Hvenær kemur ríki Guðs?
Hvenær kemur ríki Guðs?
„HERRA, ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa Ísrael?“ (Postulasagan 1:6) Postularnir höfðu brennandi áhuga á að vita hvenær Jesús myndi stofna ríki sitt. Núna, 2000 árum síðar, er fólk enn þá að spyrja: Hvenær kemur ríki Guðs?
Þar sem ríki Guðs var aðalstefið í boðun Jesú er ekki að undra að hann skyldi fjalla um þessa spurningu. Hann talaði oft um sérstakt tímabil sem hann kallaði „nærveru“ sína. (Matteus 24:37, New World Translation) Nærvera hans er nátengd stofnun Messíasarríkisins. En hvað er átt við með orðinu nærvera? Við skulum líta nánar á fernt sem Biblían segir um þetta tímabil.
1. Nærvera Krists átti að hefjast löngu eftir dauða hans. Jesús sagði dæmisögu þar sem hann líkti sjálfum sér við mann sem „fór í fjarlægt land til þess að taka við konungdómi“. (Lúkas 19:12) Hvernig hefur þessi spádómlega dæmisaga ræst? Jesús dó og var reistur upp og fór síðan í „fjarlægt land“, það er að segja til himna. Eins og hann sagði í annarri áþekkri dæmisögu átti hann ekki að koma aftur sem konungur fyrr en „löngu síðar“. — Matteus 25:19.
Mörgum árum eftir að Jesús steig upp til himna skrifaði Páll postuli: „Jesús bar fram eina fórn fyrir syndirnar og settist um aldur við hægri hönd Guðs og bíður þess síðan, að óvinir hans verði gjörðir að fótskör hans.“ (Hebreabréfið 10:12, 13) Eftir að Jesús kom til himna tók því við langur biðtími. En biðin tók loks enda þegar Jehóva Guð gerði son sinn að konungi í Messíasarríkinu sem heitið hafði verið fyrir löngu. Og þá hófst nærvera Krists. Myndu menn á jörðinni sjá þennan merka atburð?
Matteus 24:3, New World Translation) En væri nokkur þörf fyrir tákn ef nærvera hans væri sýnileg mönnum? Lýsum þessu með dæmi. Segjum að þú ætlir að keyra á ákveðinn stað til að sjá hafið. Þú sérð kannski vegvísa á leiðinni sem vísa þér í rétta átt. En þegar þú stendur á ströndinni þar sem hafið blasir við þér og teygir sig eins langt og augað eygir, fyndist þér þá líklegt að þar væri skilti með stórri ör sem benti í átt að hafinu og á stæði „haf“? Auðvitað ekki. Það virðist ekki þjóna neinum tilgangi að hafa skilti til að benda á eitthvað sem er mjög auðvelt að koma auga á.
2. Nærvera Krists er ósýnileg mönnum. Jesús talaði um tákn nærveru sinnar. (Þegar Jesús lýsti því sem myndi einkenna nærveru sína var það ekki til að benda á eitthvað sem mennirnir gætu auðveldlega séð, heldur til að hjálpa þeim að átta sig á einhverju sem ætti sér stað á himnum. Jesús sagði þess vegna: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri.“ (Lúkas 17:20) Hvernig myndi þetta tákn sýna jarðarbúum að nærvera Krists væri hafin?
3. Nærvera Jesú átti að einkennast af miklum hörmungum hér á jörð. Jesús sagði að nærvera sín sem konungur á himnum myndi einkennast af styrjöldum, hungri, jarðskjálftum, farsóttum og lögleysi hér á jörð. (Matteus 24:7-12; Lúkas 21:10, 11) Hvað myndi valda þessu hræðilega ástandi? Biblían segir að Satan, ‚höfðingi þessa heims‘, sé ofsareiður. Hann veit að hann hefur mjög nauman tíma þar sem Kristur er tekinn við konungdómi á himnum og nærvera hans hafin. (Jóhannes 12:31; Opinberunarbókin 12:9, 12) Við sjáum ótal merki þess að Satan sé ævareiður og að Kristur sé nærverandi á okkar tímum. Sagnfræðingar eru sammála um að árið 1914 hafi markað tímamót í sögunni. Þaðan í frá hafa þessi einkenni verið meira áberandi en nokkru sinni fyrr út um allan heim.
