Ég hrífst af öðrum af sama kyni: Þýðir það að ég sé samkynhneigður?
Nei, alls ekki.
Staðreynd: Í mörgum tilfellum líður slík hrifning hjá fljótlega.
Sú var raunin hjá Lisette, sem er 16 ára, en hún hreifst af annarri stelpu. Hún segir: „Ég lærði í líffræði í skólanum að snemma á unglingsárunum getur hormónastarfsemi líkamans sveiflast verulega. Ég er fullviss um að ef fleiri unglingar vissu meira um líkama sinn myndu þeir skilja að áhugi á öðrum af sama kyni getur verið tímabundinn. Þá fyndist þeim ekki að þeir þurfi að vera samkynhneigðir.“
En hvað ef hrifningin líður ekki hjá? Er það illska af Guðs hálfu að segja einhverjum, sem hrífst af einstaklingi af sama kyni, að forðast samkynhneigð?
Ef þú svaraðir síðustu spurningu játandi máttu vita að slíkar röksemdir byggjast á þeim misskilningi að fólk verði að láta undan hvötum sínum. Í Biblíunni er mönnum sýnd ákveðin virðing með því að ætla þeim að geta staðist rangar kynferðislegar tilhneigingar. – Kólossubréfið 3:5.
Afstaða Biblíunnar er ekki ósanngjörn. Hún segir þeim sem hrífast af fólki af sama kyni einfaldlega það sama og gagnkynhneigðum: „Forðist saurlifnaðinn!“ (1. Korintubréf 6:18) Staðreyndin er sú að milljónir gagnkynhneigðra sem vilja lifa eftir mælikvarða Biblíunnar þurfa að sýna sjálfsstjórn þrátt fyrir að verða fyrir ýmiss konar freistingum. Samkynhneigðir geta gert slíkt hið sama ef þá langar í raun til að gleðja Guð. – 5. Mósebók 30:19.