Pétur afneitar Jesú
Fyrir unga lesendur
Pétur afneitar Jesú
Leiðbeiningar: Gerðu þetta verkefni í rólegu umhverfi. Ímyndaðu þér að þú sért á sögustaðnum meðan þú lest ritningarstaðina. Sjáðu aðstæðurnar fyrir þér. Heyrðu fólkið tala. Settu þig í spor aðalsögupersónanna.
SKOÐAÐU SÖGUSVIÐIÐ. — LESTU MATTEUS 26:31-35, 69-75.
Hversu marga sérðu fyrir þér á staðnum?
․․․․․
Heldurðu að þeir sem töluðu við Pétur hafi verið vingjarnlegir? forvitnir? reiðir? eða eitthvað annað?
․․․․․
Hvernig heldurðu að Pétri hafi liðið þegar þetta gerðist?
․․․․․
Af hverju afneitaði Pétur Jesú? Þótti honum ekki nógu vænt um Jesú eða var það út af einhverju öðru?
․․․․․
KAFAÐU DÝPRA. — LESTU LÚKAS 22:31-34; MATTEUS 26:55-58; JÓHANNES 21:9-17.
Hvernig getur of mikið sjálfsöryggi hafa átt sinn þátt í því að Pétri varð á?
․․․․․
Hvernig sýndi Jesús að hann treysti Pétri þó að hann vissi að honum myndi verða á?
․․․․․
․․․․․
Hvernig sýndi Pétur jafnvel meira hugrekki en hinir postularnir þó svo að hann afneitaði Jesú?
․․․․․
Hvernig sýndi Jesús að hann fyrirgaf Pétri?
․․․․․
Af hverju heldurðu að Jesús hafi spurt Pétur þrisvar sinnum „elskar þú mig?“
․․․․․
Hvernig heldurðu að Pétri hafi liðið eftir þetta samtal við Jesú og hvers vegna?
․․․․․
NOTAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRÐIR. SKRIFAÐU HJÁ ÞÉR HVAÐ ÞÚ HEFUR LÆRT UM . . .
ótta við menn.
umhyggju Jesú fyrir lærisveinunum, jafnvel þegar þeim varð á.
․․․․․
Hvað snerti þig mest í þessari frásögu og hvers vegna?
․․․․․