Hvernig myndi barnið þitt svara?
Hvernig myndi barnið þitt svara?
FORELDRAR: Í Varðturninum 15. janúar 2010, á bls. 16-20, var vakið máls á því að æfa börnin í að svara fyrir sig. Þessi grein hefur að geyma tillögur til að hjálpa þér að búa barnið þitt undir spurningar sem það gæti þurft að svara í skólanum. Það er tilvalið að hafa svona æfingar á biblíunámskvöldi fjölskyldunnar.
BÖRN, sem eru vottar Jehóva, standa oft frammi fyrir ýmiss konar áskorunum. Skólasystkini þeirra spyrja oft hvers vegna þau syngi ekki þjóðsönginn, fari ekki í afmæli og taki ekki þátt í ýmsu sem tengist hátíðisdögum. Hvernig myndi sonur þinn eða dóttir svara slíkum spurningum?
Sum kristin börn hafa bara sagt: „Ég má ekki taka þátt í þessu. Það samræmist ekki trú minni.“ Þessi börn eiga hrós skilið fyrir að taka einarða afstöðu. Svar þeirra kemur sennilega í veg fyrir frekari spurningar. Hins vegar segir í Biblíunni: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið.“ (1. Pét. 3:15) Að verja trú sína er meira en að segja bara: „Ég má ekki taka þátt í þessu.“ Enda þótt aðrir séu ósammála okkur vilja sumir þeirra kannski vita hver ástæðan er fyrir afstöðu okkar.
Mörg vottabörn hafa notað rit eins og bókina Lærum af kennaranum mikla til að segja skólasystkinum sínum sögur úr Biblíunni. Þessar frásögur geta hjálpað vottabörnum að útskýra hvers vegna þau taki þátt í einu en ekki öðru. Sumir nemendur hlusta af athygli á biblíusögurnar og ótalmörg biblíunámskeið hafa farið af stað á þennan hátt. Öðrum nemendum gæti hins vegar fundist erfitt að hlusta á heila biblíusögu. Sumar frásögur í Biblíunni geta verið torskildar fyrir skólabörn ef þær eru ekki útskýrðar. Minhee var 11 ára þegar vinkona hennar bauð henni í afmælið sitt. „Það stendur hvergi í Biblíunni að við eigum að halda upp á afmæli,“ svaraði Minhee. „Jóhannes skírari var tekinn af lífi í afmælisveislu.“ Það er Minhee enn í fersku minni að vinkona hennar virtist ekkert botna í svarinu.
Stundum getur verið gott að sýna öðrum nemendum myndir eða frásögur í einhverri bóka okkar. En hvað er til ráða ef skólayfirvöld eru mótfallin því að börnin gefi öðrum nemendum trúarleg rit? Geta börnin okkar greint skilmerkilega frá trú sinni án þess að nota rit? Hvernig getur þú hjálpað börnunum þínum að verja trú sína?
Hafið æfingar
Það er mjög gagnlegt að æfa sig heima. Foreldrarnir ættu að leika skólafélaga. Þegar börnin reyna að verja trú sína ættu foreldrarnir að hrósa þeim og benda þeim á hvernig og hvers vegna þau geti rökstutt svör sín betur. Stingið til dæmis upp á því að þau noti orðaforða sem jafnaldrar þeirra skilja. Joshua er níu ára. Hann segir að 1. Kor. 14:9.
skólafélagar sínir skilji ekki orð eins og „samviska“ og „trúfesti“. Þess vegna hefur hann þurft að nota einfaldari orð til að rökræða við þá. —Sum börn á skólaaldri spyrja spurninga en missa fljótt áhugann ef þau fá langt svar. En ungir vottar geta viðhaldið áhuga þeirra með því að draga þau inn í samræður og rökræða við þau. Tíu ára telpa, sem heitir Hanuel, segir: „Skólasystkinum mínum finnst samræður skemmtilegar en ekki útskýringar.“ Til að halda uppi samræðum skaltu bera fram spurningar og hlusta síðan vel á þá skoðun sem er látin í ljós.
Samtölin hér að neðan eru dæmi um hvernig kristin börn geta rætt við skólasystkini sín. Það er ástæðulaust að læra þessi samtöl utanbókar — engin tvö börn eru eins, og mismunandi aðstæður kalla líka á mismunandi svör. Þess vegna ættu ungir vottar að tileinka sér hugmyndina og tjá hana síðan með eigin orðum, þannig að
það eigi við aðstæður og höfði til skólafélaganna. Ef þú átt börn á skólaaldri skaltu reyna að æfa þessar samræður með þeim.Það kostar tíma og fyrirhöfn að kenna börnunum. Kristnir foreldrar eiga að brýna frumreglur Biblíunnar fyrir börnum sínum og sannfæra þau um að það sé þeim fyrir bestu að lifa í samræmi við þessar lífsreglur. — 5. Mós. 6:7; 2. Tím. 3:14.
