Haltu áfram að prédika af kappi
Haltu áfram að prédika af kappi
„Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma.“ – 2. TÍM. 4:2.
GETURÐU SVARAÐ?
Af hverju prédikuðu kristnir menn á fyrstu öld af miklu kappi?
Hvað getum við gert til að sofna ekki á verðinum?
Af hverju er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að boða fagnaðarerindið?
1, 2. Hvaða spurningar vakna varðandi hvatningu Páls um að prédika orðið í tíma og ótíma?
ÞEIR sem hafa það að starfi að bjarga mannslífum eru yfirleitt kappsamir. Slökkviliðsmenn hafa til dæmis hraðann á þegar þeir fá útkall því að þeir vita að mannslíf geta verið í húfi.
2 Við sem erum vottar Jehóva vonumst til að geta bjargað mannslífum. Þess vegna tökum við alvarlega það verkefni að boða fagnaðarerindið um ríkið. En þó að starf okkar sé áríðandi er ekkert óðagot á okkur. Hvað átti Páll postuli við þegar hann hvatti Tímóteus til að prédika orðið í tíma og ótíma? (2. Tím. 4:2) Hvernig getum við prédikað af kappi? Af hverju er það áríðandi?
AF HVERJU ER ÁRÍÐANDI AÐ PRÉDIKA?
3. Hvað hefur það í för með sér að taka við eða hafna fagnaðarerindinu?
3 Þegar við hugsum til þess að boðunin getur bjargað mannslífum finnst okkur sennilega áríðandi að segja fólki frá fagnaðarerindinu. (Rómv. 10:13, 14) Í Biblíunni stendur: „Segi ég við hinn rangláta: ,Þú skalt deyja,‘ og hann hverfur frá synd sinni og iðkar rétt og réttlæti . . . þá skal hann vissulega lifa, hann skal ekki deyja. Engra þeirra synda, sem hann hefur drýgt, skal minnst.“ (Esek. 33:14-16) Biblían segir þeim sem boða fagnaðarerindið: „Þegar þú gerir það muntu bæði frelsa sjálfan þig og áheyrendur þína.“ – 1. Tím. 4:16; Esek. 3:17-21.
4. Af hverju var áríðandi að prédika orðið á fyrstu öld?
4 Til að glöggva okkur á hvers vegna Páll hvatti Tímóteus til að prédika af kappi skulum við líta á samhengi versins sem greinin er byggð á. Þar stendur: „Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og 2. Tím. 4:2-4) Jesús hafði sagt fyrir að gert yrði fráhvarf frá sannri trú. (Matt. 13:24, 25, 38) Þegar nær því dró var áríðandi að Tímóteus ,prédikaði orðið‘, jafnvel innan safnaðarins, þannig að kristnir menn létu ekki tælast af falskenningum. Líf þeirra var í húfi. Hvað um okkar daga?
ótíma. Vanda um, ávíta og uppörva með stöðugri þolinmæði og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum.“ (5, 6. Hvaða útbreiddu kenningar geta orðið á vegi okkar í boðunarstarfinu?
5 Fráhvarfið frá sannri trú er orðið mikið og útbreitt. (2. Þess. 2:3, 8) Hvaða kenningar kitla eyru fólks nú á dögum? Víða um lönd er þróunarkenningin boðuð af trúarlegum ákafa. Þó að yfirleitt sé notað vísindalegt orðfæri til að lýsa henni er hún nánast orðin trúaratriði og hefur áhrif á afstöðu fólks til Guðs og náungans. Önnur útbreidd kenning er á þá lund að Guði standi á sama um okkur og þess vegna megi okkur standa á sama um hann. Af hverju hafa þessar kenningar svo sterkt aðdráttarafl að milljónir manna skuli hafa sofnað andlega? Undirtónninn í þeim báðum er sá að við getum gert hvað sem okkur sýnist af því að við þurfum ekki að svara til saka fyrir það. Þetta er boðskapur sem margir vilja heyra og trúa. – Lestu Sálm 10:4.
