UNGT FÓLK SPYR
Hvers vegna skaða ég sjálfa(n) mig?
Hvað felst í sjálfsskaða?
Sjálfsskaði birtist með mismunandi hætti. Sumir brenna sig, skera sig eða veita sér áverka með öðrum hætti. Þeir sem skera sig eru haldnir áráttu að gera sér mein með beittum hlutum. Þessi grein fjallar um það að skera sig en efnið á við sjálfsskaða í öllum myndum.
Hverju svarar þú? Rétt eða rangt.
Það eru aðeins stelpur sem skera sig.
Þeir sem skera sig brjóta í bága við fyrirmæli Biblíunnar í 3. Mósebók 19:28: ,Þið skuluð ekki rista sár í húð ykkar.‘
Svör:
Rangt. Þótt vandamálið virðist vera algengara hjá stelpum skera sumir strákar sig líka eða skaða sig með öðrum hætti.
Rangt. Í 3. Mósebók 19:28 er vísað til heiðins helgisiðar til forna en ekki þeirrar áráttu að skaða sjálfan sig sem hér er rætt um. Það er samt rökrétt að ætla að kærleiksríkur skapari okkar vilji ekki að við gerum sjálfum okkur mein. – 1. Korintubréf 6:12; 2. Korintubréf 7:1; 1. Jóhannesarbréf 4:8.
Hvers vegna skaða sumir sjálfa sig?
Hverju svarar þú? Hvaða staðhæfingu telur þú eiga best við?
Fólk sker sig til að ...
reyna að takast á við tilfinningalega vanlíðan.
reyna að svipta sig lífi.
Rétt svar: A. Fæstir, sem skera sig, vilja deyja. Þeir vilja bara binda enda á örvæntingu sína.
Taktu eftir hvað nokkur ungmenni segja um áráttu sína að skera sig.
Celia: „Ég fann fyrir ákveðnum létti.“
Tamara: „Þetta var eins konar flóttaleið. Líkamlegur sársauki var betri en tilfinningaleg vanlíðan.“
Carrie: „Mér fannst ömurlegt að líða illa. Þegar ég skar mig fann ég til líkamlegs sársauka og það dró úr tilfinningalegri vanlíðan.“
Jerrine: „Alltaf þegar ég skar mig var eins og ég missti tengslin við veruleikann og þá þurfti ég ekki að takast á við vandamálin mín. Það var góð tilbreyting.“
Hvernig geturðu hætt ef þú átt í slíkum vanda?
Bæn til Jehóva Guðs getur verið mikilvægt skref í átt að bata. Biblían segir: „Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. Pétursbréf 5:7.
Tillaga: Byrjaðu á því að fara með stuttar bænir. Þú gætir einfaldlega sagt: „Ég þarf hjálp.“ Með tímanum geturðu opnað þig og úthellt tilfinningum þínum fyrir Jehóva sem er „Guð allrar huggunar“. – 2. Korintubréf 1:3, 4.
Bænin er ekki einhver tilfinningaleg hækja. Hún felur í sér raunveruleg tjáskipti við föður okkar á himnum en hann hefur lofað þessu: „Ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni.“ – Jesaja 41:10.
Mörgum sem hafa verið að skera sig hefur líka fundist gott að tala við foreldri eða einhvern fullorðinn sem þeir treysta. Taktu eftir hvað þrjú ungmenni segja um reynslu sína af því.
Spyrðu þig
Hverjum geturðu trúað fyrir vandamáli þínu þegar þú ert tilbúin(n) að leita þér aðstoðar?
Hvað geturðu sagt í bæn til Jehóva Guðs um vandamál þitt?
Geturðu nefnt tvær aðferðir (sem fela ekki í sér sjálfsskaða) sem þú gætir notað til að losa um streitu og kvíða?