Líkjum eftir Jesú og vökum
Líkjum eftir Jesú og vökum
„Vakið og biðjið.“ – MATT. 26:41.
HVERT ER SVARIÐ?
Hvernig geta bænir okkar vitnað um að við séum vökul?
Hvernig getum við sýnt að séum vökul í boðunarstarfinu?
Af hverju þurfum við að vera vökul þegar erfiðleikar steðja að og hvernig getum við gert það?
1, 2. (a) Hvaða spurninga gætum við spurt varðandi árvekni Jesú? (b) Geta syndugir menn líkt eftir fullkominni fyrirmynd Jesú? Lýstu með dæmi.
ÞÉR er ef til vill spurn hvort það sé á færi ófullkominna manna að líkja eftir árvekni Jesú. Hann var nú fullkominn. Og stundum gat hann meira að segja séð fram í tímann – jafnvel þúsundir ára! Þurfti hann virkilega að halda vöku sinni? (Matt. 24:37-39; Hebr. 4:15) Við skulum byrja á því að leita svara við þessum spurningum til að kanna hve áríðandi það sé að vera vökull.
2 Hafa syndugir menn gagn af því að virða fyrir sér fordæmi fullkomins manns? Já, vegna þess að það er hægt að læra af góðum kennara. Hugsum okkur mann sem er að læra bogfimi. Í fyrstu tilraun tekst honum ekki einu sinni að hitta skotskífuna. En hann sækir fleiri tíma og heldur áfram að æfa sig. Hann fylgist vandlega með leiðbeinandanum sem er meistari í bogfimi. Hann virðir fyrir sér hvernig kennarinn stendur, hvernig hann handleikur bogann og hvernig hann beitir fingrunum þegar hann leggur þá á bogastrenginn. Nemandinn er einbeittur og lærir smám saman hve mikið hann eigi að spenna bogann og hvaða áhrif vindurinn hafi á örina þegar hún flýgur í átt að markinu. Með því að leggja sig vel fram og líkja eftir kennaranum lærir hann að miða örinni og hittir sífellt nær miðri skotskífunni. Við reynum með sama hætti að bæta okkur með því að fylgja fyrirmælum Jesú og líkja eftir fullkominni fyrirmynd hans.
3. (a) Hvernig lét Jesús í ljós að hann þyrfti að vera vökull? (b) Hvað ætlum við að skoða í þessari grein?
3 En hvað um Jesú? Þurfti hann virkilega að halda vöku sinni? Vissulega. Nóttina áður en hann dó sagði hann við trúa postula sína: „Vakið með mér.“ Hann bætti svo við: „Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki Matt. 26:38, 41) Jesús hafði alltaf verið vökull en á þessari ögurstund var mikilvægara fyrir hann en nokkru sinni fyrr að vera vakandi og halda sem nánustum tengslum við föðurinn á himnum. Hann vissi að fylgjendur hans þurftu líka að vera vökulir, bæði þá og á komandi tímum. Við skulum því kanna hvers vegna Jesús vill að við séum vökul. Síðan skoðum við hvernig við getum líkt eftir Jesú með því að halda vöku okkar á þrem sviðum í dagsins önn.
í freistni.“ (HVERS VEGNA VILL JESÚS AÐ VIÐ SÉUM VÖKUL?
4. Af hverju þurfum við að vera vökul?
4 Í stuttu máli eru tvær ástæður fyrir því að Jesús vill að við séum vakandi. Önnur er fólgin í því sem við vitum en hin í því sem við vitum ekki. Jesús þekkti ekki framtíðina til hlítar þegar hann var maður hér á jörð. Hann viðurkenndi auðmjúkur í bragði: „Þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.“ (Matt. 24:36) Á þeim tíma vissi „sonurinn“, Jesús, ekki nákvæmlega hvenær þessi illi heimur myndi líða undir lok. Hvað um okkur? Vitum við allt um framtíðina? Auðvitað ekki. Við vitum ekki alveg hvenær Jehóva sendir son sinn til að eyða þessum illa heimi. Ef við vissum það þyrftum við varla að vera vökul. En eins og Jesús sagði kemur endirinn skyndilega og óvænt þannig að við þurfum að halda vöku okkar öllum stundum. – Lestu Matteus 24:43.
5, 6. (a) Hvernig er það sem við vitum um ríki Guðs hvatning til að vera vökul? (b) Af hverju ætti vitneskjan um Satan að vera okkur sterk hvatning til að halda vöku okkar?
