Unglingar — hvernig ætlið þið að nota líf ykkar?
Unglingar — hvernig ætlið þið að nota líf ykkar?
„Ég berst eins og hnefaleikamaður sem engin vindhögg slær.“ — 1. KOR. 9:26.
1, 2. Hvað er nauðsynlegt að hafa til að verða farsæll í lífinu?
EF ÞÚ ferð í gönguferð um ókunnar slóðir er gott að hafa kort og áttavita meðferðis. Kortið auðveldar þér að staðsetja þig og velja réttu leiðina og áttavitinn gerir þér kleift að halda réttri stefnu. En hvorki kortið né áttavitinn koma að miklu gagni nema þú vitir hvert þú ætlar. Til að ráfa ekki stefnulaust þarftu að vita nákvæmlega hver áfangastaðurinn er.
2 Þú ert í svipaðri stöðu þegar þú nálgast það að verða fullorðinn. Þú ert bæði með nákvæmt kort og góðan áttavita. Biblían er kortið sem getur hjálpað þér að velja réttu leiðina. (Orðskv. 3:5, 6) Samviskan getur verið mikil hjálp til að halda réttri stefnu, svo framarlega sem hún er vel þjálfuð. (Rómv. 2:15) Hún getur verið eins og áttaviti. En til að þú verðir farsæll í lífinu þarftu líka að vita að hverju þú átt að stefna. Þú þarft að setja þér skýr markmið.
3. Hvaða kostir fylgja því að setja sér markmið samkvæmt orðum Páls í 1. Korintubréfi 9:26?
3 Páll postuli lýsti í hnotskurn hve æskilegt það sé að setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Hann skrifaði: „[Ég] hleyp . . . ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður sem engin vindhögg slær.“ (1. Kor. 9:26) Ef þú hefur ákveðin markmið geturðu hlaupið af öryggi. Bráðlega þarftu að taka stórar ákvarðanir varðandi tilbeiðslu, atvinnu, hjónaband og barneignir, svo fátt eitt sé nefnt. Stundum verðurðu kannski ringlaður af því að þér finnst valkostirnir svo margir. En ef þú skipuleggur leiðina fyrir fram og byggir ákvarðanir þínar á sannleika og meginreglum Biblíunnar freistast þú ekki til að fara í vitlausa átt. — 2. Tím. 4:4, 5.
4, 5. (a) Hvað getur gerst ef þú setur þér ekki markmið sjálfur? (b) Af hverju ætti löngunin til að þóknast Guði að stjórna ákvörðunum þínum?
4 Ef þú setur þér ekki markmið er líklegt að kunningjar og kennarar fái þig til að gera það sem þeim finnst vera þér fyrir bestu. Og jafnvel þó að þú hafir skýr markmið má vel vera að aðrir láti álit sitt í ljós. Þegar þú hlustar á tillögur þeirra skaltu spyrja þig: Ætli markmiðin, sem þeir stinga upp á, hjálpi mér að muna eftir skapara mínum meðan ég er ungur eða ætli þau beini huganum frá því? — Lestu Prédikarann 12:1.
5 Af hverju ætti löngunin til að þóknast Guði að ráða ákvörðunum þínum í lífinu? Ein ástæðan er sú að Jehóva hefur gefið okkur öll þau gæði sem við njótum. (Jak. 1:17) Allir standa í rauninni í þakkarskuld við Jehóva. (Opinb. 4:11) Er til nokkur betri leið til að sýna að maður sé þakklátur en að hafa Jehóva í huga þegar maður setur sér markmið? Við skulum nú líta á hvaða markmið eru þess virði að keppa að og hvað þarf að gera til að ná þeim.
Hvaða markmið geturðu sett þér?
6. Hvaða mikilvæga markmið gætirðu sett þér og hvers vegna?
6 Eins og fram kom í greininni á undan er það mikilvægt markmið að sanna fyrir sjálfum sér að það sem stendur í Biblíunni sé rétt. (Rómv. 12:2; 2. Kor. 13:5) Skólafélagarnir trúa kannski þróunarkenningunni eða ýmiss konar falstrúarkenningum vegna þess að þeim hefur verið sagt að þeir eigi að trúa þeim. En þú þarft ekki að trúa einhverju bara af því að aðrir vilja það. Mundu að Jehóva vill að þú þjónir sér af öllum huga þínum. (Lestu Matteus 22:36, 37.) Faðirinn á himnum vill að þú byggir trú þína á rökum. — Hebr. 11:1.