6 En það eru líka til aðrar kenningar sem kitla eyru fólks. Sumir sem enn sækja kirkju vilja heyra að Guð elski alla sama hvað þeir geri. Prestar kitla líka eyru margra með því að kenna að Guð leggi blessun sína yfir messur, helgihátíðir, líkneski og viðhafnarsiði. Þetta fólk gerir sér litla grein fyrir hættunni sem það er í. (Sálm. 115:4-8) En ef okkur tekst að vekja það af andlegum svefni og kenna því boðskap Biblíunnar getur það fengið hlutdeild í þeirri blessun sem ríki Guðs hefur í för með sér.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ PRÉDIKA AF KAPPI?
7. Hvernig getum við sýnt að við séum kappsöm?
7 Samviskusamur skurðlæknir einbeitir sér þegar hann sker upp sjúkling því að hann veit að mannslíf er í húfi. Við sýnum að við séum kappsamir boðberar með því að einbeita okkur að boðuninni, til dæmis með því að hugleiða hvaða málefni, spurningar eða upplýsingar höfða helst til þeirra sem við hittum. Við gætum líka ákveðið að skipuleggja okkur þannig að við getum heimsótt fólk þegar það hentar því best. – Rómv. 1:15, 16; 1. Tím. 4:16.
8. Hvað gerir fólk yfirleitt þegar mikið liggur við?
8 Kappsamur maður forgangsraðar. (Lestu 1. Mósebók 19:15.) Hugsaðu þér að þú hafir farið í læknisrannsókn og niðurstöðurnar séu komnar. Læknirinn kallar þig inn á stofuna til sín og segir: „Ástandið er alvarlegt. Þú þarft að vera kominn í aðgerð innan mánaðar.“ Þú hleypur varla út af læknastofunni eins og slökkviliðsmaður í útkalli. Sennilega hlustarðu á ráðgjöf læknisins, ferð síðan heim og íhugar alvarlega hvernig þú eigir að forgangsraða.
9. Hvernig prédikaði Páll af kappi og eldmóði í Efesus?
9 Páll sagði öldungunum í Efesus frá starfi sínu í Litlu-Asíu og við lærum ýmislegt um kapp hans og eldmóð Postulasöguna 20:18-21.) Hann var upptekinn að boða fagnaðarerindið hús úr húsi frá fyrsta degi. Auk þess „talaði hann daglega í skóla Týrannusar“ um tveggja ára skeið. (Post. 19:1, 8-10) Ljóst er að Páll taldi áríðandi að hafa góða reglu á starfi sínu. Þegar hann hvatti okkur til að prédika „í tíma og ótíma“ var það ekki ætlun hans að okkur þætti verkefnið yfirþyrmandi heldur að við ættum að láta boðun fagnaðarerindisins ganga fyrir.
af þeirri frásögn. (Lestu10. Af hverju megum við vera þakklát fyrir að biblíunemendurnir skyldu byrja að prédika af miklu kappi í byrjun síðustu aldar?
10 Fámennur hópur biblíunemenda hófst handa við að boða fagnaðarerindið fyrir 1914. Þeir eru gott dæmi um kapp og eldmóð. Þótt þeir hafi ekki verið nema nokkur þúsund talsins vissu þeir hvað tímanum leið og tóku að boða fagnaðarerindið af miklum krafti. Þeir fengu birtar prédikanir í meira en 2.000 dagblöðum og héldu sýningar þar sem blandað var saman kvikmyndum og litskyggnum. Þessar sýningar voru kallaðar „Sköpunarsagan í myndum“. Þannig náði fagnaðarerindið til milljóna manna. Hve mörg okkar hefðu heyrt boðskap Biblíunnar ef biblíunemendunum hefði ekki hlaupið kapp í kinn? – Lestu Sálm 119:60.
