Raunverulegur friður og öryggi — hvenær?
Opinber fyrirlestur
Raunverulegur friður og öryggi — hvenær?
Menn hafa um þúsundir ára leitað friðar og öryggis. En þeim hefur ekki tekist að festa hönd á raunverulegum friði. Hvers vegna ekki? Í Biblíunni eru gefnar tvær grundvallarástæður fyrir því að það hefur reynst þrautin þyngri. Og þar fáum við einnig þetta uppörvandi loforð: Guð ætlar að koma á raunverulegum og varanlegum friði og öryggi fyrir allt mannkyn.
Hvenær og hvernig verður þetta ástand að veruleika? Hvað þarft þú að gera til að fá að njóta þess? Þessum spurningum verður svarað í fyrirlestrinum „Raunverulegur friður og öryggi — hvenær?“ Þessi biblíutengda ræða verður flutt í yfir 230 löndum um allan heim. Á flestum stöðum verður hún flutt sunnudaginn 18. apríl 2010 í ríkissölum Votta Jehóva. Vottarnir í þínu byggðarlagi munu með ánægju veita þér upplýsingar um stað og stund. Þú ert hjartanlega velkomin(n).