Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Um ríki Guðs

Um ríki Guðs

Lærum af Jesú

Um ríki Guðs

Hvað er ríki Guðs?

Ríki Guðs er stjórn sem mun fara með völd yfir allri jörðinni. Jesús sagði: „Þannig skuluð þér biðja: . . . ‚Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.‘“ — Matteus 6:9, 10; Daníel 2:44.

Hverjir fara með völd í Guðsríki?

Jesú var ætlað frá fæðingu að verða stjórnandi Guðsríkis. Engill sagði við móður hans: „Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans og hann mun ríkja.“ (Lúkas 1:30-33) Jesús valdi auk þess suma úr hópi fylgjenda sinna til að ríkja með sér. Hann sagði við postulana: „Það eruð þér sem hafið staðið með mér í freistingum mínum. Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér.“ (Lúkas 22:28, 29; Daníel 7:27) Samtals munu 144.000 fylgjendur Jesú ríkja með honum. — Opinberunarbókin 5:9, 10; 14:1.

Hvar verður ríki Guðs staðsett?

Guðsríki mun stjórna af himnum ofan. Jesús sagði við lærisveina sína: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað [á himnum] kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er . . . Ég fer til föðurins.“ — Jóhannes 14:2, 3, 12; Daníel 7:13, 14.

Hvað mun Guðsríki gera varðandi illskuna?

Jesús mun losa jörðina við illa menn. Hann sagði: „Þegar Mannssonurinn [Jesús] kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að . . . Og þeir [hinir illu] munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ — Matteus 25:31-34, 46.

Hverjir verða þegnar Guðsríkis á jörðinni?

Jesús sagði: „Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matteus 5:5; Sálmur 37:29; 72:8) Jörðin mun fyllast fólki sem lærir að elska hvert annað og sumir eru jafnvel byrjaðir á því nú þegar. Jesús sagði fylgjendum sínum: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ — Jóhannes 13:34, 35.

Hvað mun Guðsríki gera fyrir jarðarbúa?

Jesús mun losa mannkynið við sjúkdóma. Þegar hann var hér á jörðinni talaði hann við mannfjöldann „um Guðs ríki og læknaði þá er lækningar þurftu“. (Lúkas 9:11) Eftir að Jóhannes postuli sá hinn upprisna Jesú í sýn sagði hann: „Ég sá nýjan himin og nýja jörð . . . Ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: ‚Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna . . . Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera.‘“ — Opinberunarbókin 21:1-4.

Ríki Guðs mun gera jörðina aftur að paradís. Illvirki, sem var líflátinn með Jesú, sagði: „Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!“ Og Jesús lofaði honum að hann fengi að vera „í Paradís“. — Lúkas 23:42, 43; Jesaja 11:4-9.

Finna má frekari upplýsingar í 8. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? *

[Neðanmáls]

^ gr. 16 Gefin út af Vottum Jehóva.