þú hefur virkilega þá getu og staðfestu sem þarf til að þjóna erlendis. — Sjá rammann „Þekktu sjálfan þig“.
Hvar ættirðu að þjóna?
Páll sá sýn þar sem hann var kallaður til Makedóníu. Nú á tímum notar Guð ekki yfirnáttúrulegar aðferðir til að leiðbeina okkur. En í þessu blaði og öðrum ritum okkar getur fólk Guðs lesið um svæði þar sem þörfin er mikil. Byrjaðu á því að gera lista yfir slíka staði. Ef þú ert ekki tilbúinn til að læra nýtt tungumál eða dvelja til langframa í erlendu landi skaltu íhuga að þjóna þar sem þú kannt nú þegar aðaltungumál viðkomandi lands. Síðan skaltu kanna atriði eins og samgöngur, öryggi, veðurfar, kostnað við uppihald og hvort þú þurfir vegabréfsáritun. Það gæti verið gagnlegt fyrir þig að ræða við þá sem hafa þegar gert eitthvað svipað. Biddu Jehóva um hjálp til að nota upplýsingarnar til að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Mundu að „heilagur andi varnaði [Páli og félögum hans] að boða orðið í Asíu“. Þó að þeir hafi reynt að fara til Biþýníu þá ‚leyfði andi Jesú það eigi‘. Á svipaðan hátt kann að vera að það taki tíma að komast að því hvar þú getur virkilega orðið að gagni. — Post. 16:6-10.
Þú hefur kannski nú þegar komið auga á nokkra raunhæfa valmöguleika. Ef þú ert að íhuga að þjóna í erlendu landi skaltu skrifa til deildarskrifstofa Votta Jehóva í þeim löndum sem þú hefur í huga. Útskýrðu hvaða reynslu þú hefur í þjónustunni við Jehóva og spyrðu spurninga sem þú gætir haft, til dæmis varðandi uppihald, húsnæði, heilbrigðiskerfi og atvinnutækifæri. Láttu síðan starfsnefndina í þínum söfnuði hafa bréfið eða bréfin. Þeir bæta við meðmælabréfi og senda það beint til deildarskrifstofanna sem þú tilgreinir. Svörin hjálpa þér líklega að ákveða hvar þú kemur best að notum.
Willie, sem vitnað var í hér að ofan, segir: „Oftast gengur þeim vel sem heimsækja landið fyrst og kanna á hvaða stöðum er raunhæft að þeir geti verið ánægðir. Ein hjón áttuðu sig á því að það yrði erfitt fyrir þau að vera á afskekktu svæði. Þau settust því að í litlum bæ þar sem var þörf fyrir boðbera og þau gátu verið ánægð með lífskjör sín.“
Nýjar áskoranir
Ýmsar áskoranir munu án efa fylgja því að flytja að heiman í algerlega nýtt umhverfi. „Það getur verið gríðarlega erfitt þegar maður finnur til einmanaleika“, segir Lisa, sem áður var minnst á. Hvað hjálpaði henni? Að halda sig nálægt söfnuðinum á nýja staðnum. Hún setti sér það markmið að læra nöfn allra í söfnuðinum. Til að gera það mætti hún snemma á samkomurnar og dokaði við eftir þær til að spjalla við bræður og systur. Lisa vann með öðrum í boðunarstarfinu,
bauð fólki heim til sín og eignaðist nýja vini. Hún segir: „Ég sé ekki eftir fórnunum. Jehóva hefur virkilega blessað mig.“Paul og Maggie ákváðu að flytja eftir að hafa alið upp börnin sín en þau hjónin höfðu búið á sama stað í 30 ár. Paul segir: „Það kom mér á óvart hversu auðvelt var að losa sig við eignirnar. En að fara frá fjölskyldunni var virkileg áskorun, miklu erfiðara en við bjuggumst við. Við grétum úr okkur augun í flugvélinni. Það var svo auðvelt að hugsa: ‚Við bara getum þetta ekki.‘ En við treystum á Jehóva og nýir vinir gefa manni einnig styrk til að halda áfram.“
Greg og Crystal ákváðu að flytja frá Kanada til Namibíu vegna þess að þau töluðu ensku sem er opinbert tungumál landsins. En seinna skildu þau hversu gagnlegt það væri að læra tungumál heimamanna. „Stundum fannst okkur þetta erfitt. En það var ekki fyrr en við lærðum tungumál innfæddra sem við skildum menningu landsins. Náin samskipti við bræður og systur hjálpaði okkur að aðlagast nýjum aðstæðum.“
Slík auðmýkt og fúsleiki getur einnig haft jákvæð áhrif á vottana á staðnum. Jenny minnist með hlýhug þeirra fjölskyldna sem fluttu til Írlands þar sem hún ólst upp. „Þau voru svo gestrisin,“ segir hún. „Þau komu virkilega til þess að þjóna en ekki til að láta þjóna sér. Þau voru svo kappsfull og ánægð að ég varð að reyna þetta.“ Jenny þjónar nú ásamt eiginmanni sínum sem trúboði í Gambíu.
„Blessun Drottins auðgar“
Hversu auðgandi ætli reynsla Páls í Makedóníu hafi verið? Um tíu árum síðar skrifaði hann bræðrunum í Filippí: „Ég þakka Guði mínum í hvert skipti sem ég hugsa til ykkar.“ — Fil. 1:3.
Trevor og Emily eru á sama máli en þau þjónuðu í Malaví áður en þeim var boðið að sækja Biblíuskólann Gíleað. „Stundum veltum við fyrir okkur hvort það sem við vorum að gera væri rétt en við vorum ánægð. Við vorum nánari hvort öðru og fundum fyrir blessun Jehóva.“ Greg og Crystal, sem áður var minnst á, segja: „Það er ekkert sem við vildum frekar gera.“
Að sjálfsögðu geta ekki allir þjónað á erlendri grundu. Fyrir suma er betra að flytja til svæðis þar sem þörfin er meiri í þeirra eigin landi. Aðrir gætu reynt að ná því markmiði að þjóna í öðrum söfnuðum nærri heimili sínu. Það sem skiptir máli er að þú gerir allt sem þú getur til að þjóna Jehóva. (Kól. 3:23) Þannig finnurðu þessi innblásnu orð rætast: „Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana.“ — Orðskv. 10:22.
[Rammi/mynd á blaðsíðu 5]
Þekktu sjálfan þig
Til að rannsaka sjálfan þig og komast að því hvort þjónusta erlendis á við þig geturðu íhugað eftirfarandi spurningar. Svaraðu þeim heiðarlega og í bænarhug. Þannig geturðu metið hvort það sé raunhæft fyrir þig að gera slíka breytingu. Upplýsingar úr eldri tölublöðum Varðturnsins geta einnig hjálpað þér.
• Er ég andlegur maður? — „Skref til hamingju“ (1. október 1997, bls. 6)
• Er ég skilvirkur boðberi? — „How to Succeed in the Pioneer Ministry“ (15. maí 1989, bls. 21)
• Get ég búið fjarri fjölskyldu og vinum? — „Coping With Homesickness in God’s Service“ (15. maí 1994, bls. 28)
• Get ég lært nýtt tungumál? — „Serving With a Foreign-Language Congregation“ (15. mars 2006, bls. 17)
• Hef ég efni á því að flytja? — „Can You Serve in a Foreign Field?“ (15. október 1999, bls. 23)
[Mynd á blaðsíðu 6]
Auðmýkt og fúsleiki hefur jákvæð áhrif á vottana á staðnum.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Þeim gengur vel sem koma til að þjóna.