5 Jesús vissi hins vegar margt um framtíðina sem samtíðarmenn hans höfðu fæstir hugmynd um. Við vitum ekki nándar nærri jafn mikið og Jesús en svo er honum fyrir að þakka að við vitum samt heilmikið um ríki Guðs og það sem það mun ároka í náinni framtíð. Fólkið í kringum okkur, hvort heldur í skóla, á vinnustað eða á starfssvæðinu, veit ósköp fátt um þær dásemdir sem framtíðin ber í skauti sínu. Það er því önnur ástæða til að vera vökul. Við þurfum, líkt og Jesús, að vera stöðugt vakandi fyrir tækifærum til að segja frá því sem við vitum um ríki Guðs. Þetta eru dýrmæt tækifæri og við viljum ekki láta neitt þeirra fara til spillis. Mannslíf eru í húfi. – 1. Tím. 4:16.
6 Jesús vissi annað sem var honum hvatning til að halda vöku sinni. Hann vissi að Satan var staðráðinn í að freista hans, ofsækja hann og reyna að fá hann til að óhlýðnast Guði. Þessi illskeytti óvinur var alltaf vakandi fyrir tækifærum til að reyna Jesú. (Lúk. 4:13) Jesús slakaði aldrei á verðinum. Hann vildi vera viðbúinn hvaða prófraun sem verkast vildi, hvort sem það væri freisting, andstaða eða ofsóknir. Erum við ekki í svipaðri aðstöðu og hann? Við vitum að Satan „gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt“. Þess vegna eru allir kristnir menn hvattir til að ,vera algáðir og vaka‘. (1. Pét. 5:8) En hvernig förum við að því?
BÆNIN HJÁLPAR OKKUR AÐ VERA VÖKUL
7, 8. Hvaða leiðbeiningar gaf Jesús um bænir og hvað má læra af fordæmi hans?
7 Í Biblíunni er bent á að það séu sterk tengsl milli þess að halda vöku sinni og vera bænrækinn. (Kól. 4:2; 1. Pét. 4:7) Jesús sagði skömmu eftir að hann bað fylgjendur sína um að vaka með sér á afar erfiðri stund í lífi sínu: „Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni.“ (Matt. 26:41) Var hann eingöngu að hugsa um líðandi stund þegar hann sagði þetta? Nei, orð hans fela í sér meginreglu sem við þurfum að lifa eftir á hverjum degi.
8 Jesús er prýðisdæmi um bænrækinn mann. Þú manst kannski að einu sinni var hann heila nótt á bæn til föður síns. Reynum að sjá hann fyrir okkur. (Lestu Lúkas 6:12, 13.) Þetta er að vori til, sennilega í grennd við fiskibæinn Kapernaúm þar sem Jesús hafði aðsetur þegar hann var á svæðinu. Þegar húmar að kvöldi gengur Jesús upp á eitt af fjöllunum við Galíleuvatn. Hann horfir yfir landslagið í rökkrinu og sér kannski flöktandi ljósið frá olíulömpunum í Kapernaúm og þorpum í grenndinni. En þegar hann ávarpar Jehóva kemst ekkert að annað en bænin. Klukkustundirnar líða en Jesús gefur því lítinn gaum þegar ljósin í bæjunum slokkna eitt af öðru, tunglið fikrar sig yfir himininn þveran og næturdýrin leita ætis í lággróðrinum. Í bæninni ræðir Jesús líklega um þær miklu ákvarðanir sem hann þarf að taka. Hann þarf að velja postulana 12. Við getum ímyndað okkur hvernig hann biður innilega um leiðsögn og visku og segir föður sínum frá öllum vangaveltum sínum um lærisveinana, hvern og einn.
9. Hvaða lærdóm getum við dregið af því að Jesús skyldi biðjast fyrir næturlangt?
9 Hvað lærum við af Jesú um bænir? Að við eigum að biðjast fyrir klukkustundum saman? Nei, hann var skilningsríkur og sagði um fylgjendur sína: „Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.“ (Matt. 26:41) Við getum engu að síður líkt eftir Jesú. Leitum við til föðurins á himnum áður en við tökum ákvörðun sem getur haft áhrif á trú og hollustu okkar, fjölskyldu okkar eða trúsystkina? Biðjum við fyrir trúsystkinum okkar? Biðjum við af öllu hjarta í stað þess að fara með sömu bænarorðin í hvert sinn? Við tökum líka eftir að Jesú þótti verðmætt að geta talað innilega við föður sinn í einrúmi. Í ys og annríki daglegs lífs er hætta á að við gleymum hvað skiptir mestu máli. Við höldum vöku okkar betur ef við gefum okkur nægan tíma til að biðja einslega og innilega til Jehóva. (Matt. 6:6, 7) Þá nálægjum við okkur honum, gerum það sem við getum til að styrkja sambandið við hann og forðumst allt sem gæti veikt það. – Sálm. 25:14.