Þetta hljómar ekki eins og sérlega góð tíðindi. En í rauninni boðar þetta að betri tímar séu framundan. Þetta þýðir að Messíasarríkið er við völd núna á himnum og innan skamms tekur það að ríkja yfir allri jörðinni. En hvernig á fólk að vita af þessu ríki til að það geti viðurkennt stjórn þess og orðið þegnar þess?
4. Nærvera Jesú einkennist af því að fagnaðarerindið er prédikað um allan heim. Jesús sagði að nærvera sín myndi líkjast „dögum Nóa“. * (Matteus 24:37-39) Nói var ekki aðeins arkarsmiður, hann var líka ‚prédikari réttlætisins‘. (2. Pétursbréf 2:5) Hann varaði samtímamenn sína við að dómur Guðs væri yfirvofandi. Jesús sagði að fylgjendur sínir myndu líka vara fólk við meðan hann væri nærverandi. Hann sagði: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ — Matteus 24:14.
Eins og fram kom í greininni á undan mun ríki Guðs eyða öllum stjórnum þessa heims. Með prédikun fagnaðarerindisins er athygli fólks vakin á því að þessi himneska stjórn er í þann mund að láta til skarar skríða og um leið er fólki gefið tækifæri til að komast undan þessari eyðingu og gerast þegnar Guðsríkis. En spurningin er: Hvað ætlar þú að gera?
Kynntu þér fagnaðarerindið um ríkið
Boðskapurinn, sem Jesús prédikaði, veitti fólki óviðjafnanlega von. Eftir uppreisnina í Eden fyrir þúsundum ára ákvað Jehóva Guð að koma á stjórn sem myndi færa ástandið í rétt horf og veita trúföstum mönnum það sem hann hafði ætlað þeim frá upphafi — eilíft líf í paradís á jörð. Er hægt að hugsa sér gleðilegri fréttir en þær að þessi langþráða stjórn sé við völd á himnum einmitt núna? Hún er ekki eitthvað óljóst, fjarlægt fyrirbæri heldur lifandi veruleiki.
Núna ríkir Jesús mitt á meðal óvina sinna. (Sálmur 110:2) Heimurinn er spilltur og fjarlægur Guði en Messías er að uppfylla þá ósk Guðs að leita að fólki sem langar til að kynnast Guði og tilbiðja hann „í anda og sannleika“. (Jóhannes 4:24) Vonin um að lifa að eilífu undir stjórn ríkis Guðs býðst öllum, óháð kynþætti, aldri eða þjóðfélagsstétt. (Postulasagan 10:34, 35) Við hvetjum þig til að grípa þetta einstaka tækifæri. Kynntu þér fagnaðarerindið um ríkið þannig að þú getir fengið að lifa að eilífu undir réttlátri stjórn! — 1. Jóhannesarbréf 2:17.
[Neðanmáls]
^ gr. 10 Af orðum Jesú má sjá að gríska orðið, sem er þýtt ‚nærvera‘, er ranglega þýtt í mörgum biblíuþýðingum. Í sumum þýðingum er talað um „komu“, „tilkomu“ eða „endurkomu“ sem gefur allt til kynna að þetta sé atburður sem taki skamman tíma. Jesús líkti nærveru sinni ekki við flóðið á dögum Nóa, atburð sem gerðist á ákveðnum tíma, heldur við ‚daga Nóa‘, það er að segja ákveðið tímabil. Nærvera Krists átti að líkjast dögum Nóa að því leyti að fólk yrði svo upptekið af hinu daglega amstri að það gæfi ekki gaum að þeirri aðvörun sem það fengi.
[Myndir á blaðsíðu 8, 9]
Allar þær slæmu fréttir, sem við heyrum á hverjum degi, eru sönnun fyrir því að betri tímar séu í nánd.
Loftvarnarbyssa: U.S. Army photo