7, 8. (a) Hvaða skammtímamarkmið geta hjálpað þér að styrkja trúna? (b) Hvað gerist þegar þú nærð sumum af skammtímamarkmiðunum?
7 Til að styrkja trúna getur verið gott að setja sér ýmis skammtímamarkmið. Eitt þeirra gæti verið að biðja til Jehóva á hverjum degi. Til að hjálpa þér að hafa bænirnar ferskar og markvissar gætirðu punktað hjá þér eða skrifað bak við eyrað eitthvað ákveðið sem gerðist yfir daginn og þig langar til að nefna í bænum þínum. Nefndu ekki bara erfiðleika sem urðu á vegi þínum heldur einnig ánægjulega hluti. (Fil. 4:6) Annað markmið gæti verið að lesa daglega í Biblíunni. Vissirðu að þú þarft ekki að lesa nema fjórar blaðsíður á dag til að komast yfir alla Biblíuna á einu ári? * „Sæll er sá sem . . . hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir [„les“, NW] lögmál hans dag og nótt,“ segir í Sálmi 1:1, 2.
8 Þriðja skammtímamarkmiðið, sem þú gætir sett þér, er að búa þig undir að svara á hverri safnaðarsamkomu. Í fyrstu læturðu kannski nægja að lesa svarið upp úr ritinu eða lesa ritningarstað. Seinna geturðu haft að markmiði að svara með eigin orðum. Í hvert sinn sem þú svarar ertu í rauninni að Hebr. 13:15) Þegar þú nærð einhverjum af þessum markmiðum færðu meiri mætur á Jehóva og meira sjálfstraust, og þá ertu tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið.
færa Jehóva lofgerðarfórn. (9. Hvaða langtímamarkmið gætirðu sett þér ef þú ert ekki orðinn boðberi?
9 Hvaða langtímamarkmið ættirðu að setja þér? Ef þú ert ekki byrjaður að boða fagnaðarerindið meðal almennings gætirðu haft það langtímamarkmið að verða boðberi. Þegar þú nærð þessu göfuga markmiði viltu eflaust passa upp á að það líði aldrei mánuður án þess að þú takir virkan þátt í boðunarstarfinu. Þig langar áreiðanlega til að læra að nota Biblíuna í starfinu. Þegar þú gerir það hefurðu sennilega enn meiri ánægju af því að boða trúna. Síðan geturðu stefnt að því að nota meiri tíma til að boða fagnaðarerindið hús úr húsi eða reyna jafnvel að halda biblíunámskeið. Og þegar þú ert orðinn óskírður boðberi er varla hægt að hugsa sér betra markmið en að verða hæfur til að skírast og verða vígður og skírður vottur Jehóva Guðs.
10, 11. Hvaða langtímamarkmið geta skírð ungmenni sett sér?
10 Ef þú ert nú þegar skírður þjónn Jehóva gætirðu sett þér önnur langtímamarkmið. Við og við gætirðu aðstoðað aðra söfnuði við að fara yfir svæði þar sem sjaldan er starfað. Þú gætir líka notað krafta þína og þrek til að starfa sem aðstoðabrautryðjandi eða brautryðjandi. Ótal ánægðir brautryðjendur geta fullvissað þig um að það sé einstaklega gefandi að þjóna Jehóva í fullu starfi. Það er góð leið til að muna eftir skapara sínum á unglingsárunum. Þetta eru markmið sem þú getur náð meðan þú býrð enn í foreldrahúsum. Söfnuðurinn þinn nýtur einnig góðs af því að þú náir slíkum markmiðum.
11 Önnur langtímamarkmið gætu gert þér kleift að styðja aðra söfnuði en heimasöfnuðinn. Þú gætir til dæmis áformað að þjóna annars staðar á landinu eða erlendis þar sem þörfin er meiri. Þú gætir aðstoðað við að reisa ríkissali eða byggja við deildarskrifstofur erlendis. Þú gætir jafnvel starfað á Betel eða gerst trúboði. Fyrsti stóri áfanginn, sem þú þarft að ná áður en þessi markmið koma til greina, er auðvitað að láta skírast. Ef þú ert ekki skírður enn þá skaltu hugleiða hvað þurfi til svo að þú náir þessum mikilvæga áfanga í lífinu.
