Hoppa beint í efnið

Skuldir og fjárhagserfiðleikar – getur Biblían hjálpað?

Skuldir og fjárhagserfiðleikar – getur Biblían hjálpað?

Svar Biblíunnar

 Já. Í Biblíunni er að finna eftirfarandi fjórar meginreglur sem geta hjálpað þér í glímunni við skuldir og fjárhagserfiðleika:

  1.   Skipuleggðu útgjöldin. „Áform hins iðjusama færa arð en hroðvirkni endar í örbirgð.“ (Orðskviðirnir 21:5) Kauptu ekkert í fljótfærni bara af því að það er á útsölu. Gerðu fjárhagsáætlun – og fylgdu henni.

  2.   Forðastu óþarfar skuldir. „Lánþeginn verður þræll lánardrottins síns.“ (Orðskviðirnir 22:7) Ef þú ert skuldugur og getur ekki staðið við umsamdar afborganir skaltu reyna að semja að nýju við kröfuhafa. Gefstu ekki upp. Biblían ráðleggur þeim sem hafa ekki sýnt næga fyrirhyggju heldur gengist í ábyrgð fyrir láni einhvers annars: „Farðu í flýti og leggðu að náunga þínum. Láttu þér hvorki koma dúr á auga né blundur á brá.“ (Orðskviðirnir 6:1-5) Gefstu ekki upp þó að fyrsta tilraun skili ekki árangri. Reyndu áfram að semja um breytingu.

  3.   Sjáðu peninga í réttu ljósi. „Nískur maður er á þönum eftir auði og veit ekki að örbirgðin mun elta hann uppi.“ (Orðskviðirnir 28:22) Öfund og ágirnd geta bæði komið manni í kröggur og valdið því að maður hætti að sinna andlegum málum.

  4.   Vertu nægjusamur. „Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja.“ (1. Tímóteusarbréf 6:8) Hamingja fæst ekki fyrir peninga. Margt fólk sem er hvað hamingjusamast er ekki efnað. Hins vegar á það ástríka fjölskyldu og vini og vináttusamband við Guð. – Orðskviðirnir 15:17; 1. Pétursbréf 5:6, 7.