,Mótþrói sem verðskuldar virðingu‘
,Mótþrói sem verðskuldar virðingu‘
ADOLF HITLER fékk tugþúsundir bréfa á þeim árum sem hann var kanslari Þýskalands og ógnarstjórn hans stóð yfir. Eftir að Sovétmenn hertóku svæðið umhverfis Berlín árið 1945 var fjöldi þessara bréfa fluttur til Moskvu og geymdur þar. Sagnfræðingurinn Henrik Eberle hefur rannsakað þúsundir slíkra bréfa í skjalageymslum Moskvu til að kanna hverjir hafi skrifað Hitler og hvers vegna. Niðurstöður hans birtast í bókinni Briefe an Hitler (Bréf til Hitlers).
„Kennarar og nemendur, nunnur og prestar, atvinnulausir og kaupsýslumenn, aðmírálar og óbreyttir stormsveitarmenn skrifuðu Hitler,“ segir dr. Eberle. „Sumir dýrkuðu hann eins og væri hann Messías endurfæddur, aðrir sáu hann sem holdgerving hins illa.“ Fékk Hitler bréf frá kirkjunnar mönnum þar sem þeir mótmæltu óhæfuverkum nasista? Slík bréf fundust í safninu en þau voru ekki mörg.
Í skjalasafninu í Moskvu fann Eberle hins vegar fjöldann allan af bréfum sem vottar Jehóva út um allt Þýskaland höfðu sent Hitler til að mótmæla framferði nasista. Reyndar fékk hann um 20.000 bréf og símskeyti frá vottum í um það bil 50 löndum þar sem mótmælt var illri meðferð hans á vottum Jehóva. Þúsundir votta voru handteknar og nokkur hundruð voru teknir af lífi eða dóu vegna illrar meðferðar nasista. Dr. Eberle skrifar: „Þetta virðist ekki há tala í samanburði við milljónirnar sem týndu lífi meðan nasistar voru við völd. Hún vitnar engu að síður um samstöðu og einbeittan mótþróa sem verðskuldar virðingu.“