Paradís á næsta leiti
Sækja:
1. Söngur heiðlóunnar hljómar,
lækur hjalar bak við hól.
Angan blóma úti’ í móa,
óðal álfta, öruggt tjarnarból.
Þú átt von á gestum,
kvöldið verður yndislegt.
Paradís sem undravert
var rétt á næsta leiti.
2. Inni’ í fjörðum og á fjöllum
standa fögur heimkynni.
Úti vinahópar heyja,
taka hraustlega til hendinni.
Söngur, útivera,
tími uppskerunnar er.
Paradísin dásamleg
var rétt á næsta leiti.
(MILLIKAFLI)
Í kærleika, án veikleika
við kynnumst nánar Jehóva.
Þá gróa sár og hverfa tár,
við hlökkum til að upplifa.
3. Úti drýpur morgundöggin
þegar dagur bjartur hefst.
Glaðleg heyrast hlátrasköllin,
þakklát Guði þegar sólin sest.
Við elskum föður okkar
fyrir örlæti og ást.
Framtíð björt sem eigi brást
mín beið á næsta leiti.
(MILLIKAFLI)
Hve ótrúlegt en yndislegt
að fá að sjá þitt bros á ný.
Sár söknuður er læknaður
og broddur dauðans fyrir bí.
4. Rétt handan við hornið
bíður heimur langþráður.
Allt hið fyrra böl er farið,
vandi fólksins er þá afmáður.
Öll hin góðu heit frá Guði
veita gleði, von og frið.
Brátt er liðin þessi bið,
paradís á næsta leiti.