Láttu já þitt merkja já
„Þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei.“ – MATT. 5:37.
1. Hvað sagði Jesús um það að sverja eið og hvers vegna?
SANNKRISTNIR menn þurfa yfirleitt ekki að sverja eið. Jesús sagði: „Þegar þér talið sé já yðar já,“ og átti þá við að fólk ætti að standa við orð sín. En rétt áður sagði hann: „Þér eigið alls ekki að sverja.“ Hann var að fordæma það að fólk skyldi leggja í vana sinn að sverja að gera þetta eða hitt án þess að ætla sér að standa við það. Með því að fara „umfram“ einfalt já eða nei til að lýsa yfir ætlun sinni er fólk kannski að láta í ljós að því sé hreinlega ekki treystandi og það sé í rauninni undir áhrifum ,hins vonda‘. – Lestu Matteus 5:33-37.
2. Af hverju þarf ekki að vera rangt að sverja eið?
2 Ber að skilja orð Jesú þannig að það sé alltaf rangt að sverja eið? Það getur varla verið. Bæði Jehóva Guð og réttlátur þjónn hans, Abraham, sóru eiða í mikilvægum málum eins og fram kom í greininni á undan. Auk þess var ákvæði í lögmálinu þess efnis að sverja ætti eið til að setja niður deilur af vissu tagi. (2. Mós. 22:10, 11; 4. Mós. 5:21, 22) Það getur því reynst nauðsynlegt fyrir kristinn mann að sverja að segja sannleikann ef hann ber vitni fyrir rétti. Í sjaldgæfum tilfellum gæti hann talið nauðsynlegt að sverja eið til að fullvissa aðra um ætlun sína eða sannsögli. Jesús andmælti ekki heldur svaraði sannleikanum samkvæmt þegar æðstiprestur Gyðinga særði hann við lifanda Guð að segja satt. (Matt. 26:63, 64) En Jesús þurfti ekki að staðfesta orð sín með eiði. Engu að síður sagði hann oft: „Sannlega, sannlega segi ég yður,“ til að leggja áherslu á að boðskapur hans væri áreiðanlegur. (Jóh. 1:51; 13:16, 20, 21, 38) Við skulum nú kanna hvað við getum lært fleira af Jesú, Páli og öðrum sem meintu já þegar þeir sögðu já.
JESÚS – BESTA FYRIRMYNDIN
3. Hverju hét Jesús Guði í bæn og hvernig svaraði Guð af himni?
3„Sjá, ég er kominn til að gera vilja þinn, Guð minn.“ (Hebr. 10:7) Með þessum bænarorðum lofaði Jesús að gera vilja Guðs. Það fól í sér að hann uppfyllti allt sem spáð var um fyrirheitna niðjann, þar á meðal að Satan fengi að höggva hann í hælinn. (1. Mós. 3:15) Enginn annar maður hefur nokkurn tíma boðið sig fram til að taka á sig þvílíka ábyrgð. Jehóva talaði af himni og lýsti yfir að hann treysti syni sínum fullkomlega. Hann fór ekki fram á að Jesús staðfesti með eiði að standa við orð sín. – Lúk. 3:21, 22.
4. Í hvaða mæli sýndi Jesús að já hans merkti já?
4 Jesús stóð alltaf við orð sín og meinti já þegar hann sagði já. Faðir hans hafði falið honum að boða fagnaðarerindið um ríkið og gera alla að lærisveinum sem hann laðaði til hans. (Jóh. 6:44) Jesús lét ekkert draga athygli sína frá því að sinna þessu verki. Í Biblíunni er vel lýst hvernig hann stóð alltaf við orð sín gagnvart Guði: „Svo mörg sem fyrirheit Guðs eru þá lætur hann Jesú Krist staðfesta þau með ,jái‘.“ (2. Kor. 1:20) Jesús er besta dæmið um mann sem hélt loforð sín við Guð. Nú skulum við ræða um mann sem lagði sig allan fram um að líkja eftir Jesú.
