Eru vottar Jehóva umburðarlyndir gagnvart öðrum trúarbrögðum?
„Virðið alla menn,“ segir í Biblíunni, og við gerum það óháð trúarskoðunum þeirra. (1. Pétursbréf 2:17) Í sumum löndum skipta vottar Jehóva hundruðum þúsunda. Við reynum þó ekki að fá stjórnmálamenn eða löggjafa til að takmarka eða banna starfsemi annarra trúfélaga. Við berjumst ekki heldur fyrir því að sett séu lög sem myndu skylda samfélagið almennt til að fylgja siðferðisreglum okkar eða trúarskoðunum. Við sýnum öðrum sama umburðarlyndi og við viljum að þeir sýni okkur. – Matteus 7:12.