Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Sköpun eða þróun? – 2. hluti: Hvers vegna ættirðu að draga þróunarkenninguna í efa?

Sköpun eða þróun? – 2. hluti: Hvers vegna ættirðu að draga þróunarkenninguna í efa?

Alex er hálf ringlaður. Hann hefur alltaf trúað á Guð og sköpun. En líffræðikennarinn hans var mjög ákveðinn í dag þegar hann staðhæfði að þróunarkenningin væri staðreynd sem byggðist á öruggum vísindalegum rannsóknum. Alex vill ekki að öðrum finnist hann vera vitlaus. Hann hugsar með sjálfum sér: „Hvernig get ég dregið þróunarkenninguna í efa ef vísindamenn hafa sannað hana?“

 Hefurðu upplifað eitthvað svipað? Ef til vill hefurðu alltaf trúað því sem Biblían segir: ,Guð skapaði himin og jörð.‘ (1. Mósebók 1:1) En upp á síðkastið hefur fólk reynt að sannfæra þig um að sköpunarsagan sé bara uppspuni og að þróunarkenningin sé staðreynd. Ættirðu að trúa því? Hvers vegna ættirðu að draga þróunarkenninguna í efa?

 Tvær ástæður til að draga þróunarkenninguna í efa

  1.   Vísindamenn eru ekki sammála um þróunarkenninguna. Þrátt fyrir áratugarannsóknir hafa vísindamenn ekki sameinast um hvernig eigi að útskýra þróun lífsins.

     Til umhugsunar: Er rangt af þér að draga þróunarkenninguna í efa fyrst vísindamennirnir – sem eru sérfræðingarnir á þessu sviði – geta ekki verið sammála um hana? – Sálmur 10:4.

  2.   Það skiptir máli hverju þú trúir. „Ef lífið varð til fyrir tilviljun er líf okkar tilgangslaust og það á einnig við um allan alheiminn,“ segir ungur maður Zachary að nafni. Hann hefur nokkuð til síns máls. Ef þróunarkenningin væri sönn yrði erfitt að sjá að lífið hefði nokkurn varanlegan tilgang. (1. Korintubréf 15:32) Ef lífið var hins vegar skapað er hægt að fá fullnægjandi svör við spurningum um tilgang þess og hvað framtíðin ber í skauti sér. – Jeremía 29:11.

     Til umhugsunar: Hvaða áhrif myndi það hafa á líf þitt að vita hvort lífið hafi þróast eða hafi verið skapað? – Hebreabréfið 11:1.

 Spurningar til íhugunar

 STAÐHÆFING: „Allt í alheiminum varð til fyrir tilviljun í miklahvelli.“

  •   Hver eða hvað olli miklahvelli?

  •   Hvor skýringin er rökréttari – að allt hafi orðið til úr engu eða að eitthvað eða einhver hafi búið allt til?

 STAÐHÆFING: „Menn þróuðust af dýrum.“

  •   Ef menn þróuðust af dýrum, til dæmis öpum, hvers vegna er þá svona gríðarlegur munur á vitsmunalegri getu manna og apa? a

  •   Hvers vegna eru jafnvel „frumstæðustu“ lífverurnar svona ótrúlega flóknar að gerð? b

 STAÐHÆFING: „Það er búið að sanna þróunarkenninguna.“

  •   Hefur sá sem segir þetta skoðað rökin vandlega sjálfur?

  •   Hversu margir ætli trúi þróunarkenningunni bara af því að þeim hefur verið sagt að allt vel gefið fólk trúi henni?

a Sumir halda því fram að mennirnir séu fremri öpum vitsmunalega vegna þess að heili þeirra er stærri en heili apa. Ef þú vilt vita hvers vegna það eru ekki haldgóð rök geturðu fundið efni um það í bæklingnum The Origin of Life – Five Questions Worth Asking, bls. 28.

b Sjá bæklinginn The Origin of Life – Five Questions Worth Asking, bls. 8-12.