Er Guð raunveruleg persóna?
Er Guð raunveruleg persóna?
Algeng svör:
◼ „Hann er alls staðar, í öllu. Hann er eins og vindurinn.“
◼ „Hann er óútskýranleg viska, óhlutbundinn máttur.“
Hvað sagði Jesús?
◼ „Í húsi föður míns eru margar vistarverur.“ (Jóhannes 14:2) Jesús talaði eins og Guð byggi í táknrænu húsi eða ætti sér dvalarstað.
◼ „Ég er kominn í heiminn frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn aftur og fer til föðurins.“ (Jóhannes 16:28) Jesús trúði því að Guð væri raunveruleg persóna sem byggi á ákveðnum stað.
JESÚS lýsti Guði aldrei sem óhlutbundnum mætti heldur talaði við hann og bað til hans. Hann kallaði Jehóva oft himneskan föður sinn sem lýsir því hve náið samband hann átti við hann. — Jóhannes 8:19, 38, 54.
Það er rétt að „enginn hefur nokkurn tíma séð Guð“ og að „Guð er andi“. (Jóhannes 1:18; 4:24) En það þýðir ekki að hann hafi engan líkama eða form. Í Biblíunni segir: „Ef jarðneskur líkami er til, þá er og til andlegur líkami.“ (1. Korintubréf 15:44) Hefur Jehóva þá andlegan líkama?
Já. Þegar Jesús var reistur upp gekk hann „inn í sjálfan himininn, til þess að birtast nú fyrir augliti Guðs okkar vegna“. (Hebreabréfið 9:24) Þetta bendir okkur á tvær mikilvægar staðreyndir um Guð. Í fyrsta lagi á hann sér dvalarstað. Í öðru lagi er hann persóna en ekki óhlutstæður máttur sem býr alls staðar.
Hvernig getur Guð þá haft áhrif alls staðar? Guð getur sent heilagan anda sinn, eða starfskraft, hvert sem er í alheiminum. Guð notar heilagan anda til að framkvæma vilja sinn á sama hátt og faðir réttir fram höndina til að hugga og styðja börnin sín. — Sálmur 104:30; 139:7.
Þar sem Guð er persóna hefur hann persónuleika. Honum líkar sumt en mislíkar annað og hann hefur tilfinningar. Í Biblíunni segir að hann elski þjóna sína, gleðjist yfir verkum sínum, hati skurðgoðadýrkun og honum sárni vegna illsku mannanna. (1. Mósebók 6:6; 5. Mósebók 16:22; 1. Konungabók 10:9; Sálmur 104:31) Hann er kallaður ‚hinn sæli Guð‘. (1. Tímóteusarbréf 1:11, Biblían 1912) Það er því ekki að furða að Jesús sagði að við gætum lært að elska Guð af öllu hjarta. — Markús 12:30. *
[Neðanmáls]
^ gr. 12 Finna má meiri upplýsingar um þetta efni í 1. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían?, gefin út af Vottum Jehóva.
[Innskot á blaðsíðu 5]
Guð notar heilagan anda til að framkvæma vilja sinn á sama hátt og faðir réttir fram höndina.