Reyndu að æfa samtölin hér á opnunni með börnum þínum á næsta biblíunámskvöldi fjölskyldunnar. Taktu eftir hvað það getur verið áhrifaríkt. Hafðu í huga að markmiðið er ekki að læra svör eða orð utanbókar. Þú gætir æft ákveðnar spurningar oftar en einu sinni og svarað á mismunandi vegu til að kanna hvernig börnin bregðist við. Hjálpaðu þeim að temja sér kurteisi og nærgætni þegar þau reyna að útskýra trú sína. Með tímanum kennir þú börnunum að verja trú sína jafnt fyrir bekkjarsystkinum, nágrönnum sem kennurum.
[Rammi/myndir á bls. 4, 5]
AFMÆLI
María: Hæ, Jón. Mig langar til að bjóða þér í afmælið mitt.
Jón: Takk fyrir að bjóða mér. En veistu hvað, ég fer aldrei í afmæli.
María: Af hverju ekki?
Jón: Af því að ég held ekki upp á afmæli.
María: En það er svo skemmtilegt í afmælisveislum.
Jón: Mér finnast veislur líka skemmtilegar. En vottar Jehóva vilja líkja eftir Jesú og hann hélt ekki upp á afmælið sitt. Þess vegna höldum við ekki upp á afmæli.
María: En geturðu ekki komið samt? Þú þarft ekki að koma með afmælisgjöf.
Jón: Nei, mér finnst mikilvægt að fara eftir Biblíunni. Og það kemur fram í henni að fylgjendur Jesú héldu ekki upp á afmæli og fóru ekki heldur í slík boð.
María: Ertu þá að meina að ég eigi ekki heldur að halda upp á afmælið mitt?
Jón: Þú ræður auðvitað hvað þú gerir. En fjölskylda mín hefur valið að halda ekki upp á afmæli.
María: Færð þú þá aldrei gjafir frá foreldrum þínum?
Jón: Jú, auðvitað. En pabbi og mamma bíða ekki eftir afmælinu mínu. Þau gefa mér gjafir hvenær sem þeim dettur í hug. En María, myndir þú vilja vita hvers vegna fólk fór að halda upp á afmæli?
María: Geturðu sagt mér það?
Jón: Já, ég skal segja þér athyglisverða sögu á morgun um afmæli sem var haldið fyrir löngu síðan.
ÞJÓÐSÖNGURINN
Guðrún: Af hverju syngur þú ekki með þegar þjóðsöngurinn er spilaður?
Klara: Ég skal segja þér það, en má ég spyrja þig fyrst hvers vegna þú syngur þjóðsönginn?
Guðrún: Ég geri það vegna þess að ég er stolt af landinu mínu og mér þykir vænt um það.
Klara: Mér þykir líka gott að búa í þessu landi. En ég reyni alltaf að gera það sem er rétt í augum Guðs. Það segir í Biblíunni að Guð fari ekki í manngreinarálit. Honum þykir vænt um fólk sama hvaða þjóð það tilheyrir. Hann er á móti þjóðernishyggju. Þess vegna myndi ég aldrei syngja þjóðsöng eða vera með þjóðfána — ekki einu sinni á íþróttaleikjum.
Guðrún: Eru það nú ekki heldur miklar öfgar?
Klara: Nei, og ég er ekki sú eina sem hef þessa skoðun. Í Biblíunni er sagt frá nokkrum unglingum sem var sagt að sýna þjóðartákni lotningu, en þeir vildu það ekki þótt það hefði getað kostað þá lífið.
Guðrún: Er það?
Klara: Ef þú vilt þá skal ég segja þér frá því í næstu frímínútum.
STJÓRNMÁLASKOÐANIR
Friðrik: Hvern myndir þú kjósa ef þú gætir kosið?
Magnús: Engan.
Friðrik: Af hverju?
Magnús: Af því að ég er búinn að kjósa.
Friðrik: En þú ert ekki kominn með kosningarrétt.
Magnús: Ég hef valið bestu stjórn sem völ er á og ég má kjósa hana.
Friðrik: Hvaða stjórn er það?
Magnús: Það er stjórn Jesú. Mér finnst hann vera fullkominn stjórnandi. Langar þig til að vita hvers vegna?
Friðrik: Nei, ég held ekki.
Magnús: Ef þig langar til að vita það seinna skaltu bara láta mig vita.
[Mynd]
„Hæ, Jón. Mig langar til að bjóða þér í afmælið mitt.“
[Mynd á bls. 4]
„Hvers vegna syngur þú ekki þjóðsönginn?“