VERUM VÖKUL Í BOÐUNARSTARFINU
10. Hvaða dæmi sýnir að Jesús var vakandi fyrir tækifærum til að vitna?
10 Jesús var vökull í því starfi sem Jehóva fól honum. Til eru störf þar sem hægt er að leyfa sér að láta hugann reika án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar. Mörg störf eru þó þess eðlis að þau krefjast árvekni og einbeitni, og boðun fagnaðarerindisins er þess konar starf. Jesús var alltaf vökull í starfi sínu, sívakandi fyrir tækifærum til að koma fagnaðarerindinu á framfæri. Lítum á dæmi. Dag einn kom hann ásamt lærisveinum sínum til borgarinnar Síkar eftir að hafa verið á göngu allan morguninn. Lærisveinarnir fóru inn í bæinn til að kaupa eitthvað til matar en Jesús hvíldist við brunn fyrir utan bæinn. Hann var vökull og kom auga á tækifæri til að vitna þegar samversk kona kom til að sækja vatn. Jesús hefði getað fengið sér blund. Hann hefði getað fundið sér átyllu til að forðast að tala við hana. En hann bryddaði upp á samræðum við konuna og vitnaði fyrir henni. Það hafði sterk áhrif á hana og breytti lífi margra borgarbúa. (Jóh. 4:4-26, 39-42) Getum við líkt eftir árvekni Jesú að þessu leyti? Getum við verið betur vakandi fyrir tækifærum til að segja fólki, sem við hittum í dagsins önn, frá fagnaðarerindinu?
11, 12. (a) Hvernig brást Jesús við þegar fólk reyndi að beina athygli hans frá ætlunarverki hans? (b) Hvernig sýndi Jesús gott jafnvægi í starfi sínu?
Matt. 15:24) Hann sagði því við fólkið: „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki því að til þess var ég sendur.“ (Lúk. 4:40-44) Ljóst er að Jesús einbeitti sér að þjónustu sinni og lét ekkert trufla sig.
11 Stundum reyndi velviljað fólk að beina athygli Jesú frá þjónustu hans. Íbúar Kapernaúm hrifust svo af kraftaverkalækningum hans að þeir vildu aftra því að hann færi. Það er skiljanlegt. En Jesús var ekki bara sendur til að prédika fyrir íbúum einnar borgar heldur til allra „týndra sauða af Ísraelsætt“. (12 Var Jesús svo einbeittur í starfi að hann væri hálfgerður ofstækis- eða meinlætamaður? Var hann svo önnum kafinn í þjónustu sinni að hann áttaði sig ekki á daglegum þörfum fjölskyldufólks? Nei, Jesús gætti góðs jafnvægis. Hann hafði yndi af lífinu og naut þess að eiga ánægjulegar stundir í góðra vina hópi. Hann bar djúpa umhyggju fyrir fjölskyldum og þekkti vel þarfir þeirra og erfiðleika. Honum var ákaflega annt um börnin og lét það óspart í ljós. – Lestu Markús 10:13-16.
13. Hvernig getum við sýnt jafnvægi eins og Jesús en jafnframt verið vökul í boðunarstarfinu?
13 Hvernig getum við sýnt jafnvægi eins og Jesús en jafnframt verið vökul? Við látum ekki heiminn draga athygli okkar frá því starfi sem okkur er falið. Velviljaðir vinir og ættingjar hvetja okkur kannski til að vera ekki svona upptekin af því að boða fagnaðarerindið heldur reyna að lifa því sem þeim finnst vera eðlilegt líf. En ef við líkjum eftir Jesú er þjónustan við Jehóva eins mikilvæg fyrir okkur og maturinn sem við borðum. (Jóh. 4:34) Þjónustan nærir okkur andlega og veitir okkur gleði. Við viljum þó ekki fara út í neinar öfgar með því að lifa hálfgerðu meinlætalífi eða þykjast vera betri en aðrir. Við viljum sýna jafnvægi og vera glaðir þjónar „hins sæla Guðs“, rétt eins og Jesús. – 1. Tím. 1:11, Biblían 1912.