PÁLL – MAÐUR SEM STÓÐ VIÐ ORÐ SÍN
5. Að hvaða leyti er Páll postuli okkur góð fyrirmynd?
5„Hvað á ég að gera, herra?“ (Post. 22:10) Sál svaraði með þessum einlægu orðum þegar Drottinn Jesús birtist honum í sýn og sagði honum að hætta að ofsækja lærisveina sína. Sál iðraðist rangrar breytni sinnar, lét skírast og tók að sér það sérstaka verkefni að vitna um Jesú meðal þjóðanna. Sál, sem síðar var kallaður Páll, ávarpaði Jesú „herra“ og „Drottin“ þaðan í frá og hegðaði sér samkvæmt því. (Post. 22:6-16; 2. Kor. 4:5; 2. Tím. 4:8) Páll líktist ekki þeim sem Jesús talaði við þegar hann sagði: „Hví kallið þér mig Drottin, Drottin, og gerið ekki það sem ég segi?“ (Lúk. 6:46) Jesús ætlast til þess að allir sem viðurkenna að hann sé Drottinn standi við orð sín líkt og Páll gerði.
6, 7. (a) Hvers vegna seinkaði Páll ferð sinni til Korintu og hvers vegna var ekki réttlætanlegt að vantreysta honum? (b) Hvernig eigum við að líta á þá sem eru útnefndir til að fara með forystuna á meðal okkar?
6 Páll boðaði fagnaðarerindið um ríkið af miklu kappi um alla Litlu-Asíu og Gal. 1:20) Þegar einhverjir í söfnuðinum í Korintu héldu því fram að Páli væri ekki treystandi skrifaði hann: „Svo sannarlega sem Guð er trúr: Það sem ég segi ykkur er ekki bæði já og nei.“ (2. Kor. 1:18) Þegar Páll skrifaði þetta var hann farinn frá Efesus og var á leið til Korintu um Makedóníu. Hann hafði upphaflega ætlað sér að koma við í Korintu áður en hann færi til Makedóníu. (2. Kor. 1:15, 16) En stundum þarf að breyta ferðaáætlunum, og það gerist líka af og til hjá farandumsjónarmönnum á okkar tímum. Slíkar breytingar eru ekki gerðar af eigingjörnum ástæðum eða út af smámunum heldur aðeins af nauðsyn. Páll seinkaði fyrirhugaðri ferð til Korintu af því að hann bar hag safnaðarins fyrir brjósti. Hvernig þá?
fór allt til Evrópu. Hann stofnaði marga söfnuði og heimsótti þá síðan aftur. Stundum taldi hann nauðsynlegt að sverja til að staðfesta það sem hann skrifaði. (7 Einhvern tíma eftir að Páll hafði lagt drög að ferð sinni bárust honum uggvænlegar fréttir. Þær voru á þá lund að sundrung og kynferðislegt siðleysi viðgengist í Korintu. (1. Kor. 1:11; 5:1) Páll skrifaði þá fyrra bréfið til Korintumanna og gaf afdráttarlausar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á málinu. Í stað þess að sigla síðan rakleiðis frá Efesus til Korintu eins og hann hafði ætlað sér ákvað hann að gefa söfnuðinum ráðrúm til að fara eftir leiðbeiningunum þannig að heimsókn hans yrði þeim til meiri uppörvunar þegar þar að kæmi. Í 2. Korintubréfi fullvissaði hann söfnuðinn um að það væri ástæðan fyrir því að hann hefði breytt áætlun sinni. Hann sagði: „Ég kalla Guð til vitnis og legg líf mitt við að það er af hlífð við ykkur að ég hef enn þá ekki komið til Korintu.“ (2. Kor. 1:23) Við skulum ekki vera eins og aðfinnslumenn Páls heldur sýna þeim djúpa virðingu sem eru útnefndir til að fara með forystuna á meðal okkar. Við ættum að líkja eftir Páli rétt eins og hann líkti eftir Kristi. – 1. Kor. 11:1; Hebr. 13:7.
AÐRAR GÓÐAR FYRIRMYNDIR
8. Hvernig er Rebekka okkur góð fyrirmynd?
8„Ég vil fara.“ (1. Mós. 24:58, Biblían 1981) Rebekka gaf móður sinni og bróður þetta einfalda svar þegar hún var spurð hvort hún vildi verða eiginkona Ísaks, sonar Abrahams. Hún yrði þá að kveðja æskuheimili sitt samdægurs og ferðast með ókunnum manni meira en 800 kílómetra leið. (1. Mós. 24:50-58) Rebekka lét já sitt merkja já og varð eiginkona Ísaks. Þessi guðhrædda kona bjó það sem eftir var ævinnar í tjöldum sem útlendingur í fyrirheitna landinu. Henni var umbunuð trúfestin með því að verða ein af formæðrum Jesú Krists, hins fyrirheitna niðja. – Hebr. 11:9, 13.
