Söngur 126
Kærleiksverk okkar
1. Jehóva daginn í dag
þér flytjum dýrðarinnar brag.
Með þínum heiðri krýnd, sæmd auðsýnd,
við þér syngjum lag.
Þú blessar góð verkin gjörð,
í kærleik gerð af þinni hjörð,
um það mun eitt og sér húsið hér
standa helgan vörð.
(VIÐLAG)
Við það nú jafnast fátt á jörðu
að reisa, Jehóva, þér hús.
Að lofa þig af hjarta þráum og eilíft þér
sem þakkir ber við þjónum fús.
2. Hér blíðum andlitum á
má gleði okkar vina sjá.
Hver minning er vel geymd, aldrei gleymd
okkur öllum hjá.
Við gátum sameinuð séð
þinn anda sífellt okkur með.
Að hafa orðstírinn aukið þinn
gleður okkar geð.
(VIÐLAG)
Við það nú jafnast fátt á jörðu
að reisa, Jehóva, þér hús.
Að lofa þig af hjarta þráum og eilíft þér
sem þakkir ber við þjónum fús.
(Sjá einnig Sálm. 116:1; 147:1; Rómv. 15:6.)