Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um áfengi? Er synd að drekka?

Hvað segir Biblían um áfengi? Er synd að drekka?

Svar Biblíunnar

 Það er ekki synd að drekka áfengi í hófi. Í Biblíunni er vín nefnt gjöf frá Guði sem getur gert lífið ánægjulegra. (Sálmur 104:14, 15; Prédikarinn 3:13; 9:7) Þar segir líka að það geti haft læknandi áhrif. – 1. Tímóteusarbréf 5:23.

 Jesús drakk vín þegar hann var á jörðinni. (Matteus 26:29; Lúkas 7:34) Eitt af hans þekktu kraftaverkum var að breyta vatni í vín en það reyndist rausnarleg gjöf til brúðhjóna. – Jóhannes 2:1–10.

Hættur samfara ofdrykkju

 Þótt Biblían tali um jákvæðar hliðar víns fordæmir hún ofdrykkju og ölvun. Þjónn Guðs sem velur að drekka áfengi ætti að gera það í hófi. (1. Tímóteusarbréf 3:8; Títusarbréfið 2:2, 3) Biblían bendir á nokkrar ástæður til að forðast ofdrykkju.

Hversu mikið er of mikið?

 Þegar drykkjan hefur skaðleg áhrif á mann sjálfan eða aðra er hún orðin of mikil. Samkvæmt Biblíunni er ofdrykkja ekki það að missa meðvitund heldur það að vera illa áttaður, valtur á fótum, þrætugjarn eða þvoglumæltur. (Jobsbók 12:25; Sálmur 107:27; Orðskviðirnir 23:29, 30, 33) Jafnvel þeir sem forðast að verða drukknir geta ‚íþyngt hjörtum sínum með drykkju‘ og fundið fyrir alvarlegum afleiðingum hennar. – Lúkas 21:34, 35.

Algert bindindi

 Biblían bendir líka á aðstæður þar sem þjónar Guðs ættu alveg að sleppa því að drekka áfengi:

  •   Þegar það gæti orðið öðrum að falli. – Rómverjabréfið 14:21.

  •   Þegar neysla áfengis er ólögleg í landinu. – Rómverjabréfið 14:21.

  •   Þegar maður hefur ekki stjórn á drykkjunni. Þeir sem eiga við alkóhólisma að stríða eða þeir sem misnota áfengi verða að vera fúsir til að grípa til róttækra aðgerða. – Matteus 5:29, 30.