Ég hef hlotið margar góðar gjafir
Ég hef hlotið margar góðar gjafir
Arthur Bonno segir frá
VIÐ hjónin, Edith og ég, vorum á umdæmismóti árið 1951 þegar við heyrðum tilkynningu um að fundur yrði haldinn fyrir þá sem hefðu áhuga á trúboðsstarfi.
„Við skulum fara og hlusta,“ sagði ég ákafur.
„Art, þetta er ekkert fyrir okkur,“ svaraði Edith.
„Láttu ekki svona, Edie, bara til að forvitnast.“
Eftir fundinn voru boðin umsóknareyðublöð um skólavist í Gíleað.
„Sækjum um,“ sagði ég hvetjandi.
„En Art, hvað um fjölskyldur okkar?“
Hálfu öðru ári eftir þetta mót fórum við í Gíleðskólann og fengum það verkefni að þjóna í Ekvador í Suður-Ameríku.
Eins og þú hefur sennilega ráðið í af samtali okkar hjónanna á mótinu var ég að eðli til frekar fylginn mér og taldi að við gætum gert allt sem við ákvæðum. En Edith var mild og hógvær. Hún ólst upp í Elizabeth, litlum bæ í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, og hafði aldrei hætt sér mjög langt frá heimilinu eða hitt útlending. Það var erfitt fyrir hana að fara burt frá fjölskyldunni. Þrátt fyrir það þáði hún af heilum hug að starfa erlendis. Við komum til Ekvador árið 1954 og höfum starfað þar sem trúboðar upp frá því. Við höfum hlotið margar góðar gjafir eftir að við fluttum þangað. Langar þig til að heyra um nokkrar þeirra?
Góðar minningar
Fyrst vorum við send til höfuðborgarinnar Quito sem er í um það bil 2.800 metra hæð uppi í Andesfjöllum. Við vorum tvo daga á leiðinni frá strandborginni Guayaquil með lest og flutningabíl. Núna tekur ferðin hálftíma með flugvél. Við störfuðum í Quito í fjögur eftirminnileg ár. Árið 1958 hlotnaðist okkur önnur góð gjöf þegar mér var boðið að starfa sem farandhirðir.
Á þessum tíma voru aðeins tvö lítil farandsvæði í öllu landinu. Til viðbótar því að heimsækja söfnuði eyddum við mörgum
vikum á ári í að prédika í fámennum indíánabæjum þar sem engir vottar bjuggu. Húsnæðið í þessum indíánaþorpum var venjulega pínulítið gluggalaust herbergi með rúmi og þar með var allt upptalið. Við höfðum með okkur koffort undir olíuprímus, pönnu, diska, þvottaskál, lök, flugnanet, fatnað, gömul dagblöð og eitthvað annað smáræði. Við notuðum dagblöðin til að troða upp í holur í veggjunum svo að torsóttara yrði fyrir rotturnar að komast inn.Þótt þessi herbergi væru dimm og subbuleg eigum við afar góðar minningar um samræður okkar á kvöldin þegar við sátum á rúminu og borðuðum einfalda máltíð sem elduð var á prímusnum. Þar sem ég var hvatvís og talaði oft áður en ég hugsaði átti konan mín til að nota þessar rólegu stundir til að nefna með nærgætni hvernig ég gæti komist betur að orði við bræðurna sem við heimsóttum. Ég hlustaði á það sem hún sagði og lærði að vera meira hvetjandi og uppörvandi. Hún neitaði einnig að taka þátt í umræðunni ef ég af hugsunarleysi talaði illa um aðra. Þannig lærði ég að vera ávallt jákvæður út í bræðurna. Að mestu leyti snerust þó kvöldsamræður okkar um það sem við lærðum af greinum í Varðturninum og það sem við upplifðum í starfinu þann daginn. Og það var oft spennandi.
Við finnum Carlos
Í borginni Jipijapa í vestanverðu Ekvador fengum við uppgefið nafn á áhugasömum manni. Hann hét Carlos Mejía en heimilisfangið fylgdi ekki með. Þegar við gengum þennan morgun út úr leiguherberginu vissum við ekki hvar við ættum að hefja leitina að honum svo að við létum bara slag standa. Við urðum að skáskjóta okkur fram hjá forarpollum á aurugum götunum en hellirigning hafði verið kvöldið áður. Ég hafði gengið aðeins á undan konunni þegar ég heyrði skyndilega neyðaróp fyrir aftan mig: „Art!“ Ég sneri mér við og sá Edie standa í svartri forardrullu upp að hnjám. Þetta var svo fyndin sjón að ég hefði hlegið ef andlit hennar hefði ekki verið baðað í tárum.
