Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Líf Jesú

Líf Jesú

Sækja:

  1. 1. Veistu hvað Guð skapaði

    fyrir óralöngu fyrr en allt varð til?

    Hann skóp fyrstan sinn son.

    Svo til jarðar Jesús kom

    til að lækna fólk í krafti föður síns,

    veita mannkyni von.

    Gaf líf sitt fyrir mig og fyrir þig.

    (VIÐLAG)

    Sannur og trúr, ekkert fals hjá honum fannst.

    Sannur á allan hátt.

    Sem konungur er langbestur, alveg einstakur.

    Friður á jörð verður eilífur.

  2. 2. Nú sem krýndur konungur

    jörðu breytir brátt í paradísargarð,

    burt með sorg, burt með tár.

    Þá býr allt mannkynið við sannan frið.

    (VIÐLAG)

    Sannur og trúr, ekkert fals hjá honum fannst.

    Sannur á allan hátt.

    Hann vísar veg sem feta ég, verðum samferða,

    hlýðin og trú, já, að eilífu.