MISSTU EKKI SJÓNAR Á HVAÐ TÍMANUM LÍÐUR
11. Af hverju hafa sumir sofnað á verðinum?
11 Margt getur dreift athygli okkar þannig að við missum sjónar á mikilvægi boðunarstarfsins. Satan notar heiminn til að reyna að gera okkur upptekin af eigin hugðarefnum og öllu mögulegu sem er ekki sérlega mikilvægt. (1. Pét. 5:8; 1. Jóh. 2:15-17) Sumir sem áður þjónuðu Jehóva af kappi sofnuðu á verðinum. Á fyrstu öld var kristinn maður sem Demas hét og var samverkamaður Páls. Hann lét glepjast af heiminum og yfirgaf Pál í stað þess að halda áfram að styðja hann og styrkja á erfiðu tímabili. – Fílem. 23, 24; 2. Tím. 4:10.
12. Hvað tækifæri höfum við núna og hvað bíður okkar í framtíðinni?
12 Til að halda vöku okkar þurfum við að berjast gegn þeirri löngun að njóta lífsins gæða í meiri mæli. Við þurfum að leggja okkur fram um að ,höndla hið sanna líf‘. (1. Tím. 6:18, 19) Þú ert eflaust sannfærður um að þú fáir ótal tækifæri til að sinna alls konar áhugamálum þegar þú hlýtur eilíft líf á jörð undir stjórn Guðsríkis. En tækifærið til að hjálpa fólki að lifa af Harmagedón er einstakt og kemur aldrei aftur.
13. Hvað getum við gert til að halda vöku okkar?
13 Hvað getum við gert til að sofna ekki á verðinum í heimi þar sem flestir eru andlega sofandi? Við getum minnt okkur á að einu sinni vorum við sofandi og í myrkri. En við vorum vakin af svefni og Kristur lýsti okkur eins og Páll bendir á. Núna fáum við að vera ljósberar. (Lestu Efesusbréfið 5:14.) Eftir að hafa nefnt það skrifaði Páll: „Hafið . . . nákvæma gát á hvernig þið breytið, ekki sem fávís heldur sem vís. Notið hverja stund því að dagarnir eru vondir.“ (Ef. 5:15, 16) Í þessum vonda heimi er mikilvægt að nota hverja stund til góðra verka sem halda okkur andlega vakandi.
VIÐ LIFUM Á ALVARLEGUM TÍMUM
14-16. Af hverju liggur meira á en nokkru sinni fyrr að boða fagnaðarerindið?
14 Boðunarstarf okkar hefur alltaf verið aðkallandi og nú meir en nokkru Matt. 24:3-51) Tilvist mannsins hefur aldrei verið í meiri hættu en nú. Þrátt fyrir nýlega samninga um afvopnun eiga stórveldin enn um 2.000 kjarnaodda sem hægt er að beita með litlum fyrirvara. Yfirvöld vita af hundruðum tilvika þar sem kjarnakleyf efni hafa „týnst“. Er hugsanlegt að hryðjuverkamenn hafi komist yfir eitthvað af þeim? Sagt er að hryðjuverkamenn geti hæglega komið af stað styrjöld sem endi með útrýmingu mannkyns. En stríð er ekki eina hættan sem blasir við okkur.
sinni fyrr. Hið margþætta tákn, sem lýst er í Biblíunni, hefur komið skýrt fram frá 1914. (15 „Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta ógnin sem steðjar að heilbrigði jarðarbúa á 21. öld,“ sagði í sameiginlegri skýrslu The Lancet og University College London árið 2009. Þar segir enn fremur: „Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á heilsufar flestra jarðarbúa á næstu áratugum og ógna lífi og velferð milljarða manna.“ Þessar breytingar gætu valdið gífurlegri eyðileggingu vegna hækkandi sjávarborðs, þurrka, flóða, farsótta, fellibylja og stríðsátaka um þverrandi auðlindir. Já, styrjaldir og náttúruhamfarir ógna siðmenningunni.
16 Sumir hugsa kannski sem svo að hættan á kjarnorkustyrjöld geti leitt til atburða sem uppfylli spádóm Jesú um síðustu daga. En fæstir skilja raunverulega þýðingu táknsins. Það hefur blasað við áratugum saman og það sýnir og sannar að Jesús sé nærverandi og þessi heimur sé í þann mund að líða undir lok. (Matt. 24:3) Aldrei fyrr hafa jafn margir þættir táknsins verið svona greinilegir. Fólk þarf að vakna af andlegum svefni og við getum stuðlað að því með starfi okkar.