Að ná því markmiði að láta skírast
12. Hvers vegna láta sumir skírast og af hverju eru það ekki gildar ástæður?
12 Hvert er markmiðið með því að skírast, að þínu mati? Sumir halda að skírn veiti manni vernd gegn því að syndga. Sumum finnst þeir eiga að láta skírast af því að félagar þeirra hafa gert það. Og sumir gera það til að þóknast foreldrunum. En skírnin er ekki samningur sem aftrar manni frá að gera eitthvað sem mann langar innst inni til að gera, og enginn ætti að skírast vegna þrýstings frá öðrum. Þú ættir að láta skírast þegar þú gerir þér fulla grein fyrir hvað sé fólgið í því að vera vottur Jehóva. Þú þarft að vera viss um að þú sért tilbúinn til að taka á þig þessa ábyrgð og vera fús til þess. — Préd. 5:3, 4.
13. Af hverju ættirðu að láta skírast?
13 Ein ástæða til að skírast er að Jesús fól fylgjendum sínum það verkefni að ,gera allar þjóðir að lærisveinum og skíra þá‘. Hann gaf líka fyrirmyndina með því að láta skírast sjálfur. (Lestu Matteus 28:19, 20; Markús 1:9.) Það er enn fremur mikilvægt fyrir þá sem vilja bjargast að láta skírast. Pétur postuli minnist á að Nói hafi smíðað örkina sem varð honum og fjölskyldu hans til bjargar í flóðinu. Síðan segir hann: „Þetta er fyrirmyndan skírnarinnar sem nú frelsar ykkur . . . fyrir upprisu Jesú Krists.“ (1. Pét. 3:20, 21) En þetta merkir ekki að skírn sé eins og trygging sem hægt er að kaupa gegn hugsanlegu tjóni. Þú skírist af því að þú elskar Jehóva og vilt þjóna honum af öllu hjarta, sálu, huga og mætti. — Mark. 12:29, 30.
14. Af hverju gætu sumir hikað við að skírast en hverju er lofað í Biblíunni?
14 Sumir hika ef til vill við að láta skírast af því að þeir óttast að þeim verði einhvern tíma vikið úr söfnuðinum. Gerir þú það? Slíkur ótti þarf ekki í sjálfu sér að vera slæmur. Hann getur verið merki um að þú gerir þér grein fyrir þeirri alvarlegu ábyrgð sem fylgir því að vera vottur Jehóva. Gæti verið einhver önnur ástæða fyrir því? Ef til vill ertu ekki enn þá sannfærður um að það sé besta lífsstefnan að lifa eftir meginreglum Guðs. Ef þú íhugar hvernig fer fyrir þeim sem taka ekki mark á meginreglum Biblíunnar gæti það hjálpað þér að gera upp hug þinn. Eins getur verið að þú elskir meginreglur Guðs en efist um að þú getir lifað eftir þeim. Það getur í sjálfu sér verið jákvætt vegna þess að það er merki þess að þú sért hógvær. Það stendur nú einu sinni í Biblíunni að hjörtu ófullkominna manna séu svikul. (Jer. 17:9) En ef þú,gefur gaum að orði Guðs‘ öllum stundum geturðu staðið þig. (Lestu Sálm 119:9.) Hverjar sem ástæðurnar eru fyrir því að þú hikar við að láta skírast þarftu að ráða fram úr þeim. *
15, 16. Hvernig geturðu gengið úr skugga um að þú sért tilbúinn til að skírast?
15 Hvernig geturðu þá gengið úr skugga um að þú sért tilbúinn til að skírast? Þú gætir spurt þig spurninga á borð við þessar: Get ég útskýrt undirstöðukenningar Biblíunnar fyrir öðrum? Fer ég í boðunarstarfið þegar foreldrar mínir gera það ekki? Reyni ég að sækja allar safnaðarsamkomur? Get ég rifjað upp ákveðin tilvik þegar ég stóðst hópþrýsting? Myndi ég halda áfram að þjóna Jehóva þó að foreldrar mínir og vinir hættu því? Hef ég rætt við Jehóva í bæn um samband mitt við hann? Er ég búinn að vígjast Jehóva skilyrðislaust í bæn?