VERUM VÖKUL ÞEGAR ERFIÐLEIKAR STEÐJA AÐ
14. Gegn hvaða tilhneigingu þurfum við að sporna þegar við erum undir álagi? Af hverju?
14 Eins og fram hefur komið var Jesús stundum undir miklu álagi þegar hann hvatti fylgjendur sína sem ákafast til að vaka. (Lestu Markús 14:37.) Þegar við eigum í prófraunum er afar mikilvægt að muna eftir fordæmi hans. Undir álagi hættir mörgum til að gleyma mikilvægum sannleika, svo mikilvægum að hann er tvítekinn í Orðskviðunum: „Margur vegurinn virðist greiðfær en endar þó í helju.“ (Orðskv. 14:12; 16:25) Ef við treystum á okkar eigin dómgreind, ekki síst þegar við eigum við erfið vandamál að glíma, er viðbúið að við setjum sjálf okkur og ástvini okkar í hættu.
15. Hvað gæti verið freistandi fyrir þann sem á fyrir fjölskyldu að sjá þegar hart er í ári?
1. Tím. 5:8) Honum gæti þótt freistandi að ráða sig í vinnu sem hefði í för með sér að hann missti oft af samkomum, ætti erfitt með að hafa reglu á fjölskyldunáminu eða tálmaði honum að taka þátt í boðunarstarfinu. Ef hann reiðir sig bara á mannlega visku gæti það samt virst réttlætanlegt eða jafnvel hið eina rétta. Það gæti hins vegar skaðað samband hans við Jehóva eða jafnvel eyðilagt það. Það er miklu betra að gera eins og ráðlagt er í Orðskviðunum 3:5, 6. Þar segir Salómon: „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.“
15 Sá sem á fyrir fjölskyldu að sjá getur átt í miklum erfiðleikum með að framfleyta „sínum nánustu“. (16. (a) Hvernig sýndi Jesús að hann reiddi sig á visku Jehóva en ekki eigið hyggjuvit? (b) Hvernig líkja margir sem eiga fyrir fjölskyldu að sjá eftir Jesú og reiða sig á Jehóva þegar erfiðleikar steðja að?
16 Jesús var ákveðinn í að reiða sig ekki á eigið hyggjuvit í prófraunum. Hugsaðu þér. Vitrasti maður, sem til hefur verið, vildi ekki treysta á sína eigin visku. Þegar Satan freistaði hans svaraði hann til dæmis ítrekað: „Ritað er.“ (Matt. 4:4, 7, 10) Hann sýndi þá auðmýkt að reiða sig á visku föður síns til að standast freistingar. Satan hefur enga slíka auðmýkt til að bera og hefur reyndar andstyggð á henni. En líkjum við eftir Jesú? Fjölskyldufaðir, sem er vökull eins og Jesús, hefur orð Guðs að leiðarljósi, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að. Þúsundir fjölskyldufeðra og einstæðra foreldra út um allan heim gera það. Þau eru ákveðin í að láta ríki Guðs og hreina tilbeiðslu ganga fyrir öðru, meira að segja efnislegu þörfunum. Þannig annast þeir fjölskyldu sína á bestan hátt. Og Jehóva blessar viðleitni þeirra til að sjá fjölskyldunni farborða, rétt eins og lofað er í Biblíunni. – Matt. 6:33.
17. Af hverju langar þig til að líkja eftir árvekni Jesú?
17 Það er engum blöðum um það að fletta að Jesús er besta fyrirmyndin um árvekni. Það er okkur til góðs að líkja eftir honum og getur jafnvel bjargað lífi okkar. Höfum hugfast að Satan vill umfram allt að við sofnum á verðinum. Hann reynir að veikja trú okkar, gera okkur áhugalaus um tilbeiðsluna og fá okkur til að vera ótrú Jehóva. (1. Þess. 5:6) Við skulum ekki leyfa honum það. Verum vökul eins og Jesús – í bænum okkar, boðunarstarfi og á erfiðum stundum. Ef þú gerir það verður líf þitt innihaldsríkt og ánægjulegt, meira að segja í þessum myrka heimi sem er við það að líða undir lok. Ef þú heldur vöku þinni verður þú líka önnum kafinn í þjónustu Jehóva þegar Jesús kemur til að binda enda á þennan illa heim. Það verður mikið fagnaðarefni fyrir Jehóva að geta launað þér trúfestina. – Opinb. 16:15.
[Spurningar]
[Mynd á bls. 6]
Jesús prédikaði fyrir konunni við brunninn. Hvernig skaparðu þér tækifæri til að boða trúna daglega?
[Mynd á bls. 7]
Þú sýnir að þú sért vökull með því að fullnægja andlegum þörfum fjölskyldunnar.