9. Hvernig stóð Rut við orð sín?
9„Nei, við ætlum að fara með þér til ættmenna þinna.“ (Rut. 1:10) Þannig svöruðu móabísku ekkjurnar Rut og Orpa tengdamóður sinni, Naomi. Hún var einnig ekkja og var á heimleið frá Móab til Betlehem. Orpa sneri heim aftur að áeggjan Naomi en Rut meinti nei þegar hún sagði nei. (Lestu Rutarbók 1:16, 17.) Hún hélt tryggð við Naomi og yfirgaf fjölskyldu sína og falstrúarbrögðin í Móab fyrir fullt og allt. Hún tilbað Jehóva það sem eftir var ævinnar og hlaut þá umbun að vera ein aðeins fimm kvenna sem Matteus nefnir í ættartölu Krists. – Matt. 1:1, 3, 5, 6, 16.
10. Af hverju er Jesaja okkur góð fyrirmynd?
Jes. 6:8) Áður en Jesaja sagði þetta hafði hann séð sýn þar sem Jehóva sat í gnæfandi hásæti yfir musterinu í Ísrael. Í þessari stórfenglegu sýn heyrði hann Jehóva spyrja: „Hvern skal ég senda? Hver vill reka erindi vort?“ Jehóva var að óska eftir talsmanni til að flytja hinni óhlýðnu þjóð boðskap sinn. Jesaja stóð við orð sín. Hann lét já sitt merkja já og var trúfastur spámaður í meira en 46 ár. Hann flutti bæði þunga dóma og fögur fyrirheit um að sönn tilbeiðsla yrði endurreist.
10„Hér er ég. Send þú mig.“ (11. (a) Hvers vegna er afar mikilvægt að vera orðheldinn? (b) Nefndu dæmi um fólk sem stóð ekki við orð sín og er okkur til viðvörunar.
11 Hvers vegna lét Jehóva skrásetja þessi dæmi í Biblíuna? Og hve mikilvægt er það að láta já sitt merkja já? Í Biblíunni eru „ótrúir“ einstaklingar varaðir við að þeir séu „dauðasekir“. (Rómv. 1:31, 32) Faraó Egyptalands, Sedekía Júdakonungur og þau Ananías og Saffíra eru dæmi um fólk sem lét ekki já sitt merkja já. Það fór illa fyrir þeim öllum og þau eru okkur víti til varnaðar. – 2. Mós. 9:27, 28, 34, 35; Esek. 17:13-15, 19, 20; Post. 5:1-10.
12. Hvað hjálpar okkur að vera orðheldin?
12 Við lifum á „síðustu dögum“ og erum því umkringd ,sviksömu‘ fólki sem ,hefur á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneitar krafti hennar‘. (2. Tím. 3:1-5) Við þurfum eftir fremsta megni að forðast vondan félagsskap af þessu tagi. Við ættum frekar að hitta reglulega þá sem reyna að láta já sitt alltaf merkja já. – Hebr. 10:24, 25.
MIKILVÆGASTA JÁIÐ
13. Hvert er mikilvægasta loforðið sem fylgjandi Jesú Krists gefur?
13 Mikilvægasta loforðið, sem hægt er að gefa, er að vígjast Guði. Þeir sem vilja afneita sjálfum sér og verða lærisveinar Jesú eru spurðir við þrjú tækifæri hvort þeir séu tilbúnir að gera það sem til er ætlast af þeim. (Matt. 16:24) Þegar tveir öldungar tala við biblíunemanda sem langar til að verða óskírður boðberi spyrja þeir: „Langar þig raunverulega til að verða vottur Jehóva?“ Þegar boðberinn hefur tekið enn meiri framförum og langar til að láta skírast funda öldungarnir með honum og spyrja: „Hefur þú persónulega vígt þig Jehóva í bæn?“ Daginn sem hann lætur skírast spyr ræðumaðurinn: „Hefur þú, á grundvelli fórnar Jesú Krists, iðrast synda þinna og vígt þig Jehóva til að gera vilja hans?“ Þessir nýju þjónar Guðs játa þannig í votta viðurvist að þeir hafi lofað Guði að þjóna honum að eilífu.