16 Það er alvarlegt skref að láta skírast og það breytir lífi fólks til frambúðar. Ertu nógu þroskaður til að hugleiða alvarlega að stíga þetta skref? Þroski er annað og meira en að flytja góðar ræður í ríkissalnum eða svara vel á samkomum. Þroski felst í því að skilja meginreglur Biblíunnar og geta tekið ákvarðanir út frá þeim. (Lestu Hebreabréfið 5:14.) Ef þú hefur náð því stigi að geta gert það áttu fyrir höndum mesta heiður sem hugsast getur — að þjóna Jehóva af öllu hjarta og sýna með líferni þínu að þú sért vígður honum af heilum hug.
17. Hvað hjálpar þér að glíma við prófraunir sem geta komið í kjölfar skírnarinnar?
2. Tím. 3:12) Ekki halda að þú þurfir að glíma einn og óstuddur við þessar prófraunir. Leitaðu ráða hjá foreldrum þínum. Fáðu hjálp frá þroskuðum trúsystkinum. Treystu vináttuböndin við þá sem styðja þig og styrkja. Mundu að Jehóva er annt um þig og hann gefur þér þann styrk sem þú þarft til að standast hvaðeina sem verður á vegi þínum. — 1. Pét. 5:6, 7.
17 Þegar maður er nýskírður fyllist maður oft miklum ákafa í þjónustunni við Guð. En áður en langt um líður má búast við að það reyni á trúna og úthaldið. (Hvernig geturðu náð markmiðum þínum?
18, 19. Af hverju getur verið gott að skoða hvernig maður forgangsraðar?
18 Finnst þér þú aldrei hafa nægan tíma, hvað sem þú reynir, til að gera það sem þig langar til og þarft að gera? Ef svo er ættirðu að athuga hvernig þú forgangsraðar. Lýsum þessu með dæmi: Taktu fötu og settu nokkra stóra steina í hana. Fylltu síðan fötuna af sandi. Nú er fatan full af steinum og sandi. Tæmdu svo fötuna en geymdu steinana og sandinn. Prófaðu nú að setja sandinn fyrst í fötuna og koma steinunum síðan ofan í. Er ekki nóg pláss fyrir steinana? Það er vegna þess að núna settirðu sandinn fyrst í fötuna.
19 Þú átt við svipaðan vanda að glíma þegar þú skipuleggur hvernig þú notar tímann. Ef þú lætur afþreyingu eða þess háttar ganga fyrir er eins og þú hafir aldrei nægan tíma fyrir það sem mikilvægara er, það er að segja andlegu málin. Ef þú fylgir hins vegar þeirri hvatningu Biblíunnar að ,meta þá hluti rétt sem máli skipta‘ kemstu að raun um að þú hefur bæði tíma til að sinna þjónustunni við Guð og hæfilegri afþreyingu. — Fil. 1:10.
20. Hvað ættirðu að gera ef þú verður stundum kvíðinn eða efins þegar þú keppir að markmiðum þínum?
20 Þú mátt búast við að fyllast stundum kvíða og efasemdum þegar þú vinnur að markmiðum þínum, meðal annars skírninni. Þegar það gerist skaltu „varpa áhyggjum þínum á Drottin“ því að „hann mun bera umhyggju fyrir þér“. (Sálm. 55:23) Þú hefur tækifæri núna til að taka þátt í mikilvægasta verkefni mannkynssögunnar sem er að prédika og kenna fagnaðarerindið um allan heim. (Post. 1:8) Þú getur valið að vera áhorfandi og fylgjast með öðrum vinna verkið eða tekið virkan þátt í þessu spennandi starfi. Hikaðu ekki við að nota krafta þína og hæfileika í þjónustunni við Guð og ríki hans. Þú sérð aldrei eftir því ef þú þjónar „skapara þínum á unglingsárum þínum“. — Préd. 12:1.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Sjá Varðturninn (enska útgáfu) 1. ágúst 2009, bls. 15-18.
^ gr. 14 Finna má góðar leiðbeiningar um þetta í 34. kafla bókarinnar Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi.
Hvert er svarið?
• Af hverju ættirðu að setja þér markmið?
• Nefndu dæmi um markmið sem eru þess virði að keppa að.
• Hvað þarf til svo að þú náir því markmiði að láta skírast?
• Hvernig getur rétt forgangsröðun auðveldað þér að ná markmiðum þínum?
[Spurningar]
[Mynd á bls. 13]
Hefurðu sett þér það markmið að lesa daglega í Biblíunni?
[Mynd á bls. 15]
Hvað getur hjálpað þér að ná því marki að láta skírast?
[Mynd á bls. 16]
Hvað má læra af þessu dæmi?