Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 121

Hvetjum hvert annað

Hvetjum hvert annað

(Hebrearbréfið 10:24, 25)

1. Ef áköf hvetjum við hvert annað

svo ætíð trúföst stöndum við.

Þá styrkjum kærleiksbönd og stoðir

og stuðlum eining að og frið.

Sú elska sem Guðs þjónar eiga,

þeim eykur kjark og styrkir lund.

En athvarf söfnuðirnir eru,

þar eigum óbifandi grund.

2. Það orð sem talað er í tíma

oft táp fær veitt og léttir kjör.

Er heyrum hughreystandi orðin

þá hollir vinir veita svör.

Hve sælt er það að vinna saman

með sömu markmið, von og störf.

Við eflum kappið hvert með öðru

og aðstoð veitum eftir þörf.

3. Með trúaraugum sjáum táknin,

að tími Jehóva er nær.

Ef við því þolgóð söfnumst saman

hin sanna leið Guðs verður fær.

Með fólki Jehóva við förum

og frjáls við þjónum alla tíð.

Með ákefð hvetjum við hvert annað

og erum ráðvönd ár og síð.