Mér tókst að draga hana upp úr svaðinu en skórnir sátu eftir í forinni. Strákur og stelpa voru að horfa á og ég sagði við þau: „Ég skal borga ykkur fyrir að ná skónum upp úr leðjunni.“ Í einni svipan voru skórnir endurheimtir en Edie þurfti að fá að þrífa sig einhvers staðar. Móðir barnanna hafði horft á hvað gerðist og bauð okkur inn þar sem hún hjálpaði Edie að þvo sér um fæturna en börnin sáu um að hreinsa skítuga skóna. En áður en við fórum kom nokkuð skemmtilegt í ljós. Ég spurði konuna hvort hún vissi hvar við gætum hitt mann að nafni Carlos Mejía. Með undrunarsvip sagði hún: „Hann er maðurinn minn.“ Nokkru síðar hófst biblíunám og allir í fjölskyldunni létu skírast um síðir. Seinna urðu Carlos, eiginkonan og tvö af barnabörnum þeirra sérbrautryðjendur.
Krefjandi ferðalög og hlýjar móttökur
Það var engan veginn auðvelt að komast milli staða í farandstarfinu. Við fórum með rútum, lestum, vörubílum, eintrjáningum og litlum flugvélum. John McLenachan, sem var umdæmishirðir, og Dorothy, eiginkona hans, slógust einu sinni í för með okkur í boðunarferð til fiskiþorpa nálægt landamærum Kólumbíu. Við ferðuðumst á eintrjáningi með utanborðsmótor. Hákarlar á stærð við eintrjáninginn syntu alveg upp að hliðinni á okkur. Þótt stjórnandi bátsins væri reyndur í starfi var hann skelfingu lostinn yfir stærð hákarlanna og stýrði eintrjáningnum snarlega nær ströndinni.
Þótt farandstarfið væri ekki auðvelt var umbunin mikil. Við kynntumst yndislegum
og gestrisnum trúsystkinum. Fjölskyldurnar, sem við gistum hjá, kröfðust þess margsinnis að við borðuðum þrjár máltíðir á dag en þær borðuðu aðeins eina. Eða þá að þær létu okkur sofa í eina rúminu á heimilinu og sváfu sjálfar á gólfinu. Konan mín sagði oft: „Þessir bræður og systur hafa kennt mér hve lítið við þurfum til að komast af.“„Við viljum ekki skjóta okkur undan“
Árið1960 hlutum við aðra góða gjöf. Okkur var boðið að starfa á deildarskrifstofunni í Guayaquil. Meðan ég sinnti umsjónarstörfum var Edith í boðunarstarfinu með söfnuði nálægt deildarskrifstofunni. Ég hafði aldrei litið á mig sem skrifstofumann og fannst ég ekki valda því almennilega. En eins og bent er á í Hebrabréfinu 13:21 gerir Guð okkur hæf „í öllu góðu í hlýðni við vilja sinn“. Tveim árum síðar var mér boðið að sækja tíu mánaða námskeið í Gíleaðskólanum sem haldið var á Betel í Brooklyn í New York. Á þessum tíma var ætlast til að eiginkonurnar yrðu eftir og ynnu áfram að verkefnum sínum. Bréf kom frá Brooklyn áritað til konu minnar. Hún var beðin um að íhuga vandlega hvort hún væri fús til að samþykkja tíu mánaða fjarveru eiginmanns síns.
Sem svar við þessu skrifaði Edith: „Ég er viss um að þetta verður ekki það auðveldasta í heimi en við vitum að Jehóva hjálpar okkur í hvers konar erfiðleikum sem upp koma . . . Við viljum ekki skjóta okkur undan neinum verkefnum sem okkur er boðið að vinna, eða nokkru tækifæri til að verða hæfari að sinna ábyrgðarstörfum okkar.“ Meðan á dvölinni í Brooklyn stóð fékk ég vikulega bréf frá konunni minni.
Starfað með dyggum trúsystkinum
Vegna heilsubrests fórum við Edith aftur til Quito 1966 og störfuðum sem trúboðar ásamt bræðrum og systrum þar. Það er varla hægt að hugsa sér aðra eins ráðvendni og þau sýndu.
Ein af systrunum átti vantrúaðan eiginmann sem barði hana oft á tíðum. Dag einn, klukkan sex að morgni, vorum við látin vita að hún hefði verið barin enn einu sinni. Ég þaut af stað heim til systurinnar. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá hana. Hún lá í rúminu, blá og bólgin. Eiginmaður hennar hafði barið hana með kústskafti þangað til það brotnaði í tvennt. Síðar um daginn hitti ég hann heima og sagði honum að hann hefði unnið fólskuverk. Hann baðst ákaft afsökunar.
