Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | HVERJIR ERU VOTTAR JEHÓVA?

Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Við erum alþjóðlegur söfnuður og ekki tengd neinum öðrum trúarhópi. Þó að aðalstöðvar okkar séu í Bandaríkjunum býr meirihluti votta Jehóva í öðrum löndum. Um átta milljónir votta Jehóva aðstoða fólk við biblíunám í meira en 230 löndum. Þetta gerum við af hlýðni við orð Jesú: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það.“ – Matteus 24:14.

Hvar sem við búum förum við samviskusamlega að lögum en reynum jafnframt eftir fremsta megni að vera hlutlaus í stjórnmálum. Við gerum það vegna fyrirmæla Jesú til kristinna manna um að vera „ekki af heiminum“. Við tökum því engan þátt í starfsemi tengdum stjórnmálum eða styðjum hernaðaraðgerðir. (Jóhannes 15:19; 17:16) Í síðari heimsstyrjöldinni voru vottar Jehóva reyndar fangelsaðir, pyndaðir og jafnvel drepnir vegna þess að þeir hvikuðu ekki frá hlutleysi sínu. Fyrrum biskup í Þýskalandi skrifaði: „Þeir geta réttilega fullyrt að þeir séu eini hópurinn í Þriðja ríkinu sem neituðu að gegna herþjónustu af samviskuástæðum.“

„[Vottar Jehóva] búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki. Við hefðum not fyrir svona óeigingjarnt fólk jafnvel í æðstu stjórnmálaembættum – en við munum aldrei koma því þangað ... Þeir viðurkenna stjórnvöld en trúa að aðeins ríki Guðs geti leyst öll vandamál manna.“ – Nová Svoboda, dagblað sem gefið var út í Tékkóslóvakíu.

Við lifum þó ekki í neinni einangrun. Jesús bað til Guðs vegna fylgjenda sinna: „Ég bið ekki að þú takir þá úr heiminum.“ (Jóhannes 17:15) Við sækjum því vinnu, verslum og göngum í skóla eins og annað fólk þar sem við búum.