17, 18. (a) Hvaða áhrif hefur það á okkur að vita á hvaða tímum við lifum? (b) Hvað getur breytt afstöðu fólks til fagnaðarerindisins?
17 Við höfum skamman tíma til að sýna Jehóva að við elskum hann og til að ljúka boðuninni sem okkur er falið að inna af hendi á síðustu dögum. Það sem Páll skrifaði kristnum mönnum í Róm á fyrstu öld hefur enn meiri þýðingu núna: „Þið vitið hvað tímanum líður, að ykkur er mál að rísa af svefni. Nú er okkur hjálpræðið nær en þá er við tókum trú.“ – Rómv. 13:11.
18 Þeir atburðir, sem spáð var að myndu gerast á síðustu dögum, geta vakið fólk til vitundar um andlega þörf sína. Aðrir gera sér grein fyrir að mannkynið sé hjálparþurfi þegar þeir íhuga hve illa ríkisstjórnum gengur að leysa vandamál heimsins, svo sem efnahagskreppur, glæpi, umhverfisspjöll og hættuna á kjarnorkuvá. Sumir fá áhuga á boðskap Biblíunnar þegar atburðir á borð við heilsubrest, hjónaskilnað eða ástvinamissi eiga sér stað í fjölskyldunni. Með því að boða fagnaðarerindið erum við til reiðu að hjálpa þessu fólki.
VITUNDIN UM TÍMANN ER HVETJANDI
19, 20. Hvernig hefur vitundin um tímann verið mörgum þjónum Guðs hvatning til að breyta um lífsstíl?
19 Vitundin um tímann hefur verið mörgum þjónum Guðs hvatning til að taka meiri þátt í boðunarstarfinu. Ung hjón í Ekvador ákváðu til dæmis árið 2006 að lifa einfaldara lífi eftir að hafa sótt eins dags mótið „Haltu auga þínu heilu“. Þau gerðu lista yfir hluti sem þau þurftu ekki á að halda og þrem mánuðum síðar minnkuðu þau við sig húsnæði. Þau fluttu úr fjögurra herbergja íbúð í tveggja herbergja, seldu eitt og annað og voru eftir það skuldlaus.
Skömmu síðar gerðust þau aðstoðarbrautryðjendur og að tillögu farandhirðisins fluttust þau síðan til safnaðar þar sem vantaði fleiri boðbera.20 Bróðir í Norður-Ameríku skrifar: „Við hjónin höfðum verið skírð í 30 ár þegar við sóttum mót árið 2006. Á heimleiðinni eftir mótið ræddum við hvernig við gætum farið eftir þeim leiðbeiningum að lifa einfaldara lífi. (Matt. 6:19-22) Við áttum þrjú hús, jörð, dýra bíla, bát og húsbíl. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við hefðum ekki verið sérlega skynsöm og ákváðum að stefna að því að gerast brautryðjendur. Árið 2008 gengum við í lið með dóttur okkar sem var brautryðjandi. Það hefur verið einkar ánægjulegt að starfa nánar með söfnuðinum. Við höfum getað starfað þar sem vantaði fleiri boðbera. Og við höfum eignast sterkari tengsl við Jehóva með því að gera meira í þjónustu hans. Það hefur veitt okkur mikla gleði að sjá glampann í augum fólks þegar það heyrir og skilur orð Guðs.“
21. Hvaða þekking er okkur hvatning til að prédika af kappi?
21 Við vitum hvað verður um þennan illa heim í náinni framtíð. „Óguðlegir menn verða dæmdir og tortímast.“ (2. Pét. 3:7) Þekking á Biblíunni er okkur hvatning til að boða af kappi að bráðlega komi mikil þrenging og nýr heimur í kjölfarið. Við finnum hve áríðandi það er að færa fólki sanna von. Með því að taka eins mikinn þátt og við getum í þessu verkefni sýnum við að við elskum Guð og náungann.
[Spurningar]