Upp úr 1970 hafði heilsan batnað og við tókum aftur upp farandstarf. Borgin Ibarra var hluti af farandsvæði okkar. Þegar við komum þangað fyrir 1960 voru aðeins tveir boðberar þar, trúboði og bróðir sem var heimamaður. Við vorum því áfjáð í að hitta alla hina nýju sem höfðu bæst við söfnuðinn.
Jóhannes 10:3, 4, 14 þar sem Jesús segir að góði hirðirinn þekki sauðina og sauðirnir hann. Núna eru sex spænskumælandi söfnuðir í Ibarra, einn quichuamælandi og einn táknmálssöfnuður. Bróðir Vaca starfar enn trúfastur sem öldungur og sérbrautryðjandi. *
Á fyrstu samkomu okkar þar stóð bróðir Rodrigo Vaca á sviðinu og stjórnaði atriði með þátttöku áheyrenda. Í hvert sinn sem hann varpaði fram spurningu kölluðu viðstaddir „Yo, yo!“ (ég, ég) í staðinn fyrir að rétta upp höndina. Við Edith horfðum undrandi hvort á annað. ,Hvað er um að vera?‘ hugsaði ég. Á eftir fengum við að vita að bróðir Vaca væri blindur en þekkti raddir bræðra og systra í söfnuðinum þegar þau hrópuðu. Hann er svo sannarlega hirðir sem þekkir sauðina. Þetta minnti mig áÞakklát fyrir gæsku Jehóva
Árið 1974 fengum við enn að finna fyrir gæsku Jehóva þegar okkur var boðið að koma aftur til starfa á Betel. Þar átti ég aftur að sinna umsjónarstarfi og síðar var mér falið að starfa í deildarnefndinni. Í fyrstu vann Edith í eldhúsinu og seinna fór hún að vinna á skrifstofunni. Hún starfar þar enn við póstafgreiðslu.
Á liðnum áratugum höfum við haft þá ánægju að taka á móti hundruðum trúboða sem hafa lokið námi við Gíleaðskólann. Trúarþroski þeirra og brennandi áhugi hefur styrkt söfnuðina þar sem þeir þjóna. Við höfum einnig fengið uppörvun frá þúsundum bræðra og systra sem hafa komið frá meira en 30 löndum til að starfa hér. Við erum snortin af fórnfýsi þeirra. Sum þeirra seldu hús og fyrirtæki til að koma hingað og starfa á svæðum þar sem vantaði fleiri boðbera. Þau keyptu farartæki til að geta prédikað á afskekktum svæðum, stofnuðu nýja söfnuði og hjálpuðu til við að reisa ríkissali. Fjölmargar einhleypar systur hafa komið erlendis frá til að starfa sem brautryðjendur og hafa verið frábærlega duglegar og færar.
Ég hef vissulega fengið margar góðar gjafir þau árin sem ég hef þjónað Guði. Framar öllu er samband mitt við Jehóva. Ég er einnig þakklátur fyrir að Jehóva sá mér fyrir „meðhjálp“. (1. Mós. 2:18) Þegar ég lít um öxl yfir þau 69 ár, sem við höfum verið í hjónabandi, koma upp í hugann Orðskviðirnir 18:22. Þar stendur: „Sá sem eignast konu eignast gersemi.“ Það hefur verið ánægjulegt að vera í félagsskap Edithar. Hún hefur hjálpað mér á svo marga vegu. Hún reyndist líka móður sinni vel. Frá því að við komum til Ekvador skrifaði hún henni í hverri viku þar til 1990 þegar móðir hennar lést 97 ára að aldri.
Ég er orðinn níræður og Edith er 89 ára. Við höfum verið svo lánsöm að hafa hjálpað um 70 manns að kynnast Jehóva. Við erum virkilega glöð yfir því að við skyldum fylla út umsóknareyðublaðið um skólavist í Gíleað fyrir 60 árum. Fyrir vikið höfum við hlotið margar góðar gjafir í lífinu.
[Neðanmáls]
^ gr. 29 Ævisaga bróður Vaca birtist í Vaknið! á ensku, 8. september 1985.
[Mynd á bls. 29]
Á Yankee Stadium í New York ásamt öðrum trúboðum sem útskrifuðust frá Gíleaðskólanum árið 1958.
[Mynd á bls. 31]
Í heimsókn hjá vottafjölskyldu í Ekvador árið 1959.
[Mynd á bls. 32]
Á deildarskrifstofunni í Ekvador árið 2002.