14. Hvaða spurninga ættum við að spyrja okkur af og til?
14 Hvort sem þú lést skírast fyrir stuttu eða hefur þjónað Guði áratugum saman þarftu að rannsaka sjálfan þig af og til og spyrja spurninga eins og: Líki ég stöðugt eftir Jesú Kristi með því að standa við mikilvægasta loforðið sem ég hef gefið? Hlýði ég Jesú með því að láta það ganga fyrir öðru í lífinu að boða fagnaðarerindið og gera fólk að lærisveinum? – Lestu 2. Korintubréf 13:5.
15. Á hvaða sviðum lífsins er mikilvægt að láta já sitt merkja já?
15 Til að halda vígsluheit okkar þurfum við líka að standa við orð okkar í öðrum mikilvægum málum. Lítum á dæmi: Ertu í hjónabandi? Þá skaltu elska og annast maka þinn eins og þú gafst hátíðlegt loforð um. Hefurðu undirritað samning um viðskipti eða lagt inn umsókn um að vinna ákveðið verkefni á vegum safnaðarins? Stattu þá við skuldbindingar þínar og loforð. Hefurðu þegið heimboð frá einhverjum sem hefur úr litlu að spila? Stattu þá við það þó að þú fáir síðan boð frá einhverjum sem þú heldur að bjóði betur. Eða hefurðu lofað að koma aftur til manneskju sem þú hittir í boðunarstarfinu hús úr húsi? Þá skaltu fyrir alla muni láta já þitt merkja já og þú mátt treysta að Jehóva blessar boðunarstarf þitt. – Lestu Lúkas 16:10.
ÆÐSTIPRESTUR OKKAR OG KONUNGUR AÐSTOÐAR
16. Hvað eigum við að gera ef okkur tekst ekki að standa við orð okkar?
16 Í Biblíunni segir um okkur ófullkomna mennina að „öll hrösum við margvíslega“. (Jak. 3:2) Það á ekki síst við um tunguna. Hvað er til ráða ef við uppgötvum að við höfum ekki staðið við orð okkar? Í lögmálinu, sem Guð gaf Ísrael, var ákvæði þess efnis að sá sem gerði sig sekan um að tala „í hugsunarleysi“ gæti hlotið miskunn. (3. Mós. 5:4-7, 11) Kristinn maður getur einnig hlotið miskunn ef hann drýgir synd af því tagi. Ef við játum syndina fyrir Jehóva fyrirgefur hann okkur fyrir atbeina æðstaprestsins Jesú Krists. (1. Jóh. 2:1, 2) En til að njóta miskunnar Guðs áfram verðum við að sýna iðrun í verki. Við gerum það með því að leggja ekki í vana okkar að syndga á þennan hátt og með því að gera okkar besta til að bæta skaðann sem við ollum með hugsunarlausum orðum okkar. (Orðskv. 6:2, 3) Það er þó miklu betra að hugsa sig vel um heldur en gefa loforð sem maður getur ekki staðið við. – Lestu Prédikarann 5:1.
17, 18. Hvaða unaðslega framtíð bíður allra sem leggja sig fram um að láta já sitt merkja já?
17 Unaðsleg framtíð bíður allra þjóna Jehóva sem leggja sig fram um að standa við orð sín. Hinir 144.000 andasmurðu hljóta eilíft líf á himnum og ríkja með Jesú um þúsund ár. (Opinb. 20:6) Milljónir manna fá að lifa í paradís á jörð. Undir stjórn Guðsríkis í höndum Krists fá þeir aðstoð svo að þeir verði smám saman fullkomnir á huga og líkama. – Opinb. 21:3-5.
18 Eftir að Jesús hefur ríkt í þúsund ár fer fram lokapróf. Þeir sem standast það hafa aldrei framar ástæðu til að vantreysta orðum annarra því að allir sem lifa láta já sitt merkja já og nei sitt merkja nei. (Opinb. 20:7-10) Allir líkja þá fullkomlega eftir Jehóva, kærleiksríkum föður okkar á himnum, sem er hinn „trúfasti Guð“. – Sálm. 31:6.